Norskur fyrrverandi þingmaður í sjö mánaða fangelsi vegna falskra ferðareikninga Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2019 12:41 Mazyar Keshvari tók sæti á norska þinginu árið 2013. Mynd/FRP Dómstóll í Noregi dæmdi í dag fyrrverandi þingmann á norska þinginu í sjö mánaða fangelsi fyrir gróf fjársvik og fyrir að hafa skilað inn fölskum ferðareikningum til skrifstofu þingsins á þeim tíma er hann gegndi þingmennsku. Hinn 38 ára Mazyar Keshvari tók sæti á norska þinginu fyrir Framfaraflokkinn árið 2013. Aftonposten greindi frá því á síðasta ári að Keshvari hafi skilað inn fölskum ferðareikningum. Gat blaðið sýnt fram á að þingmaðurinn hafi í raun aldrei farið í umræddar ferðir. Keshvari játaði síðar að hafa skilað inn fölskum ferðareikningum að andvirði 450 þúsund norskra króna, um sex milljónir íslenskra króna. Hann hefur nú endurgreitt fjárhæðirnar. Dómarinn sagði að það væri metið til refsiþyngingar að brotin hafi átt sér stað yfir lengra tímabil.Handtekinn vegna rússneskrar rúllettu Keshvari tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann hafi skráð sig úr Framfaraflokknum. Bað hann fjölskyldu sína, samstarfsmenn og þingið afsökunar á gjörðum sínum. Saksóknarar höfðu farið fram á átján mánaða fangelsi. Fyrr í ár greindu norskir fjölmiðlar frá því að Keshvari hafi verið handtekinn vegna ógnunartilburða í febrúar. Hafði hann verið tilkynntur til lögreglu af manni sem sakaði þingmanninn um að hafa ógnað sér með skotvopni. Var þingmaðurinn sagður hafa framkvæmt einhverja tegund af „rússneskri rúllettu“. Hafi hann verið ölvaður þegar atvikið átti sér stað og hefur lögregla stuðst við hljóðupptöku sem tekin var upp þegar atvikið átti sér stað við rannsókn málsins. Keshvari neitar sök í því máli. Noregur Tengdar fréttir Hertar reglur eftir svindl Hertar reglur hafa verið settar um eftirlit með og endurgreiðslu ferðareikninga norskra þingmanna eftir að blaðið Aftenposten greindi frá því fyrr í haust að þingmaður hefði fengið endurgreiddar ferðir sem ekki voru farnar. 23. nóvember 2018 09:00 Norskur þingmaður handtekinn eftir „rússneska rúllettu“ Lögregla í Noregi handtók um helgina þingmanninn Mazyar Keshvari vegna gruns um að hafa ógnað öðrum með skotvopni. 4. febrúar 2019 11:32 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Sjá meira
Dómstóll í Noregi dæmdi í dag fyrrverandi þingmann á norska þinginu í sjö mánaða fangelsi fyrir gróf fjársvik og fyrir að hafa skilað inn fölskum ferðareikningum til skrifstofu þingsins á þeim tíma er hann gegndi þingmennsku. Hinn 38 ára Mazyar Keshvari tók sæti á norska þinginu fyrir Framfaraflokkinn árið 2013. Aftonposten greindi frá því á síðasta ári að Keshvari hafi skilað inn fölskum ferðareikningum. Gat blaðið sýnt fram á að þingmaðurinn hafi í raun aldrei farið í umræddar ferðir. Keshvari játaði síðar að hafa skilað inn fölskum ferðareikningum að andvirði 450 þúsund norskra króna, um sex milljónir íslenskra króna. Hann hefur nú endurgreitt fjárhæðirnar. Dómarinn sagði að það væri metið til refsiþyngingar að brotin hafi átt sér stað yfir lengra tímabil.Handtekinn vegna rússneskrar rúllettu Keshvari tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann hafi skráð sig úr Framfaraflokknum. Bað hann fjölskyldu sína, samstarfsmenn og þingið afsökunar á gjörðum sínum. Saksóknarar höfðu farið fram á átján mánaða fangelsi. Fyrr í ár greindu norskir fjölmiðlar frá því að Keshvari hafi verið handtekinn vegna ógnunartilburða í febrúar. Hafði hann verið tilkynntur til lögreglu af manni sem sakaði þingmanninn um að hafa ógnað sér með skotvopni. Var þingmaðurinn sagður hafa framkvæmt einhverja tegund af „rússneskri rúllettu“. Hafi hann verið ölvaður þegar atvikið átti sér stað og hefur lögregla stuðst við hljóðupptöku sem tekin var upp þegar atvikið átti sér stað við rannsókn málsins. Keshvari neitar sök í því máli.
Noregur Tengdar fréttir Hertar reglur eftir svindl Hertar reglur hafa verið settar um eftirlit með og endurgreiðslu ferðareikninga norskra þingmanna eftir að blaðið Aftenposten greindi frá því fyrr í haust að þingmaður hefði fengið endurgreiddar ferðir sem ekki voru farnar. 23. nóvember 2018 09:00 Norskur þingmaður handtekinn eftir „rússneska rúllettu“ Lögregla í Noregi handtók um helgina þingmanninn Mazyar Keshvari vegna gruns um að hafa ógnað öðrum með skotvopni. 4. febrúar 2019 11:32 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Sjá meira
Hertar reglur eftir svindl Hertar reglur hafa verið settar um eftirlit með og endurgreiðslu ferðareikninga norskra þingmanna eftir að blaðið Aftenposten greindi frá því fyrr í haust að þingmaður hefði fengið endurgreiddar ferðir sem ekki voru farnar. 23. nóvember 2018 09:00
Norskur þingmaður handtekinn eftir „rússneska rúllettu“ Lögregla í Noregi handtók um helgina þingmanninn Mazyar Keshvari vegna gruns um að hafa ógnað öðrum með skotvopni. 4. febrúar 2019 11:32