Tengsl fótboltans og bókmenntanna sterk Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. október 2019 06:15 Einar Örn og Hiroumi á stofnfundinum. Mynd/aðsend Íslenskur stuðningsmannaklúbbur baskneska knattspyrnuliðsins Athletic Bilbao var nýlega stofnaður. Formaðurinn er Einar Örn Sigurdórsson, eigandi RVK Brewing Co., og munu klúbbsfélagar koma þar saman til þess að fylgjast með leikjum liðsins í spænsku deildinni. Athletic Bilbao er lið með mikla sögu og var eitt af sigursælustu liðunum á Spáni á fyrri hluta síðustu aldar. Liðið er mjög sérstakt að því leyti að einungis þeir sem eru af baskneskum uppruna mega spila fyrir það. „Ég hef hrifist af menningu Baska og Bilbaoborgar. Þeir Baskar sem ég hef hitt eru ákaflega vinalegt og gott fólk,“ segir Einar. Einar kynntist liðinu fyrir ekki svo löngu síðan í gegnum vini og hyggst fara á sinn fyrsta leik bráðlega. Helstu andstæðingarnir í Baskalandi eru Real Sociedad en Einar segist ekki leggja fæð á þá. Það sem er einna athyglisverðast við Athletic Bilbao eru tengsl liðsins við menninguna. „Þeir leggja áherslu á að leikmennirnir lesi bókmenntir. Í liðinu er leshringur þar sem lesnar eru baskneskar bækur, bæði til yndisauka og til þess að gera leikinn fallegri,“ segir Einar. Þetta verður endurspeglað hér á Íslandi því á fundum stuðningsmannaliðsins verður lesið upp úr baskneskum fagurbókmenntum. Liðið hefur hvorki unnið deildina né bikarinn í 35 ár, en árið 1984 vann það tvennuna svokölluðu. Síðan þá hafa þeir oftast verið í miðjumoði en aldrei fallið. Einar hefur fulla trú á að liðið geti aftur keppt við risana, Barcelona og Real Madrid. Aðspurður um uppáhalds leikmanninn segir Einar það vera Artiz Aduriz, hinn 38 ára gamla framherja sem raðað hefur inn mörkum fyrir liðið á undanförnum árum. „Þrátt fyrir að hann sé eldgamall þá stendur hann enn fyrir sínu og skoraði meðal annars frábært mark úr hjólhestaspyrnu gegn Barcelona núna í haust.“ Það mark koma á lokamínútunum og tryggði liðinu sigur gegn Spánarmeisturunum. Um 20 manns hafa boðað sig í stuðningsmannaklúbbinn. Á stofnfundinn mætti Hiroumi Keimatsu, heiðursfélagi úr japanska stuðningsklúbbi liðsins, og Einar á von á því að samstarf verði á milli þeirra, hugsanlega varðandi ferðir á leiki. „Mér skilst að Bilbao-ingar taki þessum erlendu klúbbum sínum með kostum og kynjum þegar þeir koma í heimsókn. Við hlökkum til þess,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Spánn Spænski boltinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Íslenskur stuðningsmannaklúbbur baskneska knattspyrnuliðsins Athletic Bilbao var nýlega stofnaður. Formaðurinn er Einar Örn Sigurdórsson, eigandi RVK Brewing Co., og munu klúbbsfélagar koma þar saman til þess að fylgjast með leikjum liðsins í spænsku deildinni. Athletic Bilbao er lið með mikla sögu og var eitt af sigursælustu liðunum á Spáni á fyrri hluta síðustu aldar. Liðið er mjög sérstakt að því leyti að einungis þeir sem eru af baskneskum uppruna mega spila fyrir það. „Ég hef hrifist af menningu Baska og Bilbaoborgar. Þeir Baskar sem ég hef hitt eru ákaflega vinalegt og gott fólk,“ segir Einar. Einar kynntist liðinu fyrir ekki svo löngu síðan í gegnum vini og hyggst fara á sinn fyrsta leik bráðlega. Helstu andstæðingarnir í Baskalandi eru Real Sociedad en Einar segist ekki leggja fæð á þá. Það sem er einna athyglisverðast við Athletic Bilbao eru tengsl liðsins við menninguna. „Þeir leggja áherslu á að leikmennirnir lesi bókmenntir. Í liðinu er leshringur þar sem lesnar eru baskneskar bækur, bæði til yndisauka og til þess að gera leikinn fallegri,“ segir Einar. Þetta verður endurspeglað hér á Íslandi því á fundum stuðningsmannaliðsins verður lesið upp úr baskneskum fagurbókmenntum. Liðið hefur hvorki unnið deildina né bikarinn í 35 ár, en árið 1984 vann það tvennuna svokölluðu. Síðan þá hafa þeir oftast verið í miðjumoði en aldrei fallið. Einar hefur fulla trú á að liðið geti aftur keppt við risana, Barcelona og Real Madrid. Aðspurður um uppáhalds leikmanninn segir Einar það vera Artiz Aduriz, hinn 38 ára gamla framherja sem raðað hefur inn mörkum fyrir liðið á undanförnum árum. „Þrátt fyrir að hann sé eldgamall þá stendur hann enn fyrir sínu og skoraði meðal annars frábært mark úr hjólhestaspyrnu gegn Barcelona núna í haust.“ Það mark koma á lokamínútunum og tryggði liðinu sigur gegn Spánarmeisturunum. Um 20 manns hafa boðað sig í stuðningsmannaklúbbinn. Á stofnfundinn mætti Hiroumi Keimatsu, heiðursfélagi úr japanska stuðningsklúbbi liðsins, og Einar á von á því að samstarf verði á milli þeirra, hugsanlega varðandi ferðir á leiki. „Mér skilst að Bilbao-ingar taki þessum erlendu klúbbum sínum með kostum og kynjum þegar þeir koma í heimsókn. Við hlökkum til þess,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Spánn Spænski boltinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira