Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. október 2019 18:45 Ungbörn hafa þurft að leita til barnadeildar Landspítalans vegna nóróveiru. Ungbarnaleikskóla í Grafarvogi var lokað í tæpa viku fyrir helgi vegna veirunnar. Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. Staðfest nóróveirusmit á ungbarnaleikskóla fékkst á mánudaginn í síðustu viku. Leikskólinn hefur pláss fyrir sextíu börn á aldrinum níu mánaða til tveggja ára. Nóróveirur eru bráðsmitandi og geta verið alvarlega þegar þær koma upp á fjölmennum stöðum, til að mynda leikskólum, skólum, dvalaheimilum og sjúkrahúsum. Á ungbarnaleikskólanum Ársól er hart tekið á því þegar veiran greinist. Skólastjóri leikskólans segir mörg börn og marga starfsmenn hafa veikst á síðustu tveimur vikum. „Vikan frá svona 16. október, þá voru mjög margir veikir. Það var innan við helmingur barna mætt 18. október. Starfsfólk smitaðist líka og þetta breiddist mjög hratt út,“ segir Berglind Grétarsdóttir, leikskólastjóri á ungbarnaleikskólanum Ársól.Berglind Grétarsdóttir, leikskólastjóri ungbarnaleikskólans Ársólar.Vísir/Baldur HrafnkellEkkert vit í öðru en að loka leikskólanum eftir að smitið fékkst staðfest „Það kom nóró fyrst fyrir fjórum árum og það var í raun þriggja mánaða ferli. Bæði börn og starfsfólk að smitast og hætti ekki fyrr en að þegar við lokuðum vegna jólaleyfis,“ segir Berglind. Með því að loka skólanum gengur veirusmit fyrr yfir. Skólahúsnæðið með öllu er sótthreinsað og foreldrar og börn í sóttkví heima við í að minnsta kosti fjóra sólarhringa. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þurftu sum barnanna aðhlynningu á barnaspítala vegna veikinda. Berglind segir foreldra sýna lokun sem þessari skilning. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur HrafnkellHeilbrigðiseftirlitið kannaði aðstæður eftir fréttaflutning Engin formleg tilkynning hafði borist til sóttvarnalæknis eða heilbrigðisyfirvalda um smitið frá leikskólanum. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt sé að útrýma veirunni, hún sé viðvarandi í þjóðfélaginu og að við því sé að búast að fleiri smit komi upp. „Það er alltaf hætta á því að það geti gerst og þess vegna höfum við líka birt leiðbeiningar um það að fólk gæti að sér, þegar það umgengst einstaklinga með niðurgang, að það gæti vel að hreinlæti og handþvotti. Gæti vel að mætvælum og passa að það komi ekki smit í matvæli og vatn og svo framvegis en það gerist því miður af og til,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. „Ertu feginn að þessu sé lokið þetta árið? Ég ætla að vona að þetta sé búið. Maður veit aldrei. það hefur komið fyrir að við höfum fengið aftur þannig að við skulum bara krossa fingur og vona að allir hressist sem fyrst,“ segir Berglind. Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Ungbörn hafa þurft að leita til barnadeildar Landspítalans vegna nóróveiru. Ungbarnaleikskóla í Grafarvogi var lokað í tæpa viku fyrir helgi vegna veirunnar. Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. Staðfest nóróveirusmit á ungbarnaleikskóla fékkst á mánudaginn í síðustu viku. Leikskólinn hefur pláss fyrir sextíu börn á aldrinum níu mánaða til tveggja ára. Nóróveirur eru bráðsmitandi og geta verið alvarlega þegar þær koma upp á fjölmennum stöðum, til að mynda leikskólum, skólum, dvalaheimilum og sjúkrahúsum. Á ungbarnaleikskólanum Ársól er hart tekið á því þegar veiran greinist. Skólastjóri leikskólans segir mörg börn og marga starfsmenn hafa veikst á síðustu tveimur vikum. „Vikan frá svona 16. október, þá voru mjög margir veikir. Það var innan við helmingur barna mætt 18. október. Starfsfólk smitaðist líka og þetta breiddist mjög hratt út,“ segir Berglind Grétarsdóttir, leikskólastjóri á ungbarnaleikskólanum Ársól.Berglind Grétarsdóttir, leikskólastjóri ungbarnaleikskólans Ársólar.Vísir/Baldur HrafnkellEkkert vit í öðru en að loka leikskólanum eftir að smitið fékkst staðfest „Það kom nóró fyrst fyrir fjórum árum og það var í raun þriggja mánaða ferli. Bæði börn og starfsfólk að smitast og hætti ekki fyrr en að þegar við lokuðum vegna jólaleyfis,“ segir Berglind. Með því að loka skólanum gengur veirusmit fyrr yfir. Skólahúsnæðið með öllu er sótthreinsað og foreldrar og börn í sóttkví heima við í að minnsta kosti fjóra sólarhringa. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þurftu sum barnanna aðhlynningu á barnaspítala vegna veikinda. Berglind segir foreldra sýna lokun sem þessari skilning. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur HrafnkellHeilbrigðiseftirlitið kannaði aðstæður eftir fréttaflutning Engin formleg tilkynning hafði borist til sóttvarnalæknis eða heilbrigðisyfirvalda um smitið frá leikskólanum. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt sé að útrýma veirunni, hún sé viðvarandi í þjóðfélaginu og að við því sé að búast að fleiri smit komi upp. „Það er alltaf hætta á því að það geti gerst og þess vegna höfum við líka birt leiðbeiningar um það að fólk gæti að sér, þegar það umgengst einstaklinga með niðurgang, að það gæti vel að hreinlæti og handþvotti. Gæti vel að mætvælum og passa að það komi ekki smit í matvæli og vatn og svo framvegis en það gerist því miður af og til,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. „Ertu feginn að þessu sé lokið þetta árið? Ég ætla að vona að þetta sé búið. Maður veit aldrei. það hefur komið fyrir að við höfum fengið aftur þannig að við skulum bara krossa fingur og vona að allir hressist sem fyrst,“ segir Berglind.
Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30