Tómlæti, fyrning og fábreyttar innheimtutilraunir: Þarf ekki að greiða Landsbankanum tugi milljóna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2019 11:15 Höfuðstöðvar Landsbankans Fréttablaðið/GVA Lántakandi hjá Landsbankanum þarf ekki að greiða bankanum 36,4 milljónir króna vegna láns sem hann tók hjá bankanum til hlutabréfakaupa árið 2007. Krafa bankans var fyrnd að mati Héraðsdóms Reykjavíkur auk þess sem að bankinn sýndi af sér verulegt tómlæti vegna fábreyttra innheimtutilrauna.Forsaga málsins er sú að lántakandinn og Landsbanki Íslands, forveri Landsbankans, gerðu með sér samning í júlí 2007 að bankinn myndi lána manninum fé til þess að kaupa hlutafé í Færeyjabanka, nú Bank Nordik. Um svokallað fjölmyntalán var að ræða, jafnvirði 25 milljóna danskra króna. Um hundrað prósent lán var að ræða og lánaði bankinn því manninum alla upphæðinaÍ ágúst 2008 seldi bankinn, fyrir hönd lántakans, hluta bréfanna í Færeyjabanka, og keypti í þeirra stað bréf í Landsbankanum sjálfum. Hinn 24. og 25. september óskaði lántakandinn eftir því að að Landsbankabréfin yrðu seld og í stað þeirra keypt aftur bréf í Færeyjabanka.Því hafnaði bankinn munnlega, síðan skriflega 1. október 2008 og var það lokum staðfest þann 10. nóvember 2008. Hlutabréfin í Landsbankanum urðu verðlaus í hruninu. Fáar innheimtilraunir á sjö árum Þann 2011 var lánið endurreiknað og stóð það í 36,4 milljónum króna. Vildi Landsbankinn meina að manninum hafi verið sendur greiðsluseðill í maí 2011 þar sem hann var krafinn um greiðslu af eftirstöðvum höfuðstólsins. Taldi bankinn sig einnig hafa sent tilkynning um vanskil, ítrekun senda 11. júní 2011, tilkynningi frá milliinnheimtu þann 3. nóvember 2011 og innheimtubréf 14. janúar 2015.Öll þessi bréf voru óundirrituð og mótmælti maðurinn því fyrir dómi að hafa fengið þau í hendurnar. Var manninum birt stefna 21. október 2016 þar sem gerð var krafa um greiðslu á láninu. Sagðist maðurinn hins vegar hafa rætt við fyrirsvarsmann hjá innheimtufyrirtækinu, mótmælt stefnunni og skýrt sitt mál og tilkomu kröfunnar. Stefnan var ekki þingfest fyrir dómi og taldi maðurinn því að málinu væri lokið.Svo var ekki því í ágúst 2018 fékk hann sent innheimbréf og var mál gegn honum til greiðslu kröfunnar þingfest fyrir Héraðsdómi þann 8. nóvember sama ár.Lánið var tilkomið vegna hlutabréfakaupa í Bank Nordik fyrir hrun.Vísir/GettyVerulegt tómlæti bankans Í dómi Héraðsdóms eru gerðar margvíslegar athugasemdir við innheimtuaðferðir Landsbankans. Bankinn hafi byggt upp væntingar um að hann myndi gefa eftir innheimtu á láninu, ekki síst vegna þess að stefnan frá árinu 2016 hafi ekki verið þingfest. „Þegar litið er til þeirrar framkomu sem stefnandi hefur sýnt stefnda, þar með talið að virða hann ekki strax svars um rökstuðning fyrir höfnun bankans á sölu hlutabréfanna og hinna fábreyttu innheimtutilrauna stefnanda, lítur dómurinn svo á að stefnandi hafi sýnt af sér verulegt tómlæti gagnvart stefnda,“ að því er segir í dómi Héraðsdóms. Þar kemur einnig fram að samkvæmt ákvæði XIV til bráðabirgða með vaxtalögunum nr. 38/2001 sé kveðið á um að fyrningarfrestur uppgjörskrafna vegna ólögmætrar verðtryggingar lánasamnings í formi gengistryggingar reiknist frá 16. júní 2010 og skuli vera átta ár frá því tímamarki. Stefna í málinu hafi verið þingfest 1. nóvember 2018 og mállið þingfest viku síðar. Því hafi átta ára fyrningarfrestur verið liðinn og krafan því fyrnd. Var lántakandinn því sýknaður af kröfu Landsbankans um greiðslu á 38,4 milljónum, auk þess sem að bankinn þarf að greiða 1,6 milljónir í málskostnað.Dóm Héraðsdóms má lesa hér. Dómsmál Hrunið Íslenskir bankar Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Sjá meira
Lántakandi hjá Landsbankanum þarf ekki að greiða bankanum 36,4 milljónir króna vegna láns sem hann tók hjá bankanum til hlutabréfakaupa árið 2007. Krafa bankans var fyrnd að mati Héraðsdóms Reykjavíkur auk þess sem að bankinn sýndi af sér verulegt tómlæti vegna fábreyttra innheimtutilrauna.Forsaga málsins er sú að lántakandinn og Landsbanki Íslands, forveri Landsbankans, gerðu með sér samning í júlí 2007 að bankinn myndi lána manninum fé til þess að kaupa hlutafé í Færeyjabanka, nú Bank Nordik. Um svokallað fjölmyntalán var að ræða, jafnvirði 25 milljóna danskra króna. Um hundrað prósent lán var að ræða og lánaði bankinn því manninum alla upphæðinaÍ ágúst 2008 seldi bankinn, fyrir hönd lántakans, hluta bréfanna í Færeyjabanka, og keypti í þeirra stað bréf í Landsbankanum sjálfum. Hinn 24. og 25. september óskaði lántakandinn eftir því að að Landsbankabréfin yrðu seld og í stað þeirra keypt aftur bréf í Færeyjabanka.Því hafnaði bankinn munnlega, síðan skriflega 1. október 2008 og var það lokum staðfest þann 10. nóvember 2008. Hlutabréfin í Landsbankanum urðu verðlaus í hruninu. Fáar innheimtilraunir á sjö árum Þann 2011 var lánið endurreiknað og stóð það í 36,4 milljónum króna. Vildi Landsbankinn meina að manninum hafi verið sendur greiðsluseðill í maí 2011 þar sem hann var krafinn um greiðslu af eftirstöðvum höfuðstólsins. Taldi bankinn sig einnig hafa sent tilkynning um vanskil, ítrekun senda 11. júní 2011, tilkynningi frá milliinnheimtu þann 3. nóvember 2011 og innheimtubréf 14. janúar 2015.Öll þessi bréf voru óundirrituð og mótmælti maðurinn því fyrir dómi að hafa fengið þau í hendurnar. Var manninum birt stefna 21. október 2016 þar sem gerð var krafa um greiðslu á láninu. Sagðist maðurinn hins vegar hafa rætt við fyrirsvarsmann hjá innheimtufyrirtækinu, mótmælt stefnunni og skýrt sitt mál og tilkomu kröfunnar. Stefnan var ekki þingfest fyrir dómi og taldi maðurinn því að málinu væri lokið.Svo var ekki því í ágúst 2018 fékk hann sent innheimbréf og var mál gegn honum til greiðslu kröfunnar þingfest fyrir Héraðsdómi þann 8. nóvember sama ár.Lánið var tilkomið vegna hlutabréfakaupa í Bank Nordik fyrir hrun.Vísir/GettyVerulegt tómlæti bankans Í dómi Héraðsdóms eru gerðar margvíslegar athugasemdir við innheimtuaðferðir Landsbankans. Bankinn hafi byggt upp væntingar um að hann myndi gefa eftir innheimtu á láninu, ekki síst vegna þess að stefnan frá árinu 2016 hafi ekki verið þingfest. „Þegar litið er til þeirrar framkomu sem stefnandi hefur sýnt stefnda, þar með talið að virða hann ekki strax svars um rökstuðning fyrir höfnun bankans á sölu hlutabréfanna og hinna fábreyttu innheimtutilrauna stefnanda, lítur dómurinn svo á að stefnandi hafi sýnt af sér verulegt tómlæti gagnvart stefnda,“ að því er segir í dómi Héraðsdóms. Þar kemur einnig fram að samkvæmt ákvæði XIV til bráðabirgða með vaxtalögunum nr. 38/2001 sé kveðið á um að fyrningarfrestur uppgjörskrafna vegna ólögmætrar verðtryggingar lánasamnings í formi gengistryggingar reiknist frá 16. júní 2010 og skuli vera átta ár frá því tímamarki. Stefna í málinu hafi verið þingfest 1. nóvember 2018 og mállið þingfest viku síðar. Því hafi átta ára fyrningarfrestur verið liðinn og krafan því fyrnd. Var lántakandinn því sýknaður af kröfu Landsbankans um greiðslu á 38,4 milljónum, auk þess sem að bankinn þarf að greiða 1,6 milljónir í málskostnað.Dóm Héraðsdóms má lesa hér.
Dómsmál Hrunið Íslenskir bankar Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Sjá meira