Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Kristján Már Unnarsson skrifar 11. október 2019 21:00 Boeing MAX-vél Icelandair tekst á loft frá Keflavíkurflugvelli í morgun í fyrsta sinn í sjö mánuði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. Sjá mátti brottför þeirra frá Keflavíkurflugvelli og viðtal við flugstjórann í fréttum Stöðvar 2. Þær hafa staðið kyrrsettar frá 12. mars, en núna var loksins komið að því að þær hreyfðust á ný. Vélin Mývatn, TF-ICN, ein sex MAX-véla félagsins sem staðsettar voru í Keflavík, fékk það hlutverk að verða fyrst í loftið en henni hefur aldrei verið flogið með farþega frá því hún kom úr verksmiðjunni fyrr á árinu.Flugstjórarnir Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson sestir undir stýri á TF-ICN.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flugstjórarnir Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson voru að undirbúa brottför þegar við hittum þá í flugstjórnarklefanum og ekki var að heyra að það vottaði fyrir neinum kvíða; þvert á móti vonast Þórarinn til að kyrrsetningunni verði aflétt sem allra fyrst. -Þið viljið fá að taka þær í notkun? „Alveg bara, eins og skot. Um leið og þær eru búnar að fara í gegnum þessar breytingar sem Boeing er að gera, - um leið og það er klárt, - þá er ekkert að vanbúnaði. Og ég get fullvissað alla um það að þetta verða öruggustu flugvélar sem hafa verið smíðaðar þegar þær fara síðan í loftið."Max-vélin Mývatn á akstursbraut á leið til flugtaks í morgun.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Og ég get líka sagt það, ef ég væri að fljúga sem farþegi, þá myndi ég helst vilja fljúga með MAX vegna þess bara að ég veit hversu frábær og örugg flugvél þetta er,“ segir flugstjórinn. Meðan Mývatni er ekið í átt að flugtaksstöðu er verið að undirbúa næstu vél, Búlandstind, til brottfarar en henni fljúga flugstjórarnir Kári Kárason og Franz Ploder. Skjáskot af Flightradar24 skömmu eftir lendingu TF-ICO á flugvellinum í Lleida norðvestan Barcelona í kvöld.Upphaflega stóð til að ferja MAX-flota Icelandair til Toulous í Frakklandi en niðurstaðan er að vélarnar fari til Spánar. -Hversvegna þessi breyting? „Það er bara út af leyfismálum og öðru slíku. Það eru kannski ekkert allir sem vilja fá vélarnar inn til sín og Frakkarnir eru þar á meðal. Kannski er það bara út af Airbus, - ég veit það ekki,“ svarar Þórarinn, sem jafnframt er flotastjóri MAX-véla Icelandair. Þotan er komin á fulla ferð og brátt verðum við vitni að fyrsta flugtaki MAX-vélar Icelandair í sjö mánuði. Þetta er þó aðeins ferjuflug, háð ströngum skilyrðum, með flugmennina eina um borð, í því skyni að forða þeim í skjól frá íslenskum vetri en Icelandair gerir enn ráð fyrir að þær verði komnar í farþegaflug í janúar. Flugið til Spánar, með millilendingu í Shannon á Írlandi, gekk að óskum, og lenti seinni vélin, Búlandstindur, á flugvellinum við borgina Lleida í Katalóníu klukkan 19.15 í kvöld að íslenskum tíma. Fyrri vélin, Mývatn, lenti um tveimur tímum fyrr. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, kvaðst hafa fengið þau skilaboð frá Þórarni flugstjóra að flugið hefði gengið mjög vel. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 13:34 Fyrsta Boeing Max-vélin flogin til Spánar Áætlað er að ferjuflug Boeing 737 MAX-vélar Icelandair hefjist núna klukkan níu. Fyrsta vélin tekur þá á loft frá Keflavíkurflugvelli og verður henni flogið til Spánar. 