Birgir Ísleifur Gunnarsson er látinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2019 10:24 Birgir Ísleifur Gunnarsson. Birgir Ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi borgarstjóri, ráðherra og seðlabankastjóri, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gær, 83 ára að aldri. Morgunblaðið greinir frá. Birgir fæddist í Reykjavík 19. júlí 1936. Foreldrar hans voru Gunnar Espólín Benediktsson, hæstaréttarlögmaður, og Jórunn Ísleifsdóttir, húsmóðir. Birgir lauk stúdentsprófi úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1955 og nam lögfræði í Háskóla Íslands, þaðan sem hann lauk prófi árið 1961. Hann hlaut hæstaréttarlögmannsréttindi sex árum síðar, árið 1967. Hann sinnti ýmsum félagsstörfum á háskólaárunum og var m.a. formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands og formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna. Þá var Birgir framkvæmdastjóri Sambands ungra sjálfstæðismanna 1961-63 og gegndi svo embætti borgarstjóra í Reykjavík frá desember 1972 til maí 1978. Hann sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1979 til 1991 og var skipaður menntamálaráðherra til eins árs, frá 1987 til 1988. Þremur árum síðar tók hann við starfi seðlabankastjóra og starfaði sem slíkur þangað til hann fór á eftirlaun árið 2005. Eiginkona Birgis var Sonja Backman, ritari í Skóla Ísaks Jónssonar, fædd 26. ágúst 1938. Hún lést þann 5. október síðastliðin. Börn Birgis og Sonju eru Björg Jóna, Gunnar Jóhann, Ingunn Mjöll og Lilja Dögg. Alþingi Andlát Borgarstjórn Reykjavík Seðlabankinn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Birgir Ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi borgarstjóri, ráðherra og seðlabankastjóri, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gær, 83 ára að aldri. Morgunblaðið greinir frá. Birgir fæddist í Reykjavík 19. júlí 1936. Foreldrar hans voru Gunnar Espólín Benediktsson, hæstaréttarlögmaður, og Jórunn Ísleifsdóttir, húsmóðir. Birgir lauk stúdentsprófi úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1955 og nam lögfræði í Háskóla Íslands, þaðan sem hann lauk prófi árið 1961. Hann hlaut hæstaréttarlögmannsréttindi sex árum síðar, árið 1967. Hann sinnti ýmsum félagsstörfum á háskólaárunum og var m.a. formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands og formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna. Þá var Birgir framkvæmdastjóri Sambands ungra sjálfstæðismanna 1961-63 og gegndi svo embætti borgarstjóra í Reykjavík frá desember 1972 til maí 1978. Hann sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1979 til 1991 og var skipaður menntamálaráðherra til eins árs, frá 1987 til 1988. Þremur árum síðar tók hann við starfi seðlabankastjóra og starfaði sem slíkur þangað til hann fór á eftirlaun árið 2005. Eiginkona Birgis var Sonja Backman, ritari í Skóla Ísaks Jónssonar, fædd 26. ágúst 1938. Hún lést þann 5. október síðastliðin. Börn Birgis og Sonju eru Björg Jóna, Gunnar Jóhann, Ingunn Mjöll og Lilja Dögg.
Alþingi Andlát Borgarstjórn Reykjavík Seðlabankinn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira