Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2019 10:55 Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. „Reykjalundur er það mikilvæg stofnun að það þarf að ríkja sátt um hana og stöðugleiki fyrir sjúklingana,“ segir Bryndís sem auk formennsku í samtökunum er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún segir hollvinasamtökin standa þétt við bak Reykjalundar þegar komi að söfnun fjár og aðstoð við stærri fjárfestingar.Veðrið var fallegt á Reykjalundi í morgun en stöðunni er lýst af starfsmönnum sem neyðarástandi.Vísir/ArnarBirgi Gunnarssyni, forstjóra Reykjalundar, var sagt upp um mánaðamótin og Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga og yfirlækni, í gær. „Ég hef átt gott samstarf við Birgi svo það kom mér á óvart að hann hefði lokið störfum,“ segir Bryndís. Hún hafi rætt við Svein Guðmundsson, formann SÍBS, sem hafi fullvissað hana um að störf Birgis fyrir Reykjalund hefðu verið góð.Bryndís Haraldsdóttir,lengst til vinstri og Birgir Gunnarsson lengst til hægri þegar Reykjalundi var veitt vegleg gjöf frá Styrktar- og sjúkrasjóði Verzlunarmanna í Reykjavík árið 2017.Ekki virðist öll sagan sögð. „Augljóslega hefur eitthvað komið upp á,“ segir Bryndís. Hún viti þó ekki nákvæmlega um hvað það snúist. Augljóslega hafi Birgir og Sveinn verið ósammála um eitthvað. Hún vonar að ástandið skýrist á fundi með starfsmönnum í hádeginu. „Það kom mér á óvart að Magnúsi hefði verið sagt upp störfum, eins og fréttin hljóðaði,“ segir Bryndís um uppsögn Magnúsar í gær. Hún leggi áherslu á að það verði að vera starfandi yfirlæknir á Reykjalundi. Það sé augljóst mál. Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. 10. október 2019 10:03 Magnúsi óvænt sagt upp eftir fjörutíu ára starf á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), hefur sagt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, upp störfum eftir 35 ára vinnu á endurhæfingarstöðinni. 9. október 2019 17:01 Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. 9. október 2019 08:15 Prestur sat fund á Reykjalundi Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. 10. október 2019 06:00 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. „Reykjalundur er það mikilvæg stofnun að það þarf að ríkja sátt um hana og stöðugleiki fyrir sjúklingana,“ segir Bryndís sem auk formennsku í samtökunum er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún segir hollvinasamtökin standa þétt við bak Reykjalundar þegar komi að söfnun fjár og aðstoð við stærri fjárfestingar.Veðrið var fallegt á Reykjalundi í morgun en stöðunni er lýst af starfsmönnum sem neyðarástandi.Vísir/ArnarBirgi Gunnarssyni, forstjóra Reykjalundar, var sagt upp um mánaðamótin og Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga og yfirlækni, í gær. „Ég hef átt gott samstarf við Birgi svo það kom mér á óvart að hann hefði lokið störfum,“ segir Bryndís. Hún hafi rætt við Svein Guðmundsson, formann SÍBS, sem hafi fullvissað hana um að störf Birgis fyrir Reykjalund hefðu verið góð.Bryndís Haraldsdóttir,lengst til vinstri og Birgir Gunnarsson lengst til hægri þegar Reykjalundi var veitt vegleg gjöf frá Styrktar- og sjúkrasjóði Verzlunarmanna í Reykjavík árið 2017.Ekki virðist öll sagan sögð. „Augljóslega hefur eitthvað komið upp á,“ segir Bryndís. Hún viti þó ekki nákvæmlega um hvað það snúist. Augljóslega hafi Birgir og Sveinn verið ósammála um eitthvað. Hún vonar að ástandið skýrist á fundi með starfsmönnum í hádeginu. „Það kom mér á óvart að Magnúsi hefði verið sagt upp störfum, eins og fréttin hljóðaði,“ segir Bryndís um uppsögn Magnúsar í gær. Hún leggi áherslu á að það verði að vera starfandi yfirlæknir á Reykjalundi. Það sé augljóst mál.
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. 10. október 2019 10:03 Magnúsi óvænt sagt upp eftir fjörutíu ára starf á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), hefur sagt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, upp störfum eftir 35 ára vinnu á endurhæfingarstöðinni. 9. október 2019 17:01 Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. 9. október 2019 08:15 Prestur sat fund á Reykjalundi Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. 10. október 2019 06:00 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. 10. október 2019 10:03
Magnúsi óvænt sagt upp eftir fjörutíu ára starf á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), hefur sagt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, upp störfum eftir 35 ára vinnu á endurhæfingarstöðinni. 9. október 2019 17:01
Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. 9. október 2019 08:15
Prestur sat fund á Reykjalundi Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. 10. október 2019 06:00