Mælti fyrir frumvarpi um nýja stjórnarskrá Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2019 17:10 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mælti í dag fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Logi segist í samtali við Vísi vera hóflega bjartsýnn á að málið nái fram að ganga en það sé við hæfi að taka málið til umfjöllunar nú á 7 ára afmæli ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. „Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu. Ísland er frjálst og fullvalda ríki. Hornsteinar þess eru virðing fyrir lögum, frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi,“ segir meðal annars í aðfararorðum frumvarpsins.Sjá einnig: Samfylkingin og Píratar vilja nýja stjórnarskrá byggða á tillögum stjórnlagaráðs Þetta er í þriðja sinn sem málið er borið upp í heild sinni og en það byggir á því frumvarpi sem lagt var fram á 145. löggjafarþingi þar sem unnið hafði verið úr tillögum stjórnlagaráðs. „Þetta er auðvitað mjög merkilegt mál, það byggir á miklu almenningssamráði,“ segir Logi, en það eru þingflokkar Samfylkingarinnar og Pírata sem flytja málið nú. Fyrst voru það Samfylkingin og Vinstri grænir sem fluttu málið, þá Píratar og nú Samfylkingin og Píratar í sameiningu. „Það þarf oft að gera margar atlögur að skaflinum áður en maður kemst í gegnum hann,“ segir Logi. Hann voni að þingmenn úr röðum Vinstri grænna muni styðja málið, líkt og þeir gerðu fyrst þegar málið var flutt, ef til þess kemur að greidd verði um það atkvæði á þingi. Málinu hefur nú verið vísað til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og kveðst Logi vona að nefndin taki það til efnislegrar meðferðar, fái til sín gesti og eigi um það góðar umræður. „Helst hefði ég viljað sjá Alþingi taka afstöðu til þess,“ segir Logi. Alþingi Píratar Samfylkingin Stjórnarskrá Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mælti í dag fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Logi segist í samtali við Vísi vera hóflega bjartsýnn á að málið nái fram að ganga en það sé við hæfi að taka málið til umfjöllunar nú á 7 ára afmæli ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. „Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu. Ísland er frjálst og fullvalda ríki. Hornsteinar þess eru virðing fyrir lögum, frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi,“ segir meðal annars í aðfararorðum frumvarpsins.Sjá einnig: Samfylkingin og Píratar vilja nýja stjórnarskrá byggða á tillögum stjórnlagaráðs Þetta er í þriðja sinn sem málið er borið upp í heild sinni og en það byggir á því frumvarpi sem lagt var fram á 145. löggjafarþingi þar sem unnið hafði verið úr tillögum stjórnlagaráðs. „Þetta er auðvitað mjög merkilegt mál, það byggir á miklu almenningssamráði,“ segir Logi, en það eru þingflokkar Samfylkingarinnar og Pírata sem flytja málið nú. Fyrst voru það Samfylkingin og Vinstri grænir sem fluttu málið, þá Píratar og nú Samfylkingin og Píratar í sameiningu. „Það þarf oft að gera margar atlögur að skaflinum áður en maður kemst í gegnum hann,“ segir Logi. Hann voni að þingmenn úr röðum Vinstri grænna muni styðja málið, líkt og þeir gerðu fyrst þegar málið var flutt, ef til þess kemur að greidd verði um það atkvæði á þingi. Málinu hefur nú verið vísað til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og kveðst Logi vona að nefndin taki það til efnislegrar meðferðar, fái til sín gesti og eigi um það góðar umræður. „Helst hefði ég viljað sjá Alþingi taka afstöðu til þess,“ segir Logi.
Alþingi Píratar Samfylkingin Stjórnarskrá Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent