„Siðrof er ekki siðleysi“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. október 2019 22:13 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Orð Agnesar M. Sigurðardóttur, biskup Íslands um að minnkandi traust til Þjóðkirkjunnar megi rekja til siðrofs í samfélaginu, vakti hörð viðbrögð. Biskup var spurð út í þetta orðaval sitt í Kastljósi í kvöld. „Siðrof er ekki siðleysi. Siðrof er rof við siðinn sem við höfum lifað eftir um aldir hér á Íslandi, sem er mótuð af kristnum gildum og kristinni trú. Ef að við fræðum ekki börn framtíðarinnar um það sem við byggjum okkar menningu, hefðir og siði á, þá tel ég það vera siðrof, ekki siðleysi“ útskýrði Agnes í Kastljósi. Eins og fjallað var um hér á Vísi í dag fóru af stað fjörugar umræður á samfélagsmiðlum um ummæli biskups frá því í gær og margir veltu því fyrir sér hvort hún teldi þjóðina siðlausa. „Það hefur orðið siðrof held ég. Fólk áttar sig ekki á því hvaðan hlutirnir koma sem við viljum gjarnan lifa eftir og starfa eftir. Það náttúrulega segir sig sjálft að ef að börnin læra ekki heima hjá sér til dæmis biblíusögurnar eða í skólanum á verður framtíðin þannig að þau vita ekki að þetta er til,“ sagði Agnes. Hún segir nú að með þessu hafi hún ekki átt við siðleysi. „Auðvitað er það þannig að börnin eru framtíðin og ég er alls ekki að segja að þau séu siðlaus. Þvert á móti þá ber ég mikla umhyggju fyrir börnum landsins og vil að þau fái að læra um þann grunn sem við stöndum á.“Karl Sigurbjörnsson. Fréttablaðið/StefánFús til að biðjast afsökunar Aðspurð hvort samkynhneigðir ættu rétt á afsökunarbeiðni frá kirkjunni vegna orða Karls Sigurbjörnssonar, þáverandi biskups, frá árinu 2006 um að hjónabandið ætti það inni að því væri ekki kastað „á sorphauginn án þess að hugsa okkar gang.“ Var þetta í tengslum við frumvarp sem veitti prestum þjóðkirkjunnar heimild til að gefa saman samkynja pör. Ummælin voru sýnd í þættinum Svona Fólk á RÚV. „Sko hérna auðvitað er það þannig að allir menn eru skapaðir af guði og elskaðir af guði og við eigum að líta á alla menn jafnt. Það er náttúrulega þannig. Ég get alveg hérna bara beðið fólk afsökunar á því að kirkjan hafi komið svona fram og sært fólk og valdið þeim bæði sársauka og vandræðum og erfiðleikum. Ég er fús til þess að biðjast afsökunar á því,“ svaraði Agnes. Skóla - og menntamál Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Kannast ekki við uppsögn sem kirkjuráð samþykkti samhljóða Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri kirkjuráðs, kannast ekki við að hafa verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra kirkjuráðs. 29. október 2019 14:33 Orð biskups um siðrof vekja undrun og furðu Orð Agnesar M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, um að minna traust til Þjóðkirkjunnar megi rekja til siðroðs í samfélaginu sem orðið hafi eftir að kristinfræði var ekki lengur kennd sem sérstakt fag í grunnskólum landsins, hafa vakið bæði undrun og furðu á meðal landsmanna. 29. október 2019 13:30 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Orð Agnesar M. Sigurðardóttur, biskup Íslands um að minnkandi traust til Þjóðkirkjunnar megi rekja til siðrofs í samfélaginu, vakti hörð viðbrögð. Biskup var spurð út í þetta orðaval sitt í Kastljósi í kvöld. „Siðrof er ekki siðleysi. Siðrof er rof við siðinn sem við höfum lifað eftir um aldir hér á Íslandi, sem er mótuð af kristnum gildum og kristinni trú. Ef að við fræðum ekki börn framtíðarinnar um það sem við byggjum okkar menningu, hefðir og siði á, þá tel ég það vera siðrof, ekki siðleysi“ útskýrði Agnes í Kastljósi. Eins og fjallað var um hér á Vísi í dag fóru af stað fjörugar umræður á samfélagsmiðlum um ummæli biskups frá því í gær og margir veltu því fyrir sér hvort hún teldi þjóðina siðlausa. „Það hefur orðið siðrof held ég. Fólk áttar sig ekki á því hvaðan hlutirnir koma sem við viljum gjarnan lifa eftir og starfa eftir. Það náttúrulega segir sig sjálft að ef að börnin læra ekki heima hjá sér til dæmis biblíusögurnar eða í skólanum á verður framtíðin þannig að þau vita ekki að þetta er til,“ sagði Agnes. Hún segir nú að með þessu hafi hún ekki átt við siðleysi. „Auðvitað er það þannig að börnin eru framtíðin og ég er alls ekki að segja að þau séu siðlaus. Þvert á móti þá ber ég mikla umhyggju fyrir börnum landsins og vil að þau fái að læra um þann grunn sem við stöndum á.“Karl Sigurbjörnsson. Fréttablaðið/StefánFús til að biðjast afsökunar Aðspurð hvort samkynhneigðir ættu rétt á afsökunarbeiðni frá kirkjunni vegna orða Karls Sigurbjörnssonar, þáverandi biskups, frá árinu 2006 um að hjónabandið ætti það inni að því væri ekki kastað „á sorphauginn án þess að hugsa okkar gang.“ Var þetta í tengslum við frumvarp sem veitti prestum þjóðkirkjunnar heimild til að gefa saman samkynja pör. Ummælin voru sýnd í þættinum Svona Fólk á RÚV. „Sko hérna auðvitað er það þannig að allir menn eru skapaðir af guði og elskaðir af guði og við eigum að líta á alla menn jafnt. Það er náttúrulega þannig. Ég get alveg hérna bara beðið fólk afsökunar á því að kirkjan hafi komið svona fram og sært fólk og valdið þeim bæði sársauka og vandræðum og erfiðleikum. Ég er fús til þess að biðjast afsökunar á því,“ svaraði Agnes.
Skóla - og menntamál Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Kannast ekki við uppsögn sem kirkjuráð samþykkti samhljóða Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri kirkjuráðs, kannast ekki við að hafa verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra kirkjuráðs. 29. október 2019 14:33 Orð biskups um siðrof vekja undrun og furðu Orð Agnesar M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, um að minna traust til Þjóðkirkjunnar megi rekja til siðroðs í samfélaginu sem orðið hafi eftir að kristinfræði var ekki lengur kennd sem sérstakt fag í grunnskólum landsins, hafa vakið bæði undrun og furðu á meðal landsmanna. 29. október 2019 13:30 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Kannast ekki við uppsögn sem kirkjuráð samþykkti samhljóða Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri kirkjuráðs, kannast ekki við að hafa verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra kirkjuráðs. 29. október 2019 14:33
Orð biskups um siðrof vekja undrun og furðu Orð Agnesar M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, um að minna traust til Þjóðkirkjunnar megi rekja til siðroðs í samfélaginu sem orðið hafi eftir að kristinfræði var ekki lengur kennd sem sérstakt fag í grunnskólum landsins, hafa vakið bæði undrun og furðu á meðal landsmanna. 29. október 2019 13:30
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels