Forseti Úkraínu neitar því að Trump hafi reynt að kúga sig Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2019 12:24 Zelenskíj svaraði spurningum fréttamanna í mathöll í Kænugarði í dag, þar á meðal um samskipti hans og Trump Bandaríkjaforseta. Vísir/EPA Volodímír Zelenskíj, forseti Úkraínu, fullyrðir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ekki reynt að beita hann kúgunum í umtöluðu símtali þeirra í júlí. Trump þrýsti ítrekað á Zelenskíj að rannsaka pólitískan andstæðing sinn í símtalinu og Bandaríkjaþing hóf rannsókn á mögulegum embættisbrotum forsetans vegna þess. „Það var engin kúgun. Það var ekki umræðuefni samtals okkar,“ sagði Zelenskíj við fréttamenn í dag. Tilgangur símtalsins hafi verið að koma á fundi þeirra og að hann hafi beðið Hvíta húsið um að breyta orðræðu sinni í garð Úkraínu, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir honum. Þrýstingur Trump á Zelenskíj í símtalinu hefur verið settur í samhengi við að bandaríski forsetinn stöðvaði án skýringa hundruð milljón dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt skömmu áður. Úkraína reiðir sig meðal annars á stuðning Bandaríkjanna í átökum við uppreisnarmenn sem eru hliðhollir Rússum í austanverðu landinu. Zelenskíj segir að hann hafi ekki vitað af því að hernaðaraðstoðin hefði verið stöðvuð þegar þeir Trump ræddu saman 25. júlí. Eftir að varnarmálaráðherra hans tjáði honum það síðar hafi hann tekið málið upp við Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar þeir hittust í Varsjá í september. Bandaríkjaþing hefur krafið Pence um gögn varðandi þann fund í tengslum við rannsókn þeirra á Trump. Ríkisstjórn Trump afgreiddi aðstoðina við Úkraínu ekki fyrr en í september þegar þingmenn voru byrjaðir að grennslast um hvers vegna hún hefði verið stöðvuð.Segir engin skilyrði hafa verið sett fyrir fundi Staðhæfði Zelenskíj enn fremur að engin skilyrði hefðu verið sett fyrir því að hann fengi fund með Trump, þar á meðal um að úkraínsk yfirvöld rannsökuðu Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og líklegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum næsta árs, sem Trump og bandamenn hans hafa sakað um spillingu án sannana. Textaskilaboð sem fóru á milli erindreka Bandaríkjastjórnar í sumar og byrjun hausta benda engu að síður til þess að Trump og bandamenn hans hafi reynt að setja einmitt það sem skilyrði fyrir því að Trump fundaði með Zelenskíj. Skilaboðin urðu opinber eftir að Kurt Volker, fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar vegna átakanna í Úkraínu, afhenti þau þingnefnd á dögunum. Aðalerindreki Bandaríkjanna í Úkraínu lýsti í þeim áhyggjum af því að Bandaríkjastjórn setti rannsókn á Biden sem skilyrði fyrir hernaðaraðstoð og fundi með Trump. Hvíta húsið birti sjálft samantekt á símtali Trump og Zelenskíj eftir að fréttir bárust af því að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði kvartað formlega undan því að forsetinn hefði mögulega misbeitt valdi sínu í samskiptum sínum við úkraínska starfsbróður hans og að Hvíta húsið hefði reynt að takmarka aðgang að eftirriti símtalsins á óeðlilegan hátt. Sakaði uppljóstrarinn forsetann um að reyna að fá erlenda ríkisstjórn til að skipta sér af bandarískum kosningum. Zelenskíj segist telja að samantekt Hvíta hússins á símtalinu sé í samræmi við eftirrit Úkraínustjórnar. „Ég kannaði það ekki einu sinni en ég held að það passi fullkomlega,“ sagði hann.Trump og Zelenskíj hittust loks á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í september. Úkraínumenn höfðu þá lengi sóst eftir fundi með forsetanum.Vísir/EPASímtalið „sturlað“ Uppljóstrarinn sem kvartaði undan símtali Trump og Zelenskíj byggði kvörtunina á samtölum sem hann hefði átt við embættismenn sem höfðu verið slegnir yfir því sem þar átti sér stað. Síðan þá hefur lögmaður uppljóstrarans sagt að fleiri hafi stigið fram. Embættismaður Hvíta hússins sem uppljóstrarinn segist hafa rætt við á að hafa lýst símtali Trump og Zelenskíj sem „sturluðu“ og að það hafi „algerlega skort innihald sem tengdist þjóðaröryggi“. Uppljóstrarinn segir að embættismaðurinn hafi verið „sjáanlega sleginn“ yfir símtalinu.New York Times segir að í minnisblaði uppljóstrarans komi fram að embættismaður hafi sagt honum að lögfræðingar Hvíta hússins ræddu þegar um hvernig þeir ættu að taka á símtali Trump og Zelenskíj því þeim væri ljóst að forsetinn hefði klárlega framið glæp með því að krefja erlenda ríkisstjórn um að rannsaka bandarískan borgara í því skyni að auka hans eigin líkur á að ná endurkjöri í forsetakosningum á næsta ári. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. 8. október 2019 13:12 Úkraínumenn ætla að rannsaka son Biden Í ljós hefur komið að starfsmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna þrýstu á Úkraínu til að hefja slíka rannsókn gegn því að Volodymir Zelensky, nýr forseti Úkraínu, fengi fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 4. október 2019 10:30 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Volodímír Zelenskíj, forseti Úkraínu, fullyrðir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ekki reynt að beita hann kúgunum í umtöluðu símtali þeirra í júlí. Trump þrýsti ítrekað á Zelenskíj að rannsaka pólitískan andstæðing sinn í símtalinu og Bandaríkjaþing hóf rannsókn á mögulegum embættisbrotum forsetans vegna þess. „Það var engin kúgun. Það var ekki umræðuefni samtals okkar,“ sagði Zelenskíj við fréttamenn í dag. Tilgangur símtalsins hafi verið að koma á fundi þeirra og að hann hafi beðið Hvíta húsið um að breyta orðræðu sinni í garð Úkraínu, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir honum. Þrýstingur Trump á Zelenskíj í símtalinu hefur verið settur í samhengi við að bandaríski forsetinn stöðvaði án skýringa hundruð milljón dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt skömmu áður. Úkraína reiðir sig meðal annars á stuðning Bandaríkjanna í átökum við uppreisnarmenn sem eru hliðhollir Rússum í austanverðu landinu. Zelenskíj segir að hann hafi ekki vitað af því að hernaðaraðstoðin hefði verið stöðvuð þegar þeir Trump ræddu saman 25. júlí. Eftir að varnarmálaráðherra hans tjáði honum það síðar hafi hann tekið málið upp við Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar þeir hittust í Varsjá í september. Bandaríkjaþing hefur krafið Pence um gögn varðandi þann fund í tengslum við rannsókn þeirra á Trump. Ríkisstjórn Trump afgreiddi aðstoðina við Úkraínu ekki fyrr en í september þegar þingmenn voru byrjaðir að grennslast um hvers vegna hún hefði verið stöðvuð.Segir engin skilyrði hafa verið sett fyrir fundi Staðhæfði Zelenskíj enn fremur að engin skilyrði hefðu verið sett fyrir því að hann fengi fund með Trump, þar á meðal um að úkraínsk yfirvöld rannsökuðu Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og líklegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum næsta árs, sem Trump og bandamenn hans hafa sakað um spillingu án sannana. Textaskilaboð sem fóru á milli erindreka Bandaríkjastjórnar í sumar og byrjun hausta benda engu að síður til þess að Trump og bandamenn hans hafi reynt að setja einmitt það sem skilyrði fyrir því að Trump fundaði með Zelenskíj. Skilaboðin urðu opinber eftir að Kurt Volker, fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar vegna átakanna í Úkraínu, afhenti þau þingnefnd á dögunum. Aðalerindreki Bandaríkjanna í Úkraínu lýsti í þeim áhyggjum af því að Bandaríkjastjórn setti rannsókn á Biden sem skilyrði fyrir hernaðaraðstoð og fundi með Trump. Hvíta húsið birti sjálft samantekt á símtali Trump og Zelenskíj eftir að fréttir bárust af því að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði kvartað formlega undan því að forsetinn hefði mögulega misbeitt valdi sínu í samskiptum sínum við úkraínska starfsbróður hans og að Hvíta húsið hefði reynt að takmarka aðgang að eftirriti símtalsins á óeðlilegan hátt. Sakaði uppljóstrarinn forsetann um að reyna að fá erlenda ríkisstjórn til að skipta sér af bandarískum kosningum. Zelenskíj segist telja að samantekt Hvíta hússins á símtalinu sé í samræmi við eftirrit Úkraínustjórnar. „Ég kannaði það ekki einu sinni en ég held að það passi fullkomlega,“ sagði hann.Trump og Zelenskíj hittust loks á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í september. Úkraínumenn höfðu þá lengi sóst eftir fundi með forsetanum.Vísir/EPASímtalið „sturlað“ Uppljóstrarinn sem kvartaði undan símtali Trump og Zelenskíj byggði kvörtunina á samtölum sem hann hefði átt við embættismenn sem höfðu verið slegnir yfir því sem þar átti sér stað. Síðan þá hefur lögmaður uppljóstrarans sagt að fleiri hafi stigið fram. Embættismaður Hvíta hússins sem uppljóstrarinn segist hafa rætt við á að hafa lýst símtali Trump og Zelenskíj sem „sturluðu“ og að það hafi „algerlega skort innihald sem tengdist þjóðaröryggi“. Uppljóstrarinn segir að embættismaðurinn hafi verið „sjáanlega sleginn“ yfir símtalinu.New York Times segir að í minnisblaði uppljóstrarans komi fram að embættismaður hafi sagt honum að lögfræðingar Hvíta hússins ræddu þegar um hvernig þeir ættu að taka á símtali Trump og Zelenskíj því þeim væri ljóst að forsetinn hefði klárlega framið glæp með því að krefja erlenda ríkisstjórn um að rannsaka bandarískan borgara í því skyni að auka hans eigin líkur á að ná endurkjöri í forsetakosningum á næsta ári.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. 8. október 2019 13:12 Úkraínumenn ætla að rannsaka son Biden Í ljós hefur komið að starfsmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna þrýstu á Úkraínu til að hefja slíka rannsókn gegn því að Volodymir Zelensky, nýr forseti Úkraínu, fengi fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 4. október 2019 10:30 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58
Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. 8. október 2019 13:12
Úkraínumenn ætla að rannsaka son Biden Í ljós hefur komið að starfsmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna þrýstu á Úkraínu til að hefja slíka rannsókn gegn því að Volodymir Zelensky, nýr forseti Úkraínu, fengi fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 4. október 2019 10:30