Bandaríkin taka ekki þátt í milljarðaaðstoð vegna loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2019 16:34 Loftslagsmótmælendur í Kanada krefjast aðgerða í Edmonton í síðustu viku. AP/Dave Chidley Iðnríki hafa heitið því að leggja um 9,8 milljarða dollara, jafnvirði rúmra 1.200 milljarða íslenskra króna, í sjóð sem á að aðstoða fátæk ríki við að berjast gegn og aðlagast loftslagsbreytingum af völdum manna. Bandaríkin, sögulega stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda, leggja ekkert af mörkum til sjóðsins. Alls hafa 27 ríki lofað að leggja Græna loftslagssjóðnum til fé, að sögn Yannicks Glemarec, framkvæmdastjóra hans. Fjárhagslegt bolmagn sjóðsins aukist þannig úr 1,4 milljarða dollara á ári í 2,4 milljarða dollara frá 2020 til 2024. Um helmingur fjárins kemur frá Evrópuríkjunum Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Græni loftslagssjóðurinn var stofnaður fyrir fimm árum til að hjálpa fátækari ríkjum að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum og aðlagast loftslagsbreytingum. Hann er hluti af rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Honum var upphaflega lagðir til um sjö milljarðar dollara en það fé er nú nær uppurið, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin ætla ekki að leggja sjóðnum til neitt fé og áströlsk stjórnvöld ekki heldur. Umhverfis- og mannréttindasamtök fordæma þá ákvörðun ríkjanna sem bæði eru á meðal umsvifamestu losenda gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Regnhlífarsamtökin Loftslagsaðgerðanetið (e. Climate Action Network) saka ríkin tvö um að snúa bakinu við fátækustu ríkjum heims og einangra sig gagnvart alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hét sjóðum þremur milljörðum dollara á sínum tíma en eftirmaður hans, Donald Trump, stöðvaði tveggja milljarða framlag til sjóðsins eftir að hann tók við embætti árið 2017. Bandarísk stjórnvöld hafa nú hafið formlegan undirbúning að því að draga sig út úr Parísarsamkomulaginu síðar á þessu ári. Glemarec segir að þrátt fyrir að Bandaríkin og Ástralía hafi gengið úr skaftinu telji hann líklegt að hægt verði að afla frekari framlaga fyrir árlega loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Santiago í Síle í desember. Loftslagsaðgerðanetið sakar ríkisstjórnir Kanada, Hollands, Portúgals, Lúxemborgar, Nýja-Sjálands, Austurríkis og Belgíu einnig um að leggja sjóðnum ekki til sanngjarnan skerf. Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Iðnríki hafa heitið því að leggja um 9,8 milljarða dollara, jafnvirði rúmra 1.200 milljarða íslenskra króna, í sjóð sem á að aðstoða fátæk ríki við að berjast gegn og aðlagast loftslagsbreytingum af völdum manna. Bandaríkin, sögulega stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda, leggja ekkert af mörkum til sjóðsins. Alls hafa 27 ríki lofað að leggja Græna loftslagssjóðnum til fé, að sögn Yannicks Glemarec, framkvæmdastjóra hans. Fjárhagslegt bolmagn sjóðsins aukist þannig úr 1,4 milljarða dollara á ári í 2,4 milljarða dollara frá 2020 til 2024. Um helmingur fjárins kemur frá Evrópuríkjunum Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Græni loftslagssjóðurinn var stofnaður fyrir fimm árum til að hjálpa fátækari ríkjum að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum og aðlagast loftslagsbreytingum. Hann er hluti af rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Honum var upphaflega lagðir til um sjö milljarðar dollara en það fé er nú nær uppurið, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin ætla ekki að leggja sjóðnum til neitt fé og áströlsk stjórnvöld ekki heldur. Umhverfis- og mannréttindasamtök fordæma þá ákvörðun ríkjanna sem bæði eru á meðal umsvifamestu losenda gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Regnhlífarsamtökin Loftslagsaðgerðanetið (e. Climate Action Network) saka ríkin tvö um að snúa bakinu við fátækustu ríkjum heims og einangra sig gagnvart alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hét sjóðum þremur milljörðum dollara á sínum tíma en eftirmaður hans, Donald Trump, stöðvaði tveggja milljarða framlag til sjóðsins eftir að hann tók við embætti árið 2017. Bandarísk stjórnvöld hafa nú hafið formlegan undirbúning að því að draga sig út úr Parísarsamkomulaginu síðar á þessu ári. Glemarec segir að þrátt fyrir að Bandaríkin og Ástralía hafi gengið úr skaftinu telji hann líklegt að hægt verði að afla frekari framlaga fyrir árlega loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Santiago í Síle í desember. Loftslagsaðgerðanetið sakar ríkisstjórnir Kanada, Hollands, Portúgals, Lúxemborgar, Nýja-Sjálands, Austurríkis og Belgíu einnig um að leggja sjóðnum ekki til sanngjarnan skerf.
Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira