Starfsmenn lýsa yfir vantrausti á stjórn Reykjalundar Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. október 2019 12:54 Frá starfsmannafundinum á Reykjalundi í dag. Vísir/Arnar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Þeir telja stofnunina vera óstarfhæfa og ekki fullnægja lagaskilyrðum um heilbrigðisstofnanir. Í yfirlýsingu sem starfsmennirnir undirrituðu að loknum starfsmannafundi á Reykjalundi í hádeginu segjast þeir hafa miklar áhyggjur af framtíð stofnunarinnar og sjúklingum hennar. Þeir lögðu niður störf í dag og sendu sjúklinga heim vegna þessa.Í yfirlýsingunni, sem stíluð er á heilbrigðisráðherra, er atburðarás síðstu daga reifuð; forstjóra Reykjalundar var vikið úr starfi í lok september og framkvæmdastjóra lækninga í gær eftir 40 ára starf. Jafnframt er þess getið að þrátt fyrir að Reykjalundur sé í eigu SÍBS og lúti stjórn sambandsins sé stofnunin rekin á grundvelli þjónustusamnings við heilbrigðisyfirvöld og fjármögnuð með skattfé landsmanna. Því gildi lög um heilbrigðisþjónustu um starfsemi Reykjalundar, sem starfsmennirnir telja að stofnunin fullnægi ekki sem fyrr segir.Muni bitna harkalega á sjúklingum „Við lýsum vantrausti á stjórn Reykjalundar vegna hranalegar og ómanneskjulegrar framkomu sem skapar óvissu, óöryggi og vanlíðan sem gerir stofnunina í raun óstarfhæfa. Fyrirséð er að þetta muni bitna harkalega á skjólstæðingum sem þurfa á endurhæfingu á þessari stærstu endurhæfingarstofnun á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. Því fari starfsmennirnir þess á leit við heilbrigðisráðherra að hann grípi inn í stöðu mála á Reykjalundi „með hverjum þeim hætti sem hann telur sér heimilt,“ eins og það er orðað. „Við teljum þetta vera nausynlegt svo ekki hljótist varanlegur skaði af núverandi ástandi fyrir starfsemi Reykjalundar og þjónustu stofnunarinnar í þágu sjúklinga,“ segir í niðurlagi yfirlýsingarinnar sem lesa má í heild hér að neðan.Sveinn Guðmundsson, formaður SÍBS, gekk fram á hóp fréttamanna.Vísir/arnarVið undirritaður starfsmenn Reykjalundar, endurhæfingarmiðstöðvar SÍBS; lýsum yfir vantrausti á stjórn Reykjalundar.Stjórn stofnunarinnar, sem er í höndum stjórnar SÍBS, vék forstjóra fyrirvaralaust úr starfi í lok september. Í gær var framkvæmdastjóra lækninga vikið úr starfi með sama hætti. Þótt Reykjalundur sé í eigu SÍBS þá er stofnunin rekin á grundvelli þjónustusamninga við heilbrigðisyfirvöld og fjármögnuð með skattfé landsmanna. Um starfsemi Reykjalundar gilda lög um heilbrigðisþjónustu.Við teljum Reykjalund nú vera óstarfhæfur heilbrigðisstofnun sem fullnægir ekki lagaskilyrðum um heilbrigðisstofnunar.Við höfum miklar áhyggjur af framtíð stofnunarinnar og sjúklingum hennar.Við lýsum vantrausti á stjórn Reykjalundar vegna hranalegrar og ómanneskjulegrar framkomu sem skapar óvissu, óöryggi og vanlíðan sem gerir stofnunina í raun óstarfhæfa. Fyrirséð er að þetta muni bitna harkalega á skjólstæðingum sem þurfa endurhæfingu á þessari stærstu endurhæfingarstofnun á Íslandi.Við förum þess á leit að heilbrigðisráðherra grípi inn í stöðu mála á Reykjalundi með hverjum þeim hætti sem hann telur sér heimilt. Við teljum þetta vera nauðsynlegt svo ekki hljótist varanlegur skaði af núverandi ástandi fyrir starfsemi Reykjalundar og þjónustu stofnunarinnar í þágu sjúklinga. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. 10. október 2019 10:03 Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55 Prestur sat fund á Reykjalundi Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. 10. október 2019 06:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Þeir telja stofnunina vera óstarfhæfa og ekki fullnægja lagaskilyrðum um heilbrigðisstofnanir. Í yfirlýsingu sem starfsmennirnir undirrituðu að loknum starfsmannafundi á Reykjalundi í hádeginu segjast þeir hafa miklar áhyggjur af framtíð stofnunarinnar og sjúklingum hennar. Þeir lögðu niður störf í dag og sendu sjúklinga heim vegna þessa.Í yfirlýsingunni, sem stíluð er á heilbrigðisráðherra, er atburðarás síðstu daga reifuð; forstjóra Reykjalundar var vikið úr starfi í lok september og framkvæmdastjóra lækninga í gær eftir 40 ára starf. Jafnframt er þess getið að þrátt fyrir að Reykjalundur sé í eigu SÍBS og lúti stjórn sambandsins sé stofnunin rekin á grundvelli þjónustusamnings við heilbrigðisyfirvöld og fjármögnuð með skattfé landsmanna. Því gildi lög um heilbrigðisþjónustu um starfsemi Reykjalundar, sem starfsmennirnir telja að stofnunin fullnægi ekki sem fyrr segir.Muni bitna harkalega á sjúklingum „Við lýsum vantrausti á stjórn Reykjalundar vegna hranalegar og ómanneskjulegrar framkomu sem skapar óvissu, óöryggi og vanlíðan sem gerir stofnunina í raun óstarfhæfa. Fyrirséð er að þetta muni bitna harkalega á skjólstæðingum sem þurfa á endurhæfingu á þessari stærstu endurhæfingarstofnun á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. Því fari starfsmennirnir þess á leit við heilbrigðisráðherra að hann grípi inn í stöðu mála á Reykjalundi „með hverjum þeim hætti sem hann telur sér heimilt,“ eins og það er orðað. „Við teljum þetta vera nausynlegt svo ekki hljótist varanlegur skaði af núverandi ástandi fyrir starfsemi Reykjalundar og þjónustu stofnunarinnar í þágu sjúklinga,“ segir í niðurlagi yfirlýsingarinnar sem lesa má í heild hér að neðan.Sveinn Guðmundsson, formaður SÍBS, gekk fram á hóp fréttamanna.Vísir/arnarVið undirritaður starfsmenn Reykjalundar, endurhæfingarmiðstöðvar SÍBS; lýsum yfir vantrausti á stjórn Reykjalundar.Stjórn stofnunarinnar, sem er í höndum stjórnar SÍBS, vék forstjóra fyrirvaralaust úr starfi í lok september. Í gær var framkvæmdastjóra lækninga vikið úr starfi með sama hætti. Þótt Reykjalundur sé í eigu SÍBS þá er stofnunin rekin á grundvelli þjónustusamninga við heilbrigðisyfirvöld og fjármögnuð með skattfé landsmanna. Um starfsemi Reykjalundar gilda lög um heilbrigðisþjónustu.Við teljum Reykjalund nú vera óstarfhæfur heilbrigðisstofnun sem fullnægir ekki lagaskilyrðum um heilbrigðisstofnunar.Við höfum miklar áhyggjur af framtíð stofnunarinnar og sjúklingum hennar.Við lýsum vantrausti á stjórn Reykjalundar vegna hranalegrar og ómanneskjulegrar framkomu sem skapar óvissu, óöryggi og vanlíðan sem gerir stofnunina í raun óstarfhæfa. Fyrirséð er að þetta muni bitna harkalega á skjólstæðingum sem þurfa endurhæfingu á þessari stærstu endurhæfingarstofnun á Íslandi.Við förum þess á leit að heilbrigðisráðherra grípi inn í stöðu mála á Reykjalundi með hverjum þeim hætti sem hann telur sér heimilt. Við teljum þetta vera nauðsynlegt svo ekki hljótist varanlegur skaði af núverandi ástandi fyrir starfsemi Reykjalundar og þjónustu stofnunarinnar í þágu sjúklinga.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. 10. október 2019 10:03 Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55 Prestur sat fund á Reykjalundi Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. 10. október 2019 06:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. 10. október 2019 10:03
Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55
Prestur sat fund á Reykjalundi Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. 10. október 2019 06:00