Segir uppsagnir Birgis og Magnúsar nauðsynlegar Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. október 2019 13:51 Sveinn Guðmundsson, formaður SÍBS, ræddi við fréttamenn að loknum starfsmannafundi á Reykjalundi í hádeginu. Vísir/arnar Stjórn Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) taldi nauðsynlegt að ráðast í uppsagnirnar í efstu lögum Reykjalundar, sem valdið hafa ólgu í endurhæfingarstöðinni. Boðað var til starfsmannafundar á Reykjalundi í hádeginu, sem leiddi meðal annars til vantraustsyfirlýsingar á stjórn SÍBS. Sveinn Guðmundsson, formaður sambandsins, segir þrátt fyrir það að viðstöddum hafi brugðið vegna stöðunnar sem upp sé komin. „Okkur er auðvitað órótt um það að fara í þessar aðgerðir sem við fórum í en stjórnin taldi það nauðsynlegt og það raðast bara svona upp,“ segir Sveinn. Aðspurður um hvort ekki hefði verið ráðlegt að upplýsa starfsmenn um fyrirhugaðar breytingar áður en í þær var ráðist segir Sveinn: „Ekki hvernig málin þróuðust, nei.“ Á fundinum í hádeginu var farið yfir ráðningarferli nýs forstjóra og framkvæmdastjóra lækningasviðs, en það síðarnefnda er langt komið að sögn Sveins. Hann áætlar að jafnvel verði hægt að greina frá niðurstöðu þess í byrju næstu viku. Sá sem talinn er líklegastur til að hreppa stöðuna fékk „mjög góða umsögn“ frá stöðunefnd heilbrigðisráðuneytisins, að sögn Sveins. Gengið var frá starfslokasamningi við fráfarandi forstjóra, Birgi Gunnarsson, og áréttar Sveinn að hann hafi verið „mjög flottur stjórnandi.“Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, var sagt upp í gær eftir 40 ára starf.FBL/VALLISveinn segir að fleiri uppsagnir séu ekki í kortunum. Aðspurður um hvers vegna ákveðið hafi verið að segja upp forstjóranum segir Sveinn það vera trúnaðarmál. Framkvæmdastjóra lækningasviðs hafi verið sagt upp vegna aldurs, í samræmi við reglur Reykjalundar, en hann er kominn á áttræðisaldur. Á fundinum hafi starfsfólk jafnframt verið minnt á að það beri skyldur gagnvart sjúklingum sem leita þjónustu á Reykjalundi. Það sé frumskylda fundarmanna, sem Sveinn segir að hafi gert sér fulla grein fyrir því. Sjúklingum verði því sinnt í dag að sögn Sveins, en starfsmennirnir sendu þá til síns heima í morgun í aðdraganda starfsmannafundar hádegisins.Enginn ágreiningur um leigugreiðslur Reykjalundur hefur haft leigutekjur af húsnæðinu undanfarin ár sem nema um 30 milljónum króna á ári. Barátta hefur verið á milli SÍBS og Reykjalundar um hvernig skuli nýta þá peninga en Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS. Sveinn vill þó sem minnst úr þessum deilum gera. Um „eldgamalt“ mál sé að ræða sem tekið hafi verið úr öllu samhengi. Það sé þannig ekki rétt að SÍBS ætli sér að taka þessar tekjur til sín, eins og látið hafi verið í veðri vaka. „Hið rétta er að það var verið að benda á að það hvernig ætti að færa bókhaldið með þessar tekjur. Ég skil ekki hvernig þetta mál er komið upp í fjölmiðlum því það er enginn ágreiningur um peninga hvað þetta varðar,“ segir Sveinn. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Stjórn Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) taldi nauðsynlegt að ráðast í uppsagnirnar í efstu lögum Reykjalundar, sem valdið hafa ólgu í endurhæfingarstöðinni. Boðað var til starfsmannafundar á Reykjalundi í hádeginu, sem leiddi meðal annars til vantraustsyfirlýsingar á stjórn SÍBS. Sveinn Guðmundsson, formaður sambandsins, segir þrátt fyrir það að viðstöddum hafi brugðið vegna stöðunnar sem upp sé komin. „Okkur er auðvitað órótt um það að fara í þessar aðgerðir sem við fórum í en stjórnin taldi það nauðsynlegt og það raðast bara svona upp,“ segir Sveinn. Aðspurður um hvort ekki hefði verið ráðlegt að upplýsa starfsmenn um fyrirhugaðar breytingar áður en í þær var ráðist segir Sveinn: „Ekki hvernig málin þróuðust, nei.“ Á fundinum í hádeginu var farið yfir ráðningarferli nýs forstjóra og framkvæmdastjóra lækningasviðs, en það síðarnefnda er langt komið að sögn Sveins. Hann áætlar að jafnvel verði hægt að greina frá niðurstöðu þess í byrju næstu viku. Sá sem talinn er líklegastur til að hreppa stöðuna fékk „mjög góða umsögn“ frá stöðunefnd heilbrigðisráðuneytisins, að sögn Sveins. Gengið var frá starfslokasamningi við fráfarandi forstjóra, Birgi Gunnarsson, og áréttar Sveinn að hann hafi verið „mjög flottur stjórnandi.“Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, var sagt upp í gær eftir 40 ára starf.FBL/VALLISveinn segir að fleiri uppsagnir séu ekki í kortunum. Aðspurður um hvers vegna ákveðið hafi verið að segja upp forstjóranum segir Sveinn það vera trúnaðarmál. Framkvæmdastjóra lækningasviðs hafi verið sagt upp vegna aldurs, í samræmi við reglur Reykjalundar, en hann er kominn á áttræðisaldur. Á fundinum hafi starfsfólk jafnframt verið minnt á að það beri skyldur gagnvart sjúklingum sem leita þjónustu á Reykjalundi. Það sé frumskylda fundarmanna, sem Sveinn segir að hafi gert sér fulla grein fyrir því. Sjúklingum verði því sinnt í dag að sögn Sveins, en starfsmennirnir sendu þá til síns heima í morgun í aðdraganda starfsmannafundar hádegisins.Enginn ágreiningur um leigugreiðslur Reykjalundur hefur haft leigutekjur af húsnæðinu undanfarin ár sem nema um 30 milljónum króna á ári. Barátta hefur verið á milli SÍBS og Reykjalundar um hvernig skuli nýta þá peninga en Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS. Sveinn vill þó sem minnst úr þessum deilum gera. Um „eldgamalt“ mál sé að ræða sem tekið hafi verið úr öllu samhengi. Það sé þannig ekki rétt að SÍBS ætli sér að taka þessar tekjur til sín, eins og látið hafi verið í veðri vaka. „Hið rétta er að það var verið að benda á að það hvernig ætti að færa bókhaldið með þessar tekjur. Ég skil ekki hvernig þetta mál er komið upp í fjölmiðlum því það er enginn ágreiningur um peninga hvað þetta varðar,“ segir Sveinn.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira