ESB samþykkir að fresta Brexit og Johnson berst fyrir kosningum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. október 2019 18:45 Evrópusambandið hefur samþykkt að fresta útgöngu Bretlands. Ekki verður ákveðið fyrr en eftir helgi hversu lengi útgöngu verður frestað. Sajiv Javid, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í morgun að það Bretland myndi ekki ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október, líkt og stefnt hafði verið að og Boris Johnson forsætisráðherra hafði ítrekað lofað. Johnson var spurður út í ummælin og sagði það nú undir Evrópusambandinu komið hvenær Bretar ganga út. „Eins og staðan er í dag er utgangan 31. október. Þingið, eins og þú veist, ákvað að Evrópusambandið yrði beðið um frestun. Það var ekki mín stefna og ég studdi það ekki. Lagðist alfarið gegn því. Við ættum að ganga út 31. október.“ Eins og Johnson sagði er það nú undir ESB komið að samþykkja eða hafna beiðni ríkisstjórnar Bretlands um frestun. Johnson var skuldbundinn til þess að senda þá beiðni eftir að þingið neitaði því að samþykkja nýjan útgöngusamning ríkisstjórnar hans síðasta laugardag. Þingið hafnaði því einnig að flýta meðferð samningsins á þingi svo afar ólíklegt er að Johnson takist að halda í settan útgöngudag. Mina Andreeva, upplýsingafulltrúi framkvæmdastjórnar ESB, staðfesti frestun í dag. „Það sem ég get sagt ykkur er að sammælst hefur verið um það að veita frestun og við munum halda áfram þessari vinnu á næstu dögum.“ Johnson ætlar sér nú að reyna að boða til nýrra þingkosninga á Bretlandi. Slík tillaga þarf að fara í gegnum þingið, sem hefur hafnað fyrri kosningatillögum forsætisráðherrans og krafist þess að fyrst sé tryggt að samningslaus útganga sé ekki á borðinu. „Við viljum hafa það á hreinu að við erum tilbúin til þess að gefa þessu lengri tíma ef, og einungis ef, Verkamannaflokkurinn samþykkir kosningar 12. desember. Ég fæ ekki betur séð en að Verkamannaflokkurinn sé klofinn í afstöðu sinni til nýrra kosninga.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Evrópusambandið hefur samþykkt að fresta útgöngu Bretlands. Ekki verður ákveðið fyrr en eftir helgi hversu lengi útgöngu verður frestað. Sajiv Javid, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í morgun að það Bretland myndi ekki ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október, líkt og stefnt hafði verið að og Boris Johnson forsætisráðherra hafði ítrekað lofað. Johnson var spurður út í ummælin og sagði það nú undir Evrópusambandinu komið hvenær Bretar ganga út. „Eins og staðan er í dag er utgangan 31. október. Þingið, eins og þú veist, ákvað að Evrópusambandið yrði beðið um frestun. Það var ekki mín stefna og ég studdi það ekki. Lagðist alfarið gegn því. Við ættum að ganga út 31. október.“ Eins og Johnson sagði er það nú undir ESB komið að samþykkja eða hafna beiðni ríkisstjórnar Bretlands um frestun. Johnson var skuldbundinn til þess að senda þá beiðni eftir að þingið neitaði því að samþykkja nýjan útgöngusamning ríkisstjórnar hans síðasta laugardag. Þingið hafnaði því einnig að flýta meðferð samningsins á þingi svo afar ólíklegt er að Johnson takist að halda í settan útgöngudag. Mina Andreeva, upplýsingafulltrúi framkvæmdastjórnar ESB, staðfesti frestun í dag. „Það sem ég get sagt ykkur er að sammælst hefur verið um það að veita frestun og við munum halda áfram þessari vinnu á næstu dögum.“ Johnson ætlar sér nú að reyna að boða til nýrra þingkosninga á Bretlandi. Slík tillaga þarf að fara í gegnum þingið, sem hefur hafnað fyrri kosningatillögum forsætisráðherrans og krafist þess að fyrst sé tryggt að samningslaus útganga sé ekki á borðinu. „Við viljum hafa það á hreinu að við erum tilbúin til þess að gefa þessu lengri tíma ef, og einungis ef, Verkamannaflokkurinn samþykkir kosningar 12. desember. Ég fæ ekki betur séð en að Verkamannaflokkurinn sé klofinn í afstöðu sinni til nýrra kosninga.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira