Hinn handtekni reyndist ekki vera morðinginn Sylvía Hall skrifar 12. október 2019 18:54 Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur Xavier Dupont de Ligonnès árið 2011 Vísir/AFP Maðurinn sem handtekinn var á Glasgow-flugvelli, grunaður um að vera hinn eftirlýsti Xavier Dupont de Ligonnès, reyndist vera saklaus portúgalskur ferðamaður. Bresk lögregluyfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir atvikið en maðurinn var handtekinn við lendingu. Alþjóðleg handtökuskipun á hendur Ligonnès hefur verið í gildi frá árinu 2011 eftir að eiginkona hans og fjögur börn fundust skotin til bana og grafin í garði fjölskyldunnar í úthverfi Nantes. Síðan þá hafa yfirvöld leitað að Ligonnès með litlum árangri.Sjá einnig: Maður sem myrti fjölskyldu sína fannst á flugvelli eftir átta ára leit Í gær bárust fregnir af því að Ligonnès hefði verið handtekinn við komuna til Glasgow og með fingrafaraskoðun hefði verið staðfest að réttur maður væri í haldi. Í raun var þarna á ferð inn portúgalski Guy Joao sem búsettur er í Frakklandi en Joao dvaldi í haldi lögreglu yfir nótt. Skoska lögreglan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að manninum hafi verið sleppt úr haldi. Ítarlegri rannsóknir á borð við DNA-próf staðfestu að maðurinn væri ekki hinn eftirlýsti Ligonnès. Fregnir af handtöku Ligonnès komu fyrst fram hjá Le Parisien á föstudagskvöld og birtist skömmu seinna á fréttamiðlinum Agence France-Presse sem hafði fengið staðfest frá fjórum heimildarmönnum innan lögreglunnar að Ligonnès væri í haldi. Le Parisen segist hafa treyst heimildarmönnum sínum og kennir bresku lögreglunni um „farsakenndan misskilning“. Það er því ljóst að átta ára leit að Ligonnès er hvergi nærri lokið en hann hvarf nánast sporlaust eftir að fjölskylda hans fannst myrt. Eiginkona Xavier, Agnès Dupont de Ligonnès, var 48 ára þegar hún var myrt og börnin Arthur, Thomas, Anne og Benoît tuttugu, átján, sextán og þrettán ára. Frakkland Skotland Tengdar fréttir Húsleit í frönsku klaustri vegna leitar að grunuðum fjöldamorðingja Lögregla í Frakklandi hefur gert húsleit í klaustri í Roquebrune-sur-Argens vegna leitar að hinum fimmtuga Xavier Dupont de Ligonnès sem grunaður er um að hafa myrt fjölskyldu sína árið 2011. 9. janúar 2018 10:19 Maður sem myrti fjölskyldu sína fannst á flugvelli eftir átta ára leit Xavier Dupont de Legonnès hefur verið eftirlýstur frá árinu 2011. 12. október 2019 07:56 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Maðurinn sem handtekinn var á Glasgow-flugvelli, grunaður um að vera hinn eftirlýsti Xavier Dupont de Ligonnès, reyndist vera saklaus portúgalskur ferðamaður. Bresk lögregluyfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir atvikið en maðurinn var handtekinn við lendingu. Alþjóðleg handtökuskipun á hendur Ligonnès hefur verið í gildi frá árinu 2011 eftir að eiginkona hans og fjögur börn fundust skotin til bana og grafin í garði fjölskyldunnar í úthverfi Nantes. Síðan þá hafa yfirvöld leitað að Ligonnès með litlum árangri.Sjá einnig: Maður sem myrti fjölskyldu sína fannst á flugvelli eftir átta ára leit Í gær bárust fregnir af því að Ligonnès hefði verið handtekinn við komuna til Glasgow og með fingrafaraskoðun hefði verið staðfest að réttur maður væri í haldi. Í raun var þarna á ferð inn portúgalski Guy Joao sem búsettur er í Frakklandi en Joao dvaldi í haldi lögreglu yfir nótt. Skoska lögreglan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að manninum hafi verið sleppt úr haldi. Ítarlegri rannsóknir á borð við DNA-próf staðfestu að maðurinn væri ekki hinn eftirlýsti Ligonnès. Fregnir af handtöku Ligonnès komu fyrst fram hjá Le Parisien á föstudagskvöld og birtist skömmu seinna á fréttamiðlinum Agence France-Presse sem hafði fengið staðfest frá fjórum heimildarmönnum innan lögreglunnar að Ligonnès væri í haldi. Le Parisen segist hafa treyst heimildarmönnum sínum og kennir bresku lögreglunni um „farsakenndan misskilning“. Það er því ljóst að átta ára leit að Ligonnès er hvergi nærri lokið en hann hvarf nánast sporlaust eftir að fjölskylda hans fannst myrt. Eiginkona Xavier, Agnès Dupont de Ligonnès, var 48 ára þegar hún var myrt og börnin Arthur, Thomas, Anne og Benoît tuttugu, átján, sextán og þrettán ára.
Frakkland Skotland Tengdar fréttir Húsleit í frönsku klaustri vegna leitar að grunuðum fjöldamorðingja Lögregla í Frakklandi hefur gert húsleit í klaustri í Roquebrune-sur-Argens vegna leitar að hinum fimmtuga Xavier Dupont de Ligonnès sem grunaður er um að hafa myrt fjölskyldu sína árið 2011. 9. janúar 2018 10:19 Maður sem myrti fjölskyldu sína fannst á flugvelli eftir átta ára leit Xavier Dupont de Legonnès hefur verið eftirlýstur frá árinu 2011. 12. október 2019 07:56 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Húsleit í frönsku klaustri vegna leitar að grunuðum fjöldamorðingja Lögregla í Frakklandi hefur gert húsleit í klaustri í Roquebrune-sur-Argens vegna leitar að hinum fimmtuga Xavier Dupont de Ligonnès sem grunaður er um að hafa myrt fjölskyldu sína árið 2011. 9. janúar 2018 10:19
Maður sem myrti fjölskyldu sína fannst á flugvelli eftir átta ára leit Xavier Dupont de Legonnès hefur verið eftirlýstur frá árinu 2011. 12. október 2019 07:56