Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Kristján Már Unnarsson skrifar 11. október 2019 13:34 Sýnt var beint frá flugtakinu á Vísi í morgun. Kvikmyndatökumaðurinn Arnar Halldórsson sést hér mynda vélina í flugtaksbruninu en myndskeið hans má sjá hér fyrir neðan. Meira verður sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir/KMU. Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft.Sjá einnig frétt Stöðvar 2: MAX-vél Icelandair flýgur í fyrsta sinn frá því í mars Tilgangurinn er að forða þeim frá íslenskum vetrarveðrum og ferja þær til geymslu í hentugra loftslagi þar til flugmálayfirvöld aflétta kyrrsetningunni.MAX-þotan Mývatn í flugtaksbruninu í morgun.Vísir/KMU.Fyrri vélin, sem ber heitið Mývatn, hóf sig til flugs skömmu eftir klukkan níu. Til stóð á seinni vélin, Búlandstindur, færi í loftið fimmtán mínútum síðar en brottför hennar tafðist í rúmar tvær stundir, til klukkan hálftólf. Fyrri vélin var á sama tíma komin í aðflug að Shannon-flugvelli á Írlandi þar sem hún lenti um fimmtán mínútum fyrir tólf. Þar var gert ráð fyrir 45 mínútna eldsneytisstoppi áður en för yrði haldið áfram til Lleida-flugvallar í Katalóníu, um 160 kílómetra norðvestur af Barcelona.MAX-vélarnar tvær við flugskýli Icelandair við sólarupprás í morgun. Mývatn er fjær en Búlandstindur nær.Vísir/KMU.Undir venjulegum kringumstæðum hefði ekki þurft slíka milliendingu. Flug vélanna er hins vegar háð margvíslegum takmörkunum, eins og lægri flughæð og minni flughraða en venjulega, sem eykur verulega eldsneytiseyðslu. Flugstjórarnir Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson fljúga Mývatni en Búlandstindi fljúga þeir Kári Kárason og Franz Ploder. Nánar verður fjallað um flug MAX-vélanna í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. Hér má sjá flugtak Mývatns í morgun: Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Fyrsta Boeing Max-vélin flogin til Spánar Áætlað er að ferjuflug Boeing 737 MAX-vélar Icelandair hefjist núna klukkan níu. Fyrsta vélin tekur þá á loft frá Keflavíkurflugvelli og verður henni flogið til Spánar. 11. október 2019 08:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft.Sjá einnig frétt Stöðvar 2: MAX-vél Icelandair flýgur í fyrsta sinn frá því í mars Tilgangurinn er að forða þeim frá íslenskum vetrarveðrum og ferja þær til geymslu í hentugra loftslagi þar til flugmálayfirvöld aflétta kyrrsetningunni.MAX-þotan Mývatn í flugtaksbruninu í morgun.Vísir/KMU.Fyrri vélin, sem ber heitið Mývatn, hóf sig til flugs skömmu eftir klukkan níu. Til stóð á seinni vélin, Búlandstindur, færi í loftið fimmtán mínútum síðar en brottför hennar tafðist í rúmar tvær stundir, til klukkan hálftólf. Fyrri vélin var á sama tíma komin í aðflug að Shannon-flugvelli á Írlandi þar sem hún lenti um fimmtán mínútum fyrir tólf. Þar var gert ráð fyrir 45 mínútna eldsneytisstoppi áður en för yrði haldið áfram til Lleida-flugvallar í Katalóníu, um 160 kílómetra norðvestur af Barcelona.MAX-vélarnar tvær við flugskýli Icelandair við sólarupprás í morgun. Mývatn er fjær en Búlandstindur nær.Vísir/KMU.Undir venjulegum kringumstæðum hefði ekki þurft slíka milliendingu. Flug vélanna er hins vegar háð margvíslegum takmörkunum, eins og lægri flughæð og minni flughraða en venjulega, sem eykur verulega eldsneytiseyðslu. Flugstjórarnir Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson fljúga Mývatni en Búlandstindi fljúga þeir Kári Kárason og Franz Ploder. Nánar verður fjallað um flug MAX-vélanna í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. Hér má sjá flugtak Mývatns í morgun:
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Fyrsta Boeing Max-vélin flogin til Spánar Áætlað er að ferjuflug Boeing 737 MAX-vélar Icelandair hefjist núna klukkan níu. Fyrsta vélin tekur þá á loft frá Keflavíkurflugvelli og verður henni flogið til Spánar. 11. október 2019 08:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00
Fyrsta Boeing Max-vélin flogin til Spánar Áætlað er að ferjuflug Boeing 737 MAX-vélar Icelandair hefjist núna klukkan níu. Fyrsta vélin tekur þá á loft frá Keflavíkurflugvelli og verður henni flogið til Spánar. 11. október 2019 08:00