Norskur fyrrverandi þingmaður í sjö mánaða fangelsi vegna falskra ferðareikninga Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2019 12:41 Mazyar Keshvari tók sæti á norska þinginu árið 2013. Mynd/FRP Dómstóll í Noregi dæmdi í dag fyrrverandi þingmann á norska þinginu í sjö mánaða fangelsi fyrir gróf fjársvik og fyrir að hafa skilað inn fölskum ferðareikningum til skrifstofu þingsins á þeim tíma er hann gegndi þingmennsku. Hinn 38 ára Mazyar Keshvari tók sæti á norska þinginu fyrir Framfaraflokkinn árið 2013. Aftonposten greindi frá því á síðasta ári að Keshvari hafi skilað inn fölskum ferðareikningum. Gat blaðið sýnt fram á að þingmaðurinn hafi í raun aldrei farið í umræddar ferðir. Keshvari játaði síðar að hafa skilað inn fölskum ferðareikningum að andvirði 450 þúsund norskra króna, um sex milljónir íslenskra króna. Hann hefur nú endurgreitt fjárhæðirnar. Dómarinn sagði að það væri metið til refsiþyngingar að brotin hafi átt sér stað yfir lengra tímabil.Handtekinn vegna rússneskrar rúllettu Keshvari tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann hafi skráð sig úr Framfaraflokknum. Bað hann fjölskyldu sína, samstarfsmenn og þingið afsökunar á gjörðum sínum. Saksóknarar höfðu farið fram á átján mánaða fangelsi. Fyrr í ár greindu norskir fjölmiðlar frá því að Keshvari hafi verið handtekinn vegna ógnunartilburða í febrúar. Hafði hann verið tilkynntur til lögreglu af manni sem sakaði þingmanninn um að hafa ógnað sér með skotvopni. Var þingmaðurinn sagður hafa framkvæmt einhverja tegund af „rússneskri rúllettu“. Hafi hann verið ölvaður þegar atvikið átti sér stað og hefur lögregla stuðst við hljóðupptöku sem tekin var upp þegar atvikið átti sér stað við rannsókn málsins. Keshvari neitar sök í því máli. Noregur Tengdar fréttir Hertar reglur eftir svindl Hertar reglur hafa verið settar um eftirlit með og endurgreiðslu ferðareikninga norskra þingmanna eftir að blaðið Aftenposten greindi frá því fyrr í haust að þingmaður hefði fengið endurgreiddar ferðir sem ekki voru farnar. 23. nóvember 2018 09:00 Norskur þingmaður handtekinn eftir „rússneska rúllettu“ Lögregla í Noregi handtók um helgina þingmanninn Mazyar Keshvari vegna gruns um að hafa ógnað öðrum með skotvopni. 4. febrúar 2019 11:32 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Dómstóll í Noregi dæmdi í dag fyrrverandi þingmann á norska þinginu í sjö mánaða fangelsi fyrir gróf fjársvik og fyrir að hafa skilað inn fölskum ferðareikningum til skrifstofu þingsins á þeim tíma er hann gegndi þingmennsku. Hinn 38 ára Mazyar Keshvari tók sæti á norska þinginu fyrir Framfaraflokkinn árið 2013. Aftonposten greindi frá því á síðasta ári að Keshvari hafi skilað inn fölskum ferðareikningum. Gat blaðið sýnt fram á að þingmaðurinn hafi í raun aldrei farið í umræddar ferðir. Keshvari játaði síðar að hafa skilað inn fölskum ferðareikningum að andvirði 450 þúsund norskra króna, um sex milljónir íslenskra króna. Hann hefur nú endurgreitt fjárhæðirnar. Dómarinn sagði að það væri metið til refsiþyngingar að brotin hafi átt sér stað yfir lengra tímabil.Handtekinn vegna rússneskrar rúllettu Keshvari tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann hafi skráð sig úr Framfaraflokknum. Bað hann fjölskyldu sína, samstarfsmenn og þingið afsökunar á gjörðum sínum. Saksóknarar höfðu farið fram á átján mánaða fangelsi. Fyrr í ár greindu norskir fjölmiðlar frá því að Keshvari hafi verið handtekinn vegna ógnunartilburða í febrúar. Hafði hann verið tilkynntur til lögreglu af manni sem sakaði þingmanninn um að hafa ógnað sér með skotvopni. Var þingmaðurinn sagður hafa framkvæmt einhverja tegund af „rússneskri rúllettu“. Hafi hann verið ölvaður þegar atvikið átti sér stað og hefur lögregla stuðst við hljóðupptöku sem tekin var upp þegar atvikið átti sér stað við rannsókn málsins. Keshvari neitar sök í því máli.
Noregur Tengdar fréttir Hertar reglur eftir svindl Hertar reglur hafa verið settar um eftirlit með og endurgreiðslu ferðareikninga norskra þingmanna eftir að blaðið Aftenposten greindi frá því fyrr í haust að þingmaður hefði fengið endurgreiddar ferðir sem ekki voru farnar. 23. nóvember 2018 09:00 Norskur þingmaður handtekinn eftir „rússneska rúllettu“ Lögregla í Noregi handtók um helgina þingmanninn Mazyar Keshvari vegna gruns um að hafa ógnað öðrum með skotvopni. 4. febrúar 2019 11:32 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Hertar reglur eftir svindl Hertar reglur hafa verið settar um eftirlit með og endurgreiðslu ferðareikninga norskra þingmanna eftir að blaðið Aftenposten greindi frá því fyrr í haust að þingmaður hefði fengið endurgreiddar ferðir sem ekki voru farnar. 23. nóvember 2018 09:00
Norskur þingmaður handtekinn eftir „rússneska rúllettu“ Lögregla í Noregi handtók um helgina þingmanninn Mazyar Keshvari vegna gruns um að hafa ógnað öðrum með skotvopni. 4. febrúar 2019 11:32