Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. október 2019 09:03 Sýrlenskar hersveitir studdar af Tyrkjum vinna nú að landvinningum á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Vísir/AP Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. Guardian greinir frá þessu og vitnar í mannréttindasamtök í Sýrlandi. Í umfjöllun miðilsins kemur fram að bifreiðar borgaranna sem teknir voru af lífi hafi verið stöðvaðar á hraðbraut við landamæri Sýrlands og Tyrklands og fólkið dregið út af áðurnefndum hernaðarhópum. Fólkið hafi í kjölfarið verið drepið. „Borgararnir níu voru teknir af lífi á mismunandi tímapunktum suður við bæinn Tal Abyad,“ hefur Guardian eftir samtökunum. Einhverjar aftakanna náðust á myndbandsupptökur á farsíma og hafa vakið sterk viðbrögð þeirra sem saka Tyrki um tilraunir til þjóðernishreinsana á Kúrdum. Kúrdíska stjórnmálakonan Havrin Khalaf og bílstjóri hennar voru á meðal þeirra sem drepin voru. Myndband af aftökunni, tekið upp af þeim sem myrti þau, sýnir þegar þau, ásamt fleira fólki, eru skotin við kant hraðbrautarinnar. Í myndbandinu má einnig heyra vígamennina hreyta ókvæðisorðum að fólkinu. Bandarísk yfirvöld hafa staðfest að upptökur af aftökunum eru ósviknar. „Khalaf var tekin út úr bifreið sinni í miðri árás studdri af Tyrkjum og tekin af lífi af málaliðaher studdum af tyrkneskum yfirvöldum,“ segir í yfirlýsingu Sýrlenska lýðræðishersins, SDF. Khalaf var aðalritari Framtíðarflokks Sýrlands. Hún var 35 ára. Multu Civiroglu, sérfræðingur í kúrdískum stjórnmálum, sagði sjónarsvipti vera að henni fyrir Kúrda. „Hún var mikill málamiðlari. Hún tók þátt í öllum fundum með Bandaríkjamönnum, Frökkum og öðrum fulltrúum erlendra ríkja. Donald Trump, Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrir nokkrum dögum að Bandaríkjaher myndi draga sig frá norðanverðu Sýrlandi. Ákvörðunin tekin eftir símtal á milli forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. Ákvörðunin hefur víða verið gagnrýnd, ekki síst vegna þeirrar samvinnu sem átti sér stað á milli hersveita Bandaríkjanna og Kúrda í stríðinu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Hersveitir Tyrkja hafa á undanförnum dögum unnið land í norðanverðu Sýrlandi þar á meðal fjölda þorpa. Talið er að vegna innrásarinnar hafi um 100.000 manns flúið heimili sín. Tyrklandsforseti hefur greint frá því að innrásin muni ekki stoppa fyrr en að hersveitir Kúrda dragi sig meira en 32 kílómetra frá landamærunum. Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Sýrland: Óttast að óbreyttum borgurum og börnum sé ekki hlíft Alþjóðaráð Rauða krossins minnir á að þeir sem taka þátt í átökunum í Sýrlandi er skylt samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum að hlífa óbreyttum borgurum og öllum öðrum sem ekki taka þátt í hernaðaraðgerðum. UNICEF ítrekar kröfu um að börnum – og þeim innviðum sem þau þurfa á að halda – verði hlíft í samræmi við alþjóðalög. 11. október 2019 16:30 Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45 Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. Guardian greinir frá þessu og vitnar í mannréttindasamtök í Sýrlandi. Í umfjöllun miðilsins kemur fram að bifreiðar borgaranna sem teknir voru af lífi hafi verið stöðvaðar á hraðbraut við landamæri Sýrlands og Tyrklands og fólkið dregið út af áðurnefndum hernaðarhópum. Fólkið hafi í kjölfarið verið drepið. „Borgararnir níu voru teknir af lífi á mismunandi tímapunktum suður við bæinn Tal Abyad,“ hefur Guardian eftir samtökunum. Einhverjar aftakanna náðust á myndbandsupptökur á farsíma og hafa vakið sterk viðbrögð þeirra sem saka Tyrki um tilraunir til þjóðernishreinsana á Kúrdum. Kúrdíska stjórnmálakonan Havrin Khalaf og bílstjóri hennar voru á meðal þeirra sem drepin voru. Myndband af aftökunni, tekið upp af þeim sem myrti þau, sýnir þegar þau, ásamt fleira fólki, eru skotin við kant hraðbrautarinnar. Í myndbandinu má einnig heyra vígamennina hreyta ókvæðisorðum að fólkinu. Bandarísk yfirvöld hafa staðfest að upptökur af aftökunum eru ósviknar. „Khalaf var tekin út úr bifreið sinni í miðri árás studdri af Tyrkjum og tekin af lífi af málaliðaher studdum af tyrkneskum yfirvöldum,“ segir í yfirlýsingu Sýrlenska lýðræðishersins, SDF. Khalaf var aðalritari Framtíðarflokks Sýrlands. Hún var 35 ára. Multu Civiroglu, sérfræðingur í kúrdískum stjórnmálum, sagði sjónarsvipti vera að henni fyrir Kúrda. „Hún var mikill málamiðlari. Hún tók þátt í öllum fundum með Bandaríkjamönnum, Frökkum og öðrum fulltrúum erlendra ríkja. Donald Trump, Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrir nokkrum dögum að Bandaríkjaher myndi draga sig frá norðanverðu Sýrlandi. Ákvörðunin tekin eftir símtal á milli forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. Ákvörðunin hefur víða verið gagnrýnd, ekki síst vegna þeirrar samvinnu sem átti sér stað á milli hersveita Bandaríkjanna og Kúrda í stríðinu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Hersveitir Tyrkja hafa á undanförnum dögum unnið land í norðanverðu Sýrlandi þar á meðal fjölda þorpa. Talið er að vegna innrásarinnar hafi um 100.000 manns flúið heimili sín. Tyrklandsforseti hefur greint frá því að innrásin muni ekki stoppa fyrr en að hersveitir Kúrda dragi sig meira en 32 kílómetra frá landamærunum.
Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Sýrland: Óttast að óbreyttum borgurum og börnum sé ekki hlíft Alþjóðaráð Rauða krossins minnir á að þeir sem taka þátt í átökunum í Sýrlandi er skylt samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum að hlífa óbreyttum borgurum og öllum öðrum sem ekki taka þátt í hernaðaraðgerðum. UNICEF ítrekar kröfu um að börnum – og þeim innviðum sem þau þurfa á að halda – verði hlíft í samræmi við alþjóðalög. 11. október 2019 16:30 Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45 Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Sýrland: Óttast að óbreyttum borgurum og börnum sé ekki hlíft Alþjóðaráð Rauða krossins minnir á að þeir sem taka þátt í átökunum í Sýrlandi er skylt samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum að hlífa óbreyttum borgurum og öllum öðrum sem ekki taka þátt í hernaðaraðgerðum. UNICEF ítrekar kröfu um að börnum – og þeim innviðum sem þau þurfa á að halda – verði hlíft í samræmi við alþjóðalög. 11. október 2019 16:30
Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45
Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent