Maxarnir tóku stóran sveig framhjá loftrýmum Bretlands og Frakklands Kristján Már Unnarsson skrifar 12. október 2019 16:45 Horft út um glugga MAX-vélarinnar Búlandstinds, TF-ICO, í ferjufluginu í gær. Glöggir flugáhugamenn greina að flapsar framan á vængnum eru úti. Mynd/Áhöfn TF-ICO. Boeing MAX-þoturnar tvær frá Icelandair, sem ferjaðar voru milli Íslands og Spánar í gær, fóru ekki stystu leið milli áfangastaðanna heldur tóku stóran sveig út á Atlantshaf á leggnum milli Írlands og Spánar. Flugleið MAX-véla Icelandair í gær.Mynd/Af Flightradar24Flugsíðan Simple Flying, sem fylgdist með fluginu, sagði að svo virtist sem vélarnar væru að forðast loftrými Bretlands og Frakklands. Það voru þó einungis frönsk flugmálayfirvöld sem ekki leyfðu yfirflug. Ferjuflugið til Katalóníu gekk að óskum og lenti fyrri vélin um fimmleytið síðdegis en sú seinni klukkan rúmlega sjö í gærkvöldi. Búist er við að Icelandair ferji næstu MAX-vél um miðja næstu viku. „Þetta gekk allt eins og til var ætlast, og engar bilanir og ekkert óvænt sem kom upp á,“ sagði Þórarinn Hjálmarsson flugstjóri og flotastjóri MAX-véla Icelandair, í samtali við Vísi í dag, en vélarnar flugu inn yfir meginlandið á norðvesturhorni Spánar. Icelandair hafði upphaflega valið Toulouse í Suður-Frakklandi sem vetrargeymslu fyrir MAX-vélarnar. Til stóð að hefja ferjuflugið í síðustu viku og var fyrsta flug ráðgert þriðjudaginn 1. október. Daginn áður töldu Icelandair-menn sig vera komna með grænt ljós á flugið þegar kom krafa frá Frökkum um að þotunum yrði ekki flogið yfir þéttbýlissvæði. Flugstjórarnir Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson flugu Mývatni, TF-ICN, í gær.Vísir/kmuÞegar flugstjórinn Þórarinn Hjálmarsson var spurður fyrir brottför í gærmorgun hversvegna hætt hefði verið við Frakkland svaraði hann: „Það er bara út af leyfismálum og öðru slíku. Það eru kannski ekkert allir sem vilja fá vélarnar inn til sín og Frakkarnir eru þar á meðal. Kannski er það bara út af Airbus, - ég veit það ekki,“ sagði Þórarinn í fréttum Stöðvar 2, en höfuðstöðvar Airbus eru einmitt í borginni Toulouse. Sjá frétt Stöðvar 2: MAX-vél Icelandair flýgur í fyrsta sinn frá því í marsFlugstjórarnir Kári Kárason og Franz Ploder flugu Búlandstindi, TF-ICO.Flug MAX-vélanna sætti fleiri takmörkunum. Aðeins reyndustu flugstjórar máttu fljúga þeim og einungis tveir um borð. Þá þurftu vélarnar að fljúga með vængbörð úti, á fyrsta þrepi. Þetta takmarkaði flughæð við 20.000 fet og flughraða við 240 hnúta, eða um 450 kílómetra hraða á klukkustund, sem þýddi meiri eldsneytiseyðslu og kallaði á millilendingu á Shannon-flugvelli á Írlandi. Flugsíðan Simple Flying sagði báðar MAX-vélarnar í gær hafa flogið í 19.000 feta hæð og verið á um 270 hnúta hraða, eða 310 mílna hraða á klukkustund. Undir eðlilegum kringumstæðum flygju þessar þotur í 35.000 feta hæð og á flughraða í kringum 450 hnúta.MAX-þotan Mývatn í flugtaksbruninu á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun.Vísir/KMU.Flugvélarnar sem ferjaðar voru í gær, TF-ICN Mývatn og TF-ICO Búlandstindur, voru báðar að fara í sitt fyrsta flug eftir að Icelandair hafði fengið þær frá Boeing-verksmiðjunum í vor og flogið þeim til Íslands. Hvorug vélin hefur flogið með farþega. Þær voru kyrrsettar þann 12. mars, fyrir sléttum sjö mánuðum. Fjórir þjálfunarflugstjórar Icelandair fljúga öllum vélunum, þeir Þórarinn Hjálmarsson, Guðjón S. Guðmundsson, Kári Kárason og Franz Ploder. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi um flug MAX-vélanna með viðtali við flugstjórann: Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Brottför MAX frestast vegna viðbótarkröfu frá Frökkum Brottför fyrstu Boeing 737 MAX-þotu Icelandair til Frakklands, sem stefnt hafði verið að í dag, frestaðist óvænt í gærkvöldi. Ástæðan er skilyrði sem frönsk flugmálayfirvöld settu. 1. október 2019 12:12 Icelandair frestar endurskoðun flotastefnu vegna MAX-óvissu Bogi Nils Bogason forstjóri segir fjárhagsstöðu Icelandair það sterka að félagið muni komast leikandi í gegnum kyrrsetningu Boeing 737 MAX-vélanna. 20. september 2019 20:00 Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 13:34 Dráttur á notkun MAX-véla Icelandair helsta ástæða meiri svartsýni en áður Tafir sem orðið hafa á því að Icelandair geti tekið Boeing 737 MAX þoturnar eru stærsta ástæða þess að Seðlabankinn er svartsýnni á það en áður hversu hratt ferðaþjónustan muni vinda ofan af áföllum sem yfir hana dunið að undanförnu. 28. ágúst 2019 12:15 Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. 28. september 2019 21:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Boeing MAX-þoturnar tvær frá Icelandair, sem ferjaðar voru milli Íslands og Spánar í gær, fóru ekki stystu leið milli áfangastaðanna heldur tóku stóran sveig út á Atlantshaf á leggnum milli Írlands og Spánar. Flugleið MAX-véla Icelandair í gær.Mynd/Af Flightradar24Flugsíðan Simple Flying, sem fylgdist með fluginu, sagði að svo virtist sem vélarnar væru að forðast loftrými Bretlands og Frakklands. Það voru þó einungis frönsk flugmálayfirvöld sem ekki leyfðu yfirflug. Ferjuflugið til Katalóníu gekk að óskum og lenti fyrri vélin um fimmleytið síðdegis en sú seinni klukkan rúmlega sjö í gærkvöldi. Búist er við að Icelandair ferji næstu MAX-vél um miðja næstu viku. „Þetta gekk allt eins og til var ætlast, og engar bilanir og ekkert óvænt sem kom upp á,“ sagði Þórarinn Hjálmarsson flugstjóri og flotastjóri MAX-véla Icelandair, í samtali við Vísi í dag, en vélarnar flugu inn yfir meginlandið á norðvesturhorni Spánar. Icelandair hafði upphaflega valið Toulouse í Suður-Frakklandi sem vetrargeymslu fyrir MAX-vélarnar. Til stóð að hefja ferjuflugið í síðustu viku og var fyrsta flug ráðgert þriðjudaginn 1. október. Daginn áður töldu Icelandair-menn sig vera komna með grænt ljós á flugið þegar kom krafa frá Frökkum um að þotunum yrði ekki flogið yfir þéttbýlissvæði. Flugstjórarnir Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson flugu Mývatni, TF-ICN, í gær.Vísir/kmuÞegar flugstjórinn Þórarinn Hjálmarsson var spurður fyrir brottför í gærmorgun hversvegna hætt hefði verið við Frakkland svaraði hann: „Það er bara út af leyfismálum og öðru slíku. Það eru kannski ekkert allir sem vilja fá vélarnar inn til sín og Frakkarnir eru þar á meðal. Kannski er það bara út af Airbus, - ég veit það ekki,“ sagði Þórarinn í fréttum Stöðvar 2, en höfuðstöðvar Airbus eru einmitt í borginni Toulouse. Sjá frétt Stöðvar 2: MAX-vél Icelandair flýgur í fyrsta sinn frá því í marsFlugstjórarnir Kári Kárason og Franz Ploder flugu Búlandstindi, TF-ICO.Flug MAX-vélanna sætti fleiri