Tólf fyrrverandi skjólstæðingar Vogs hafa látist á árinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. október 2019 22:00 Tólf af fyrrum skjólstæðingum Vogs, á aldrinum 20-29 ára, hafa látist á árinu. Læknir á Vogi segir af ólöglegum vímuefnum sé hópurinn oftast háður örvandi efnum en einnig séu dæmi um fíkn í sterk verkjalyf. Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa tólf manns úr sjúklingahópi SÁÁ á aldrinum 20-29 ára látist. „Það þýðir ekki endilega að þeir hafi verið nýbúnir að vera hjá okkur á þessu ári eða síðasta. Þetta þýðir einfaldlega að þeir hafa einhvern tímann komið til okkar vegna fíknisjúkdóms og útskrifast og hafa þá látist núna á árinu,“ segir Hildur Þórarinsdóttir, yfirlæknir á Vogi.Hildur Þórarinsdóttir, læknir á vogi.vísirFólkið geti hafa látist af öðrum osökum. „En maður leiðir að því líkum að oft eru þessi dauðsföll í tengslum við fíknisjúkdóminn.“ Árið 2017 voru dauðsföll á aldrinum 20-39 ára úr gagnagrunni SÁÁ 50 af 125 dauðsföllum Íslendinga, eða 40 prósent. Sama ár voru fimmtíu prósent ótímabærra dauðsfalla í aldurshópnum 20-24 ára sjúklingar SÁÁ. „Við sjáum það þegar við kíkjum á okkar gagnagrunn og tölur um látna að við virðumst eiga töluverðan hluta þeirra sem látast í þessum aldurshópum.“ Hildur segir að yngstu skjólstæðingarnir séu oftast háðir örvandi efnum en gríðarleg fjölgun hefur orðið á síðustu árum á innlögnum vegna fíknar í örvandi efni. „Yngsti aldurshópurinn okkar, það er eiginlega algengast að hann sé að koma og verða háður örvandi efnum. En við sjáum auðvitað að unga fólkið gefur stundum upp að hafa verið að nota sterkari verkjalyf og við höfum auðvitað áhyggjur af því.“ Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Tólf af fyrrum skjólstæðingum Vogs, á aldrinum 20-29 ára, hafa látist á árinu. Læknir á Vogi segir af ólöglegum vímuefnum sé hópurinn oftast háður örvandi efnum en einnig séu dæmi um fíkn í sterk verkjalyf. Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa tólf manns úr sjúklingahópi SÁÁ á aldrinum 20-29 ára látist. „Það þýðir ekki endilega að þeir hafi verið nýbúnir að vera hjá okkur á þessu ári eða síðasta. Þetta þýðir einfaldlega að þeir hafa einhvern tímann komið til okkar vegna fíknisjúkdóms og útskrifast og hafa þá látist núna á árinu,“ segir Hildur Þórarinsdóttir, yfirlæknir á Vogi.Hildur Þórarinsdóttir, læknir á vogi.vísirFólkið geti hafa látist af öðrum osökum. „En maður leiðir að því líkum að oft eru þessi dauðsföll í tengslum við fíknisjúkdóminn.“ Árið 2017 voru dauðsföll á aldrinum 20-39 ára úr gagnagrunni SÁÁ 50 af 125 dauðsföllum Íslendinga, eða 40 prósent. Sama ár voru fimmtíu prósent ótímabærra dauðsfalla í aldurshópnum 20-24 ára sjúklingar SÁÁ. „Við sjáum það þegar við kíkjum á okkar gagnagrunn og tölur um látna að við virðumst eiga töluverðan hluta þeirra sem látast í þessum aldurshópum.“ Hildur segir að yngstu skjólstæðingarnir séu oftast háðir örvandi efnum en gríðarleg fjölgun hefur orðið á síðustu árum á innlögnum vegna fíknar í örvandi efni. „Yngsti aldurshópurinn okkar, það er eiginlega algengast að hann sé að koma og verða háður örvandi efnum. En við sjáum auðvitað að unga fólkið gefur stundum upp að hafa verið að nota sterkari verkjalyf og við höfum auðvitað áhyggjur af því.“
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira