Þúsunda milljarða kostnaður af flugvelli í Vatnsmýri Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. október 2019 13:00 Air Iceland Connect áætlar að fara í miklar endurbætur á flugstöð Reykjavíkurflugvallar, sem er komin til ára sinna. Vísir/Vilhelm Samtökum um betri byggð þykir skjóta skökku við að Air Iceland Connect hyggist ráðast í kostnaðarsama uppbyggingu í Vatnsmýri, á sama tíma og innanlandsflug á í vök að verjast. Réttar væri að snúa vörn í sókn og loka Reykjavíkurflugvelli, sem hafi haft þúsunda milljarða kostnað í för með sér fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Air Iceland Connect áætlar að fara í miklar endurbætur á flugstöð Reykjavíkurflugvallar, sem er komin til ára sinna. Flugstefna Íslands gerir ráð fyrir miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri, þangað til annar betri kostur finnst, og sagði framkvæmdastjóri Air Iceland Connect í samtali við fréttastofu í vikunni að hann sæi framtíð Reykjavíkurflugvallar ekki annars staðar.Sjá einnig: Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugsÞessi uppbygging flugfélagsins er þó ekki skynsamleg að mati Samtaka um betri byggð í ljósi hnignunar innanlandsflugsins, sem birst hefur í fækkun farþega, flugvéla og starfsfólks Air Iceland Connect. „Að setja í þetta hundruði milljóna eða meira, það hlýtur að vera efnahagslega eitthvað bogið við það“, segir arkitektinn Örn Sigurðsson, talsmaður samtakanna.Jafn stórt og París og Manhattan „Okkur finnst að þeir ættu frekar að stuðla að því það verði undinn bráður bugur að því að hanna nýjan flugvöll fyrir innanlandsflugið ef þeir hugsa sér þá yfirhöfuð að halda þeirri starfsemi áfram, það er bara pólitísk ákvörðun.“ Örn nefnir Hvassahraun í því samhengi, þar sé tækifæri fyrir Air Iceland Connect til að snúa vörn í sókn. „Í Hvassahrauni eru bara kjöraðstæður til þess að byrja að reka innanlandsflug í samþættingu við einhverskonar millilandaflug og þá fá alveg nýjan grunn fyrir reksturinn.“ Það myndi liðka fyrir uppbyggingu nýrrar miðborgar í Vatnsmýri sem myndi fylgja mikill samfélagslegur ábati. Reykjavíkurflugvöllur hafi stuðlað að því að höfuðborgarsvæðið sé nú jafn stórt að flatarmáli og stórborgirnar Manhattan og París samanlagt, með ómældum kostnaði fyrir íbúa. „Allar ferðir, allar lagnir og götur og veitur og erindi höfuðborgarbúa í dag að minnsta kosti tvöfalt lengri en þær hefðu ella orðið og ef menn vilja byrja að reikna út kostnaðinn við það þá skiptir hann örugglega tugum þúsunda milljarða ef það er uppsafnað,“ segir Örn Sigurðsson. Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugs Auk þess stendur til að malbika bílastæðin og setja á þau gjaldskyldu. 21. október 2019 18:30 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Samtökum um betri byggð þykir skjóta skökku við að Air Iceland Connect hyggist ráðast í kostnaðarsama uppbyggingu í Vatnsmýri, á sama tíma og innanlandsflug á í vök að verjast. Réttar væri að snúa vörn í sókn og loka Reykjavíkurflugvelli, sem hafi haft þúsunda milljarða kostnað í för með sér fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Air Iceland Connect áætlar að fara í miklar endurbætur á flugstöð Reykjavíkurflugvallar, sem er komin til ára sinna. Flugstefna Íslands gerir ráð fyrir miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri, þangað til annar betri kostur finnst, og sagði framkvæmdastjóri Air Iceland Connect í samtali við fréttastofu í vikunni að hann sæi framtíð Reykjavíkurflugvallar ekki annars staðar.Sjá einnig: Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugsÞessi uppbygging flugfélagsins er þó ekki skynsamleg að mati Samtaka um betri byggð í ljósi hnignunar innanlandsflugsins, sem birst hefur í fækkun farþega, flugvéla og starfsfólks Air Iceland Connect. „Að setja í þetta hundruði milljóna eða meira, það hlýtur að vera efnahagslega eitthvað bogið við það“, segir arkitektinn Örn Sigurðsson, talsmaður samtakanna.Jafn stórt og París og Manhattan „Okkur finnst að þeir ættu frekar að stuðla að því það verði undinn bráður bugur að því að hanna nýjan flugvöll fyrir innanlandsflugið ef þeir hugsa sér þá yfirhöfuð að halda þeirri starfsemi áfram, það er bara pólitísk ákvörðun.“ Örn nefnir Hvassahraun í því samhengi, þar sé tækifæri fyrir Air Iceland Connect til að snúa vörn í sókn. „Í Hvassahrauni eru bara kjöraðstæður til þess að byrja að reka innanlandsflug í samþættingu við einhverskonar millilandaflug og þá fá alveg nýjan grunn fyrir reksturinn.“ Það myndi liðka fyrir uppbyggingu nýrrar miðborgar í Vatnsmýri sem myndi fylgja mikill samfélagslegur ábati. Reykjavíkurflugvöllur hafi stuðlað að því að höfuðborgarsvæðið sé nú jafn stórt að flatarmáli og stórborgirnar Manhattan og París samanlagt, með ómældum kostnaði fyrir íbúa. „Allar ferðir, allar lagnir og götur og veitur og erindi höfuðborgarbúa í dag að minnsta kosti tvöfalt lengri en þær hefðu ella orðið og ef menn vilja byrja að reikna út kostnaðinn við það þá skiptir hann örugglega tugum þúsunda milljarða ef það er uppsafnað,“ segir Örn Sigurðsson.
Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugs Auk þess stendur til að malbika bílastæðin og setja á þau gjaldskyldu. 21. október 2019 18:30 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugs Auk þess stendur til að malbika bílastæðin og setja á þau gjaldskyldu. 21. október 2019 18:30