Innlent

Rúnar sækist eftir embætti gjaldkera VG

Atli Ísleifsson skrifar
Rúnar Gíslason.
Rúnar Gíslason. Aðsend
Rúnar Gíslason, lögreglumaður á Sauðárkróki, sækist eftir því að verða næsti gjaldkera Vinstri grænna, en kosið verður um embættið á komandi landsfundi.

Í tilkynningu frá Rúnari segir hann hafi haft mikla ánægju af að starfa innan VG til þessa og trúi að hann geti komið að frekara gagni. Það sé ástæðan fyrir þessari framhleypni.

„Síðan ég gekk til liðs við Vinstrihreyfinguna - grænt framboð þá hef ég gengt embætti formanns í mínu svæðisfélagi, setið í stjórn VG á landsvísu og verið í framboði til Alþingiskosninga og sveitastjórnarkosninga ásamt því að hafa sinnt nefndarstörfum í nafni VG. Hvort það hafi verið heillaspor fyrir einhverja aðra en mig sjálfan er ekki mitt að meta, heldur legg ég það í dóm félaga minna einu sinni enn,“ segir í tilkynningunni.

Landsfundurinn fer fram um þarnæstu helgi, 18. til 20. október.


Tengdar fréttir

Una sækist eftir embætti ritara VG

Una Hildardóttir, varaþingmaður Vinstri grænna í Suðvestukjördæmi og formaður Landssamtaka ungmennafélaga, sækist eftir embætti ritara flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×