Útlit fyrir að breska þingið samþykki kosningatillögu Johnsons Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. október 2019 18:30 Breska þingið ræðir nú um enn eina tillögu ríkisstjórnarinnar um að boða til þingkosninga. Sú breyting hefur orðið frá því í gær að stjórnarandstaðan styður tillöguna. Ekki náðist meirihluti um að boða til kosninga í gær. Tvo þriðju hluta þingmanna þarf til að boða til kosninga en einungis tæpur helmingur stóð með Boris Johnson forsætisráðherra í því að boða til kosninga þann 12. desember næstkomandi. Var þetta í þriðja skipti sem honum mistekst að knýja fram kosningar. En Johnson gefst ekki upp og fékk góðar fréttir frá andstæðingum sínum í dag. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nefnilega um að flokkurinn ætlaði sér að styðja tillöguna. Skoski þjóðarflokkurinn og Frjálslyndir demókratar styðja tillöguna einnig. Samþykkt var að leyfa breytingartillögur við kosningatillöguna og hafa þær tillögur verið til umræðu í dag. Á meðal þess sem lagt er til er þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngusamninginn, að kosningaaldur verði lækkaður niður í sextán ár og að ríkisborgarar Evrópusambandsríkja sem búsettir eru á Bretlandi fái að kjósa.Fylgi flokka á BretlandiKannanir sýna Íhaldsflokkinn með mest fylgi eða 36 prósent, fékk 42 prósent árið 2017. Verkamannaflokkurinn mælist næststærstur með 24 prósent en hafði fjörutíu. Frjálslyndir Demókratar mælast með átján prósent, höfðu sjö, og hinn nýi Brexitflokkur með ellefu. Græningjar fengju fjögur prósent, höfðu 0,2. Vert er að taka fram að Velsku og Skosku þjóðarflokkarnir bjóða eingöngu fram í Wales og Skotlandi. Þar sem einmenningskjördæmi eru í Bretlandi vill oft verða töluvert misræmi á milli hlutfalls atkvæða og þingsæta. Til dæmis fékk Skoski þjóðarflokkurinn þrjú prósent atkvæða árið 2017 en nærri þrefalt fleiri þingsæti en Frjálslyndir demókratar með þeirra sjö prósent atkvæða. Bretland Brexit Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Sjá meira
Breska þingið ræðir nú um enn eina tillögu ríkisstjórnarinnar um að boða til þingkosninga. Sú breyting hefur orðið frá því í gær að stjórnarandstaðan styður tillöguna. Ekki náðist meirihluti um að boða til kosninga í gær. Tvo þriðju hluta þingmanna þarf til að boða til kosninga en einungis tæpur helmingur stóð með Boris Johnson forsætisráðherra í því að boða til kosninga þann 12. desember næstkomandi. Var þetta í þriðja skipti sem honum mistekst að knýja fram kosningar. En Johnson gefst ekki upp og fékk góðar fréttir frá andstæðingum sínum í dag. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nefnilega um að flokkurinn ætlaði sér að styðja tillöguna. Skoski þjóðarflokkurinn og Frjálslyndir demókratar styðja tillöguna einnig. Samþykkt var að leyfa breytingartillögur við kosningatillöguna og hafa þær tillögur verið til umræðu í dag. Á meðal þess sem lagt er til er þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngusamninginn, að kosningaaldur verði lækkaður niður í sextán ár og að ríkisborgarar Evrópusambandsríkja sem búsettir eru á Bretlandi fái að kjósa.Fylgi flokka á BretlandiKannanir sýna Íhaldsflokkinn með mest fylgi eða 36 prósent, fékk 42 prósent árið 2017. Verkamannaflokkurinn mælist næststærstur með 24 prósent en hafði fjörutíu. Frjálslyndir Demókratar mælast með átján prósent, höfðu sjö, og hinn nýi Brexitflokkur með ellefu. Græningjar fengju fjögur prósent, höfðu 0,2. Vert er að taka fram að Velsku og Skosku þjóðarflokkarnir bjóða eingöngu fram í Wales og Skotlandi. Þar sem einmenningskjördæmi eru í Bretlandi vill oft verða töluvert misræmi á milli hlutfalls atkvæða og þingsæta. Til dæmis fékk Skoski þjóðarflokkurinn þrjú prósent atkvæða árið 2017 en nærri þrefalt fleiri þingsæti en Frjálslyndir demókratar með þeirra sjö prósent atkvæða.
Bretland Brexit Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Sjá meira