takmörkunum. Aðeins reyndustu flugstjórar máttu fljúga þeim og einungis tveir um borð. Þá þurftu vélarnar að fljúga með vængbörð úti, á fyrsta þrepi. Þetta takmarkaði flughæð við 20.000 fet og flughraða við 240 hnúta, eða um 450 kílómetra hraða á klukkustund, sem þýddi meiri eldsneytiseyðslu og kallaði á millilendingu á Shannon-flugvelli á Írlandi. Flugsíðan Simple Flying sagði báðar MAX-vélarnar í gær hafa flogið í 19.000 feta hæð og verið á um 270 hnúta hraða, eða 310 mílna hraða á klukkustund. Undir eðlilegum kringumstæðum flygju þessar þotur í 35.000 feta hæð og á flughraða í kringum 450 hnúta.MAX-þotan Mývatn í flugtaksbruninu á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun.Vísir/KMU.Flugvélarnar sem ferjaðar voru í gær, TF-ICN Mývatn og TF-ICO Búlandstindur, voru báðar að fara í sitt fyrsta flug eftir að Icelandair hafði fengið þær frá Boeing-verksmiðjunum í vor og flogið þeim til Íslands. Hvorug vélin hefur flogið með farþega. Þær voru kyrrsettar þann 12. mars, fyrir sléttum sjö mánuðum. Fjórir þjálfunarflugstjórar Icelandair fljúga öllum vélunum, þeir Þórarinn Hjálmarsson, Guðjón S. Guðmundsson, Kári Kárason og Franz Ploder. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi um flug MAX-vélanna með viðtali við flugstjórann:
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Brottför MAX frestast vegna viðbótarkröfu frá Frökkum Brottför fyrstu Boeing 737 MAX-þotu Icelandair til Frakklands, sem stefnt hafði verið að í dag, frestaðist óvænt í gærkvöldi. Ástæðan er skilyrði sem frönsk flugmálayfirvöld settu. 1. október 2019 12:12 Icelandair frestar endurskoðun flotastefnu vegna MAX-óvissu Bogi Nils Bogason forstjóri segir fjárhagsstöðu Icelandair það sterka að félagið muni komast leikandi í gegnum kyrrsetningu Boeing 737 MAX-vélanna. 20. september 2019 20:00 Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 13:34 Dráttur á notkun MAX-véla Icelandair helsta ástæða meiri svartsýni en áður Tafir sem orðið hafa á því að Icelandair geti tekið Boeing 737 MAX þoturnar eru stærsta ástæða þess að Seðlabankinn er svartsýnni á það en áður hversu hratt ferðaþjónustan muni vinda ofan af áföllum sem yfir hana dunið að undanförnu. 28. ágúst 2019 12:15 Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. 28. september 2019 21:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00
Brottför MAX frestast vegna viðbótarkröfu frá Frökkum Brottför fyrstu Boeing 737 MAX-þotu Icelandair til Frakklands, sem stefnt hafði verið að í dag, frestaðist óvænt í gærkvöldi. Ástæðan er skilyrði sem frönsk flugmálayfirvöld settu. 1. október 2019 12:12
Icelandair frestar endurskoðun flotastefnu vegna MAX-óvissu Bogi Nils Bogason forstjóri segir fjárhagsstöðu Icelandair það sterka að félagið muni komast leikandi í gegnum kyrrsetningu Boeing 737 MAX-vélanna. 20. september 2019 20:00
Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 13:34
Dráttur á notkun MAX-véla Icelandair helsta ástæða meiri svartsýni en áður Tafir sem orðið hafa á því að Icelandair geti tekið Boeing 737 MAX þoturnar eru stærsta ástæða þess að Seðlabankinn er svartsýnni á það en áður hversu hratt ferðaþjónustan muni vinda ofan af áföllum sem yfir hana dunið að undanförnu. 28. ágúst 2019 12:15
Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. 28. september 2019 21:00