Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Andri Eysteinsson skrifar 12. október 2019 16:45 Frá Ras al-Ayn í vikunni Getty/Anadolu Agency Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn. Innrásin og framganga Tyrkja hefur verið harðlega gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu en enn er baráttuhugur í tyrkneskum stjórnvöldum og heldur innrásin því áfram. AP greinir frá. Varnarmálaráðuneyti Tyrkja greindi frá því á opinberum Twitter-aðgangi sínum að miðborg Ras al-Ayn væri komin undir tyrknesk yfirráð í vel heppnuðum aðgerðum Tyrkja austur af ánni Efrat. Yfirlýst markmið tyrkneskra yfirvalda með innrásinni, sem kölluð er Vor Friðar (e. Peace spring), er að koma í veg fyrir griðasvæði hryðjuverkamanna nærri suðurlandamærum Tyrklands. Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan staðfesti að árásir beindust gegn hryðjuverkamönnum Kúrda og liðsmönnum ISIS.Arababandalagið fordæmir innrásina Nokkrum dögum áður hafði Donald Trump, Bandaríkjaforseti tilkynnt að Bandaríkjaher myndi draga sig frá norðanverðu Sýrlandi, var ákvörðunin tekin eftir símtal á milli forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. Ákvörðunin hefur víða verið gagnrýnd, ekki síst vegna þeirrar samvinnu sem átti sér stað á milli hersveita Bandaríkjanna og Kúrda í stríðinu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Hersveitir Tyrkja hafa á undanförnum dögum unnið land í norðanverðu Sýrlandi þar á meðal fjölda þorpa. Talið er að vegna innrásarinnar hafi um 100.000 manns flúið heimili sín. Tyrklandsforseti hefur greint frá því að innrásin muni ekki stoppa fyrr en að hersveitir Kúrda dragi sig meira en 32 kílómetra frá landamærunum. Þá hafa tyrkneskar hersveitir einnig náð mikilvægum samgönguleiðum í norðanverðu Sýrlandi á sitt vald. Vegirnir sem Tyrkir náðu á sitt vald tengja bæina Manbuj og Qamishli og þá var einnig lokað á milli Hassakeh og Aleppo. Á fundi sínum í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, fordæmdi Arababandalagið, bandalag 22 þjóða, innrásina í Sýrland. Bandalagið kallaði eftir viðurlögum gegn Tyrkjum frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00 Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn. Innrásin og framganga Tyrkja hefur verið harðlega gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu en enn er baráttuhugur í tyrkneskum stjórnvöldum og heldur innrásin því áfram. AP greinir frá. Varnarmálaráðuneyti Tyrkja greindi frá því á opinberum Twitter-aðgangi sínum að miðborg Ras al-Ayn væri komin undir tyrknesk yfirráð í vel heppnuðum aðgerðum Tyrkja austur af ánni Efrat. Yfirlýst markmið tyrkneskra yfirvalda með innrásinni, sem kölluð er Vor Friðar (e. Peace spring), er að koma í veg fyrir griðasvæði hryðjuverkamanna nærri suðurlandamærum Tyrklands. Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan staðfesti að árásir beindust gegn hryðjuverkamönnum Kúrda og liðsmönnum ISIS.Arababandalagið fordæmir innrásina Nokkrum dögum áður hafði Donald Trump, Bandaríkjaforseti tilkynnt að Bandaríkjaher myndi draga sig frá norðanverðu Sýrlandi, var ákvörðunin tekin eftir símtal á milli forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. Ákvörðunin hefur víða verið gagnrýnd, ekki síst vegna þeirrar samvinnu sem átti sér stað á milli hersveita Bandaríkjanna og Kúrda í stríðinu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Hersveitir Tyrkja hafa á undanförnum dögum unnið land í norðanverðu Sýrlandi þar á meðal fjölda þorpa. Talið er að vegna innrásarinnar hafi um 100.000 manns flúið heimili sín. Tyrklandsforseti hefur greint frá því að innrásin muni ekki stoppa fyrr en að hersveitir Kúrda dragi sig meira en 32 kílómetra frá landamærunum. Þá hafa tyrkneskar hersveitir einnig náð mikilvægum samgönguleiðum í norðanverðu Sýrlandi á sitt vald. Vegirnir sem Tyrkir náðu á sitt vald tengja bæina Manbuj og Qamishli og þá var einnig lokað á milli Hassakeh og Aleppo. Á fundi sínum í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, fordæmdi Arababandalagið, bandalag 22 þjóða, innrásina í Sýrland. Bandalagið kallaði eftir viðurlögum gegn Tyrkjum frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00 Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38
Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00
Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45