Erlent

Tugir hafa fallið í mótmælum í Írak

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Mótmælendur í höfuðborginni Bagdad í dag.
Mótmælendur í höfuðborginni Bagdad í dag. AP/Hadi Mizban
Mótmæli standa enn yfir í Írak og flykktust landsmenn út á götur stórborga í dag til að mótmæla spillingu, misskiptingu og stöðnun í efnahagsmálum.

Lögregla skaut táragasi að mótmælendum í Bagdad og í Karbala myrtu grímuklæddir byssumenn átján mótmælendur hið minnsta.

72 hafa fallið frá því mótmæli brutust aftur út á föstudaginn en fyrr í mánuðinum höfðu 149 mótmælendur verið myrtir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×