Meintum leka Seðlabankans til RÚV vísað til lögreglu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. október 2019 18:30 Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012 til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kann að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. Í byrjun mars beindi Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis því til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, að hann teldi ástæðu til að óska eftir nánari upplýsingum frá Seðlabankanum um meinta upplýsingagjöf til fréttastofu RÚV í aðdraganda húsleitar gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í húsakynnum Samherja. Í mörg ár rannsakaði gjaldeyriseftirlitið ætluð brot Samherja á lögum um gjaldeyrismál og lagði á stjórnvaldssektir sem síðar voru endanlega ógiltar með dómi Hæstaréttar í nóvember í fyrra. Katrín óskaði eftir upplýsingum um meintan upplýsingaleka og barst svar frá Seðlabankanum þann 12. apríl síðastliðinn. Þar kom fram að eftir yfirferð í tölvupósthólf Más Guðmundssonar, þáverandi bankastjóra og hjá fyrrum aðstoðarbankastjóra hafi ekkert hafi fundist sem styður leka til RÚV. Ingibjörg Guðbjartsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins, og fréttamaður RÚV, voru í samskiptum í rúman mánuð fyrir húsleitinaFréttablaðið/ValliTölvupóstur staðfesti samskipti rúmum mánuði fyrir húsleitina Í ágúst barst svo annað svarbréf frá Seðlabankanum og hefur fréttastofa bréfið undir höndum. Þar segir frá frekari athugun innri endurskoðanda bankans á tölvupósti og vinnugögnum stjórnenda gjaldeyriseftirlitsins. Í bréfinu kemur fram að skoðunin hafi leitt í ljós pósta í pósthólfi fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits sem staðfesta samskipti hans við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina í mars 2012. Framkvæmdastjórinn sem á í hlut er Ingibjörg Guðbjartsdóttir sem var framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. Ingibjörg fékk átta milljóna króna námsstyrk frá Seðlabankanum til að stunda framhaldsnám við Harvard-háskóla auk sextíu prósent launa í tólf mánuði á meðan hún var í náminu. Upplýst var um upphæð styrksins eftir að Seðlabankinn tapaði dómsmáli gegn blaðamanni Fréttablaðsins. Þá kemur fram í bréfinu að áður hafi komið fram að gjaldeyriseftirlitið hafi verið í sambandi við fréttamann RÚV vegna upplýsinga sem fréttamaðurinn veitti því. Samskiptin virðist hafa tengst því og í engum póstanna séu trúnaðarupplýsingar sendar fréttamanninum. Í einum póstinum sem sendur var daginn fyrir húsleitina virðist sem fréttamaðurinn hafi haft upplýsingar um húsleitina. Ekkert svar við póstinum sé að finna í pósthólfi framkvæmdastjórans.Háttsemin kunni að fela í sér refsivert brot Í bréfi forsætisráðherra til Seðlabankans frá því núna í september, sem fréttastofa hefur einnig undir höndum, er vísað til þess að í minnisblaði innri endurskoðenda bankans komi fram að gögnin beri með sér að annar tiltekinn starfsmaður Seðlabanka Íslands hafi verið í samskiptum við starfsmann RÚV á þessum tíma. Ekki sé þó vitað hvernig RÚV hafi komist yfir upplýsingar um húsleitina. Þá segir í bréfi forsætisráðherra að háttsemi af þessu tagi kunni að fela í sér refsivert brot og því hafi forsætisráðuneytið ákveðið að upplýsa embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um málið. Sama dag sendi ráðherra lögreglustjóranum bréf, sem fréttastofa hefur einnig undir höndum, þar sem segir að forsætisráðuneytið hafi ekki úrræði til að upplýsa málið frekar. Þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot sé rétt að upplýsa lögreglustjóra um málið, óháð því hvort hugsanleg lögbrot kunni að vera fyrnd.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.fbl/antonSegir húsleitina hafa verið stórskipulagða árás Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að nú sé í fyrsta sinn komin formleg viðurkenning á samskiptum RÚV og Seðlabankans „Þetta er staðfesting á því sem við teljum okkar hafa vitað hjá Samherja. Það var alveg ljóst að þegar þessi húsleit fór fram þá var RÚV mætt þannig þeir hafa í raun alltaf verið þátttakendur í þessu,“ segir Þorsteinn Már. Þetta hafi verið þaulskipulögð árás, gerð til að valda sem mestu tjóni. „Og það að forsætisráðherra vísi þessu máli til lögreglu sýnir náttúrulega alvarleika málsins,“ segir Þorsteinn Már. Dómsmál Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherji kærir stjórnendur Seðlabankans til lögreglu Höfða einnig skaðabótamál. 30. apríl 2019 17:57 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012 til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kann að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. Í byrjun mars beindi Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis því til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, að hann teldi ástæðu til að óska eftir nánari upplýsingum frá Seðlabankanum um meinta upplýsingagjöf til fréttastofu RÚV í aðdraganda húsleitar gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í húsakynnum Samherja. Í mörg ár rannsakaði gjaldeyriseftirlitið ætluð brot Samherja á lögum um gjaldeyrismál og lagði á stjórnvaldssektir sem síðar voru endanlega ógiltar með dómi Hæstaréttar í nóvember í fyrra. Katrín óskaði eftir upplýsingum um meintan upplýsingaleka og barst svar frá Seðlabankanum þann 12. apríl síðastliðinn. Þar kom fram að eftir yfirferð í tölvupósthólf Más Guðmundssonar, þáverandi bankastjóra og hjá fyrrum aðstoðarbankastjóra hafi ekkert hafi fundist sem styður leka til RÚV. Ingibjörg Guðbjartsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins, og fréttamaður RÚV, voru í samskiptum í rúman mánuð fyrir húsleitinaFréttablaðið/ValliTölvupóstur staðfesti samskipti rúmum mánuði fyrir húsleitina Í ágúst barst svo annað svarbréf frá Seðlabankanum og hefur fréttastofa bréfið undir höndum. Þar segir frá frekari athugun innri endurskoðanda bankans á tölvupósti og vinnugögnum stjórnenda gjaldeyriseftirlitsins. Í bréfinu kemur fram að skoðunin hafi leitt í ljós pósta í pósthólfi fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits sem staðfesta samskipti hans við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina í mars 2012. Framkvæmdastjórinn sem á í hlut er Ingibjörg Guðbjartsdóttir sem var framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. Ingibjörg fékk átta milljóna króna námsstyrk frá Seðlabankanum til að stunda framhaldsnám við Harvard-háskóla auk sextíu prósent launa í tólf mánuði á meðan hún var í náminu. Upplýst var um upphæð styrksins eftir að Seðlabankinn tapaði dómsmáli gegn blaðamanni Fréttablaðsins. Þá kemur fram í bréfinu að áður hafi komið fram að gjaldeyriseftirlitið hafi verið í sambandi við fréttamann RÚV vegna upplýsinga sem fréttamaðurinn veitti því. Samskiptin virðist hafa tengst því og í engum póstanna séu trúnaðarupplýsingar sendar fréttamanninum. Í einum póstinum sem sendur var daginn fyrir húsleitina virðist sem fréttamaðurinn hafi haft upplýsingar um húsleitina. Ekkert svar við póstinum sé að finna í pósthólfi framkvæmdastjórans.Háttsemin kunni að fela í sér refsivert brot Í bréfi forsætisráðherra til Seðlabankans frá því núna í september, sem fréttastofa hefur einnig undir höndum, er vísað til þess að í minnisblaði innri endurskoðenda bankans komi fram að gögnin beri með sér að annar tiltekinn starfsmaður Seðlabanka Íslands hafi verið í samskiptum við starfsmann RÚV á þessum tíma. Ekki sé þó vitað hvernig RÚV hafi komist yfir upplýsingar um húsleitina. Þá segir í bréfi forsætisráðherra að háttsemi af þessu tagi kunni að fela í sér refsivert brot og því hafi forsætisráðuneytið ákveðið að upplýsa embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um málið. Sama dag sendi ráðherra lögreglustjóranum bréf, sem fréttastofa hefur einnig undir höndum, þar sem segir að forsætisráðuneytið hafi ekki úrræði til að upplýsa málið frekar. Þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot sé rétt að upplýsa lögreglustjóra um málið, óháð því hvort hugsanleg lögbrot kunni að vera fyrnd.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.fbl/antonSegir húsleitina hafa verið stórskipulagða árás Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að nú sé í fyrsta sinn komin formleg viðurkenning á samskiptum RÚV og Seðlabankans „Þetta er staðfesting á því sem við teljum okkar hafa vitað hjá Samherja. Það var alveg ljóst að þegar þessi húsleit fór fram þá var RÚV mætt þannig þeir hafa í raun alltaf verið þátttakendur í þessu,“ segir Þorsteinn Már. Þetta hafi verið þaulskipulögð árás, gerð til að valda sem mestu tjóni. „Og það að forsætisráðherra vísi þessu máli til lögreglu sýnir náttúrulega alvarleika málsins,“ segir Þorsteinn Már.
Dómsmál Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherji kærir stjórnendur Seðlabankans til lögreglu Höfða einnig skaðabótamál. 30. apríl 2019 17:57 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira