Ég sakna mín Friðrik Agni Árnason skrifar 26. október 2019 08:00 Það er einhver hluti af okkur þegar við vorum unglingar og ungmenni sem við týnum einhversstaðar á lífsleiðinni. Við gætum hugsað: Já ég var bara barn og vissi ekki neitt um lífið og lét eins og einhver vitleysingur. En er það virkilega? Vorum við kannski alveg með okkur sjálf á hreinu þegar við vorum átján ára? Verðum við heflaðri í hegðun eftir því sem við eldumst? Nær það hámarki á þrítugsaldrinum en fer svo aftur að skína í eitthvað öryggi þegar fer að líða að miðaldri? Við nennum ekki lengur að fara eftir ramma samfélagsins. Verðum aftur hömlulaus og óafsakanlega við sjálf. „Ég gekk andspænis sjálfum mér 18 ára á einn morguninn á Laugaveginum um daginn. Ég var klæddur risastórri hettupeysu og sólgleraugum sem þöktu hálft andlitið. Ég var í dansskóm með hælum, þröngum gallabuxum með tuðru hangandi um öxlina. Ég mætti mér á ógnarhraða. Hinn 18 ára ég veitti mér engan gaum heldur gekk beint áfram eins og eftir trommutakti og krafðist athygli allra í návist okkar. Hann nálgaðist og rétt þegar hann gekk framhjá mátti sjá á bakvið gleraugun glitta í dularfullt augnaráð sem starði beint til mín í eitt sekúndubrot. Óheflað göngulagið, augnaráðið, ákveðnin og öryggið. Hann var á leiðinni eitthvað.” Hafið þið einhverntímann hugsað til baka? Örugglega. Hvað hugsið þið þegar þið yngri útgáfan af ykkur kemur upp í hugann? Ég velti því stundum fyrir mér hvað varð um þennan óheflaða unga einstakling með risa drauma og beittan vilja til að gera bara nákvæmlega það sem honum þóknaðist. Það hljómar kannski eins og vandræði að ungur einstaklingur geri það sem honum þóknast. Það er einhver millivegur þarna. Eina sem ég veit er að í dag er ég miklu varkárari og meðvitaðri um ásetninginn minn í lífinu. Það er meiri efi og meiri hógværð. Það er gott að hafa hógværð og það er gott að vera varkár. En ekki ef það er ávallt að koma í veg fyrir að fólk geri það sem það dreymir um að gera. Það getur fylgt ungdóminum að dreyma stórt, sækjast í tækifærin og svífast einskis. Ég sakna þess. Á einhverjum tímapunkti þá hvarf öryggið og efinn tók við. Álit annarra fór að skipta meira máli og orðsporið. Ekki misskilja mig. Ég er ekki með þráhyggju gagnvart hinum 18 ára mér. Ég var duglegur að koma mér í vandræði og gerði hluti án þess að hugleiða afleiðingarnar. En ég get ekki annað en hugsað: Hvaðan kom þetta öryggi og „attitude”? Og af hverju er ég ekki með það lengur? Það gæti verið að maður einfaldlega þroskist upp úr öllum ýktum hegðunarmynstrum en ég tel að sumt sem einkenndi okkur sem unglingar/ungmenni séu einkenni sem við megum ekki sleppa alveg. Undanfarið hef ég verið að kafa svolítið til baka og reyna að finna þennan einstakling sem var svo fullur af orku og öryggi. Ég var örugglega óþolandi fyrir suma en ég held að það sé allt í lagi að vera bara pínu óþolandi fyrir suma svo lengi sem maður er að fylgja hjartanu og eltast við sína drauma. Því til þess að komast nær sínum markmiðum þá verður maður að fara svolítið blátt áfram, eins og sem börn, unglingar og ungmenni gera. Það er einmitt þetta sem maður er að sjá í ungu fólki í dag, framkvæmdagleðin og þvílíkan eldmóð gagnvart því sem það hefur ástríðu fyrir. Ég er að finna hann aftur, mjög meðvitað að sjálfsögðu, í dag. Ég er rólega en örugglega að ganga á móti átján ára mér með lófann á lofti. Í næstu viku ætla ég svo sannarlega út fyrir rammann og gera hluti á sýningu sem átján ára ég hefði ekki átt í neinum vandræðum með. Ef þið fólk vill komast að því hvað það er þá er hægt að mæta á Hard Rock í Halloween danspartý næsta fimmtudag kl. 20. Þá er svo sannarlega tækifæri fyrir alla að seilast eftir sínum innri hömlulausa karakter - því ef ekki núna - þá hvenær?Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Sjá meira
