Ingi Þór: Höfum við ekki öllu að tapa? Árni Jóhannsson skrifar 24. október 2019 21:15 Ingi Þór var ekki sáttur þrátt fyrir sigur í kvöld. Vísir/Daníel Þjálfari KR var ekki sáttur við sína menn sem máttu hafa sig alla við til að vinna Þór frá Þorlákshöfn í fjórðu umferð Dominosdeildar karla í körfuknattleik. KR hafði sigur með þremur stigum, 78-75 en Dino Butorac hefði getað unnið leikinn fyrir Þór með þriggja stiga skoti þegar um sekúnda lifði af leiknum. „Við erum að gera fína hluti í fyrri hálfleik og það sem gerist í hálfleik er það sem gerist oft í íþróttasálfræðinni, mönnum fer að líða of vel. Það sést bara hvernig við vorum að skjóta skotum sem voru svipuð þeim sem við fengum í fyrri hálfleik. Þetta er algjört fail af okkar hálfu hvernig við komum til leiks í seinni hálfleik en við fengum fullt af fínum tækifærum sem klúðruðust. Það er reynsla í þessu liði og við náðum að skófla saman sigri og við erum aldrei ósáttir við sigur.“ Eins og áður segir þá hefði Dino Butorac klárað leikinn fyrir Þór hefði hann sett opinn þrist niður á lokasekúndunum og var Ingi spurður hvernig líðan hans hefði verið á því augnabliki. „Ég ætlaði að fara að biðja um leikhlé. Það var einfaldlega það. Hann var svo sem orðinn þreyttur og búinn að vera frábær fyrir þá og er frábær viðbót fyrir þá. Þetta var ein af mörgum varnaraðstæðum hjá okkur þar sem við vorum út á túni.“ „Það var margt að hjá okkur í dag, illa samstilltir og það er eitthvað sem við getum ekki boðið okkur sjálfum upp á. Við þurfum að setjast yfir þetta, eigum mjög erfiðan leik í næstu viku og það er klárt mál að ef við ætlum okkur eitthvað út úr þeim leik þá þurfum við betri frammistöðu í 40 mínútur heldur en í kvöld.“ „Það var margt mjög flott hjá okkur í kvöld og frábært að fá Kristó aftur inn en það sást að hann er ekki í leikæfingu en hann kemst hægt og bítandi í það og það þarf að vinna betur í tengingunni á milli Craion og hans Kristó. Við framkvæmdum það mjög illa hvernig þeir spiluðu saman en það er fegurðin við körfuboltann. Það er svo margt hægt að laga sama hvort maður vinnur eða tapar. Það er klárt mál að við vorum ekki að spila okkar fullkomna leik enda er það varla hægt. En þetta var ekki eins og við vildum spila.“ Ingi Þór var að lokum spurður að því hvort KR-ingar þyrftu að hafa einhverjar áhyggjur af framhaldinu hjá liðinu sínu. „Höfum við ekki öllu að tapa? Eru það ekki einu áhyggjurnar sem KR-ingar hafa við erum búnir að vinna þetta allt saman og þetta er bara spurningin hvernig við töpum þessu. Við eru fullir sjálfstrausts og njótum þess að vinna hvern einasta leik sem við förum í og seljum okkur mjög dýrt. Menn seldu sig dýrt í dag og ég var ánægður með hvernig menn lögðu sig fram og það sást hérna í lokasókninni hvernig Jón var nærri búinn að bjarga þessu fyrir okkur en það sýnir bara neistann og baráttuna og viljann sem er í liðinu og á meðan hann er til staðar þá hlakkar mig til“. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ingi Þór getur í kvöld jafnað við Finn og farið fram úr Benna Ingi Þór Steinþórsson kemst upp í efsta sætið yfir sigursælustu þjálfara KR í deildarkeppni úrvalsdeildar karla í körfubolta takist honum að stýra KR til sigurs á Þór úr Þorlákshöfn í DHL-höllinni í kvöld. 24. október 2019 14:45 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Sjá meira
Þjálfari KR var ekki sáttur við sína menn sem máttu hafa sig alla við til að vinna Þór frá Þorlákshöfn í fjórðu umferð Dominosdeildar karla í körfuknattleik. KR hafði sigur með þremur stigum, 78-75 en Dino Butorac hefði getað unnið leikinn fyrir Þór með þriggja stiga skoti þegar um sekúnda lifði af leiknum. „Við erum að gera fína hluti í fyrri hálfleik og það sem gerist í hálfleik er það sem gerist oft í íþróttasálfræðinni, mönnum fer að líða of vel. Það sést bara hvernig við vorum að skjóta skotum sem voru svipuð þeim sem við fengum í fyrri hálfleik. Þetta er algjört fail af okkar hálfu hvernig við komum til leiks í seinni hálfleik en við fengum fullt af fínum tækifærum sem klúðruðust. Það er reynsla í þessu liði og við náðum að skófla saman sigri og við erum aldrei ósáttir við sigur.“ Eins og áður segir þá hefði Dino Butorac klárað leikinn fyrir Þór hefði hann sett opinn þrist niður á lokasekúndunum og var Ingi spurður hvernig líðan hans hefði verið á því augnabliki. „Ég ætlaði að fara að biðja um leikhlé. Það var einfaldlega það. Hann var svo sem orðinn þreyttur og búinn að vera frábær fyrir þá og er frábær viðbót fyrir þá. Þetta var ein af mörgum varnaraðstæðum hjá okkur þar sem við vorum út á túni.“ „Það var margt að hjá okkur í dag, illa samstilltir og það er eitthvað sem við getum ekki boðið okkur sjálfum upp á. Við þurfum að setjast yfir þetta, eigum mjög erfiðan leik í næstu viku og það er klárt mál að ef við ætlum okkur eitthvað út úr þeim leik þá þurfum við betri frammistöðu í 40 mínútur heldur en í kvöld.“ „Það var margt mjög flott hjá okkur í kvöld og frábært að fá Kristó aftur inn en það sást að hann er ekki í leikæfingu en hann kemst hægt og bítandi í það og það þarf að vinna betur í tengingunni á milli Craion og hans Kristó. Við framkvæmdum það mjög illa hvernig þeir spiluðu saman en það er fegurðin við körfuboltann. Það er svo margt hægt að laga sama hvort maður vinnur eða tapar. Það er klárt mál að við vorum ekki að spila okkar fullkomna leik enda er það varla hægt. En þetta var ekki eins og við vildum spila.“ Ingi Þór var að lokum spurður að því hvort KR-ingar þyrftu að hafa einhverjar áhyggjur af framhaldinu hjá liðinu sínu. „Höfum við ekki öllu að tapa? Eru það ekki einu áhyggjurnar sem KR-ingar hafa við erum búnir að vinna þetta allt saman og þetta er bara spurningin hvernig við töpum þessu. Við eru fullir sjálfstrausts og njótum þess að vinna hvern einasta leik sem við förum í og seljum okkur mjög dýrt. Menn seldu sig dýrt í dag og ég var ánægður með hvernig menn lögðu sig fram og það sást hérna í lokasókninni hvernig Jón var nærri búinn að bjarga þessu fyrir okkur en það sýnir bara neistann og baráttuna og viljann sem er í liðinu og á meðan hann er til staðar þá hlakkar mig til“.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ingi Þór getur í kvöld jafnað við Finn og farið fram úr Benna Ingi Þór Steinþórsson kemst upp í efsta sætið yfir sigursælustu þjálfara KR í deildarkeppni úrvalsdeildar karla í körfubolta takist honum að stýra KR til sigurs á Þór úr Þorlákshöfn í DHL-höllinni í kvöld. 24. október 2019 14:45 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Sjá meira
Ingi Þór getur í kvöld jafnað við Finn og farið fram úr Benna Ingi Þór Steinþórsson kemst upp í efsta sætið yfir sigursælustu þjálfara KR í deildarkeppni úrvalsdeildar karla í körfubolta takist honum að stýra KR til sigurs á Þór úr Þorlákshöfn í DHL-höllinni í kvöld. 24. október 2019 14:45