Hannes Þór: Eigum að vinna Andorra þrátt fyrir öll meiðslin Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 12. október 2019 12:00 Hannes eftir leikinn í gærkvöldi Vísir/Vilhelm Hannes Halldórsson var góður í marki Íslands gegn Frökkum í gærkvöldi og greip oft vel inn í þegar Frakkar gerðu atlögu að marki Íslendinga. „Ég er sáttur með frammistöðuna en grútsvekktur með úrslitin,“ sagði Hannes í viðtali við blaðamann Vísis eftir leikinn í gærkvöldi. Hann sagði vörnina hafa haldið vel í leiknum. „Mér fannst það, sérstaklega fram að vítaspyrnunni. Þeir fá engin færi í fyrri hálfleik og ekki fram að vítinu. Mér fannst þessi leikur vera að þróast eins og þessir þegar við höfum verið að sigra þessar stóru þjóðir á heimavelli.“ „Við vorum ekki að gefa nein færi á okkur og það var góður kraftur í okkur og neisti. Þó við værum ekki að skapa mikið þá fengum við sénsa og hálfsénsa og áttum skot í fyrri hálfleik og hornspyrnur sem við hefðum mátt nýta betur. Svo fengu þeir þetta víti og hlutirnir verða aðeins að falla með okkur ef við ætlum að vinna heimsmeistarana. Því miður gerðu þeir það ekki. Við vorum nálægt því að fá eitthvað út úr þessu.“ Hannesi fannst, eins og mörgum leikmönnum Íslands, vítaspyrnudómurinn vera ódýr. „Það var snerting, ég heyrði að það var snerting en ég var að vona að hann myndi láta þetta sleppa. Hann dettur mjög seint. Mér fannst þetta ódýrt en kannski réttmætt, ég veit það ekki.“ Sóknarlega sköpuðu íslensku leikmennirnir ekki mikið gegn þéttu frönsku liði. „Við reyndum okkar besta á móti frábærum varnarmönnum. Strákarnir töluðu um það inni í klefa að þeir gerðu vel í að trufla sóknarmennina okkar, koma sér fyrir allt og koma í veg fyrir að klafsið okkar yrði að einhverjum færum.“ „Mér fannst við hefðum mátt gera aðeins betur í föstum leikatriðum, vera hvassari í spyrnunum og í þessu fáu augnablikum sem við fáum. Við verðum að nýta það gegn Frökkum.“ Tveir leikmenn íslenska liðsins fóru af velli vegna meiðsla í kvöld auk þess sem Aron Einar Gunnarsson fyrirliði er meiddur og frá í nokkurn tíma. „Við megum ekki við miklum skakkaföllum, við erum búnir að missa fyrirliðann og Jóa (Berg Guðmundsson) og Rúnar Má núna. Það er ekki gott en þetta fylgir fótbolta og við verðum að bregðast við því. Við eigum að vinna Andorra þrátt fyrir það.“ Íslenska liðið á enn möguleika í riðlinum en verða að treysta á önnur úrslit svo það geti orðið að veruleika. „Við erum búnir að horfa á þessa stöðu í svolítinn tíma, að það væri líklegast að þetta myndi þróast þannig að ef Frakkarnir vinna sinn leik gegn Tyrkjum þá búum við til úrslitaleik í Tyrklandi með því að vinna Andorra og ég held að það fari þannig.“ „Það er bara að vinna á mánudag og gíra okkur svo í svakalegan slag í nóvember. Við höfum unnið þar áður og nokkrum sinnum á síðustu árum. Við getum tekið þá og höfum fulla trú á því og ætlum að klára þetta.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Frakkland 0-1 | Strákarnir áttu meira skilið Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
Hannes Halldórsson var góður í marki Íslands gegn Frökkum í gærkvöldi og greip oft vel inn í þegar Frakkar gerðu atlögu að marki Íslendinga. „Ég er sáttur með frammistöðuna en grútsvekktur með úrslitin,“ sagði Hannes í viðtali við blaðamann Vísis eftir leikinn í gærkvöldi. Hann sagði vörnina hafa haldið vel í leiknum. „Mér fannst það, sérstaklega fram að vítaspyrnunni. Þeir fá engin færi í fyrri hálfleik og ekki fram að vítinu. Mér fannst þessi leikur vera að þróast eins og þessir þegar við höfum verið að sigra þessar stóru þjóðir á heimavelli.“ „Við vorum ekki að gefa nein færi á okkur og það var góður kraftur í okkur og neisti. Þó við værum ekki að skapa mikið þá fengum við sénsa og hálfsénsa og áttum skot í fyrri hálfleik og hornspyrnur sem við hefðum mátt nýta betur. Svo fengu þeir þetta víti og hlutirnir verða aðeins að falla með okkur ef við ætlum að vinna heimsmeistarana. Því miður gerðu þeir það ekki. Við vorum nálægt því að fá eitthvað út úr þessu.“ Hannesi fannst, eins og mörgum leikmönnum Íslands, vítaspyrnudómurinn vera ódýr. „Það var snerting, ég heyrði að það var snerting en ég var að vona að hann myndi láta þetta sleppa. Hann dettur mjög seint. Mér fannst þetta ódýrt en kannski réttmætt, ég veit það ekki.“ Sóknarlega sköpuðu íslensku leikmennirnir ekki mikið gegn þéttu frönsku liði. „Við reyndum okkar besta á móti frábærum varnarmönnum. Strákarnir töluðu um það inni í klefa að þeir gerðu vel í að trufla sóknarmennina okkar, koma sér fyrir allt og koma í veg fyrir að klafsið okkar yrði að einhverjum færum.“ „Mér fannst við hefðum mátt gera aðeins betur í föstum leikatriðum, vera hvassari í spyrnunum og í þessu fáu augnablikum sem við fáum. Við verðum að nýta það gegn Frökkum.“ Tveir leikmenn íslenska liðsins fóru af velli vegna meiðsla í kvöld auk þess sem Aron Einar Gunnarsson fyrirliði er meiddur og frá í nokkurn tíma. „Við megum ekki við miklum skakkaföllum, við erum búnir að missa fyrirliðann og Jóa (Berg Guðmundsson) og Rúnar Má núna. Það er ekki gott en þetta fylgir fótbolta og við verðum að bregðast við því. Við eigum að vinna Andorra þrátt fyrir það.“ Íslenska liðið á enn möguleika í riðlinum en verða að treysta á önnur úrslit svo það geti orðið að veruleika. „Við erum búnir að horfa á þessa stöðu í svolítinn tíma, að það væri líklegast að þetta myndi þróast þannig að ef Frakkarnir vinna sinn leik gegn Tyrkjum þá búum við til úrslitaleik í Tyrklandi með því að vinna Andorra og ég held að það fari þannig.“ „Það er bara að vinna á mánudag og gíra okkur svo í svakalegan slag í nóvember. Við höfum unnið þar áður og nokkrum sinnum á síðustu árum. Við getum tekið þá og höfum fulla trú á því og ætlum að klára þetta.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Frakkland 0-1 | Strákarnir áttu meira skilið Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 0-1 | Strákarnir áttu meira skilið Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30