Innlent

Dregur úr norðan­áttinni

Atli Ísleifsson skrifar
Spáð er að helgarveðrið verði líklega með skaplegasta móti, með hægum vindum, úrkomulítið og kalt.
Spáð er að helgarveðrið verði líklega með skaplegasta móti, með hægum vindum, úrkomulítið og kalt. vísir/vilhelm
Það dregur úr norðanáttinni í dag, en gul viðvörun vegna er enn í gildi á suðaustanverðu landinu vegna vinds fram að hádegi.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að annars staðar sé útlit fyrir norðan strekking eða allhvassan vind fyrri hluta dags og áframhaldandi él fyrir norðan, en þurrt að kalla sunnan heiða.

Vetrarfærð, éljagangur og skafrenningur er á norðanverðu landinu. Greiðfært að mestu á sunnanverðu landinu en lokað milli Núpsstaðar og Hafnar vegna hvassveðurs að því er segir á vef Vegagerðarinnar.

Spáð er að helgarveðrið verði líklega með skaplegasta móti, með hægum vindum, úrkomulítið og kalt.

„Á morgun, fyrsta vetrardag, lægir og léttir víða til, en stöku él verða á stangli um landið NA-vert fram eftir degi. Hiti verður um og undir frostmarki, en annað kvöld herðir frekar á frosti.

Á sunnudaginn snýst í frekar hæga vestanátt og þykknar líklega upp um landið V-vert þegar líður á daginn. Áfram kalt í veðri.

Í næstu viku er útlit fyrir áframhaldandi vestanátt og skýjað V-lands, en úrkomulítið og hlýnar heldur, en vægt frost og bjart fyrir austan,“ segir á vef Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×