219 einstaklingar og 85 samtök voru tilnefnd í ár.
Meðal þeirra sem talin eru líkleg til að hreppa hnossið í ár eru sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg, Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna fyrir starf sitt í tengslum við flóttamannastraum í heiminum, leiðtogar Eþíópíu og Erítreu fyrir að binda enda á margra ára deilum ríkjanna og Fréttamenn án landamæra. Þá hefur Norðurskautsráðið einnig verið nefnt til sögunnar.
Hægt er að fylgjast með útsendingunni að neðan.