11. október 2019 08:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. Sjá mátti brottför þeirra frá Keflavíkurflugvelli og viðtal við flugstjórann í fréttum Stöðvar 2. Þær hafa staðið kyrrsettar frá 12. mars, en núna var loksins komið að því að þær hreyfðust á ný. Vélin Mývatn, TF-ICN, ein sex MAX-véla félagsins sem staðsettar voru í Keflavík, fékk það hlutverk að verða fyrst í loftið en henni hefur aldrei verið flogið með farþega frá því hún kom úr verksmiðjunni fyrr á árinu.Flugstjórarnir Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson sestir undir stýri á TF-ICN.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flugstjórarnir Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson voru að undirbúa brottför þegar við hittum þá í flugstjórnarklefanum og ekki var að heyra að það vottaði fyrir neinum kvíða; þvert á móti vonast Þórarinn til að kyrrsetningunni verði aflétt sem allra fyrst. -Þið viljið fá að taka þær í notkun? „Alveg bara, eins og skot. Um leið og þær eru búnar að fara í gegnum þessar breytingar sem Boeing er að gera, - um leið og það er klárt, - þá er ekkert að vanbúnaði. Og ég get fullvissað alla um það að þetta verða öruggustu flugvélar sem hafa verið smíðaðar þegar þær fara síðan í loftið."Max-vélin Mývatn á akstursbraut á leið til flugtaks í morgun.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Og ég get líka sagt það, ef ég væri að fljúga sem farþegi, þá myndi ég helst vilja fljúga með MAX vegna þess bara að ég veit hversu frábær og örugg flugvél þetta er,“ segir flugstjórinn. Meðan Mývatni er ekið í átt að flugtaksstöðu er verið að undirbúa næstu vél, Búlandstind, til brottfarar en henni fljúga flugstjórarnir Kári Kárason og Franz Ploder. Skjáskot af Flightradar24 skömmu eftir lendingu TF-ICO á flugvellinum í Lleida norðvestan Barcelona í kvöld.Upphaflega stóð til að ferja MAX-flota Icelandair til Toulous í Frakklandi en niðurstaðan er að vélarnar fari til Spánar. -Hversvegna þessi breyting? „Það er bara út af leyfismálum og öðru slíku. Það eru kannski ekkert allir sem vilja fá vélarnar inn til sín og Frakkarnir eru þar á meðal. Kannski er það bara út af Airbus, - ég veit það ekki,“ svarar Þórarinn, sem jafnframt er flotastjóri MAX-véla Icelandair. Þotan er komin á fulla ferð og brátt verðum við vitni að fyrsta flugtaki MAX-vélar Icelandair í sjö mánuði. Þetta er þó aðeins ferjuflug, háð ströngum skilyrðum, með flugmennina eina um borð, í því skyni að forða þeim í skjól frá íslenskum vetri en Icelandair gerir enn ráð fyrir að þær verði komnar í farþegaflug í janúar. Flugið til Spánar, með millilendingu í Shannon á Írlandi, gekk að óskum, og lenti seinni vélin, Búlandstindur, á flugvellinum við borgina Lleida í Katalóníu klukkan 19.15 í kvöld að íslenskum tíma. Fyrri vélin, Mývatn, lenti um tveimur tímum fyrr. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, kvaðst hafa fengið þau skilaboð frá Þórarni flugstjóra að flugið hefði gengið mjög vel. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 13:34 Fyrsta Boeing Max-vélin flogin til Spánar Áætlað er að ferjuflug Boeing 737 MAX-vélar Icelandair hefjist núna klukkan níu. Fyrsta vélin tekur þá á loft frá Keflavíkurflugvelli og verður henni flogið til Spánar. 11. október 2019 08:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 13:34
Fyrsta Boeing Max-vélin flogin til Spánar Áætlað er að ferjuflug Boeing 737 MAX-vélar Icelandair hefjist núna klukkan níu. Fyrsta vélin tekur þá á loft frá Keflavíkurflugvelli og verður henni flogið til Spánar. 11. október 2019 08:00