Það er einhver hluti af okkur þegar við vorum unglingar og ungmenni sem við týnum einhversstaðar á lífsleiðinni. Við gætum hugsað: Já ég var bara barn og vissi ekki neitt um lífið og lét eins og einhver vitleysingur. En er það virkilega? Vorum við kannski alveg með okkur sjálf á hreinu þegar við vorum átján ára? Verðum við heflaðri í hegðun eftir því sem við eldumst? Nær það hámarki á þrítugsaldrinum en fer svo aftur að skína í eitthvað öryggi þegar fer að líða að miðaldri? Við nennum ekki lengur að fara eftir ramma samfélagsins. Verðum aftur hömlulaus og óafsakanlega við sjálf. „Ég gekk andspænis sjálfum mér 18 ára á einn morguninn á Laugaveginum um daginn. Ég var klæddur risastórri hettupeysu og sólgleraugum sem þöktu hálft andlitið. Ég var í dansskóm með hælum, þröngum gallabuxum með tuðru hangandi um öxlina. Ég mætti mér á ógnarhraða. Hinn 18 ára ég veitti mér engan gaum heldur gekk beint áfram eins og eftir trommutakti og krafðist athygli allra í návist okkar. Hann nálgaðist og rétt þegar hann gekk framhjá mátti sjá á bakvið gleraugun glitta í dularfullt augnaráð sem starði beint til mín í eitt sekúndubrot. Óheflað göngulagið, augnaráðið, ákveðnin og öryggið. Hann var á leiðinni eitthvað.” Hafið þið einhverntímann hugsað til baka? Örugglega. Hvað hugsið þið þegar þið yngri útgáfan af ykkur kemur upp í hugann? Ég velti því stundum fyrir mér hvað varð um þennan óheflaða unga einstakling með risa drauma og beittan vilja til að gera bara nákvæmlega það sem honum þóknaðist. Það hljómar kannski eins og vandræði að ungur einstaklingur geri það sem honum þóknast. Það er einhver millivegur þarna. Eina sem ég veit er að í dag er ég miklu varkárari og meðvitaðri um ásetninginn minn í lífinu. Það er meiri efi og meiri hógværð. Það er gott að hafa hógværð og það er gott að vera varkár. En ekki ef það er ávallt að koma í veg fyrir að fólk geri það sem það dreymir um að gera. Það getur fylgt ungdóminum að dreyma stórt, sækjast í tækifærin og svífast einskis. Ég sakna þess. Á einhverjum tímapunkti þá hvarf öryggið og efinn tók við. Álit annarra fór að skipta meira máli og orðsporið. Ekki misskilja mig. Ég er ekki með þráhyggju gagnvart hinum 18 ára mér. Ég var duglegur að koma mér í vandræði og gerði hluti án þess að hugleiða afleiðingarnar. En ég get ekki annað en hugsað: Hvaðan kom þetta öryggi og „attitude”? Og af hverju er ég ekki með það lengur? Það gæti verið að maður einfaldlega þroskist upp úr öllum ýktum hegðunarmynstrum en ég tel að sumt sem einkenndi okkur sem unglingar/ungmenni séu einkenni sem við megum ekki sleppa alveg. Undanfarið hef ég verið að kafa svolítið til baka og reyna að finna þennan einstakling sem var svo fullur af orku og öryggi. Ég var örugglega óþolandi fyrir suma en ég held að það sé allt í lagi að vera bara pínu óþolandi fyrir suma svo lengi sem maður er að fylgja hjartanu og eltast við sína drauma. Því til þess að komast nær sínum markmiðum þá verður maður að fara svolítið blátt áfram, eins og sem börn, unglingar og ungmenni gera. Það er einmitt þetta sem maður er að sjá í ungu fólki í dag, framkvæmdagleðin og þvílíkan eldmóð gagnvart því sem það hefur ástríðu fyrir. Ég er að finna hann aftur, mjög meðvitað að sjálfsögðu, í dag. Ég er rólega en örugglega að ganga á móti átján ára mér með lófann á lofti. Í næstu viku ætla ég svo sannarlega út fyrir rammann og gera hluti á sýningu sem átján ára ég hefði ekki átt í neinum vandræðum með. Ef þið fólk vill komast að því hvað það er þá er hægt að mæta á Hard Rock í Halloween danspartý næsta fimmtudag kl. 20. Þá er svo sannarlega tækifæri fyrir alla að seilast eftir sínum innri hömlulausa karakter - því ef ekki núna - þá hvenær?Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun