Fleiri leita til Svíþjóðar til að stunda nám Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2019 09:45 Frá kynningu sænsku skólanna í Háskóla Íslands á síðasta ári. Håkan Juholt Íslendingum sem leitað hafa til Svíþjóðar til að stunda nám hefur aukist umtalsvert að undanförnu. Þetta segir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Hann nefnir sem dæmi að árið 2018 hafi þrír Íslendingar hafið nám við hinn virta Chalmers-háskóla í Gautaborg, en 33 nú í haust. Hafi því verið um algera sprengingu milli ára að ræða, bæði hvað varðar umsóknir og inntökur. Juholt segist telja að helsta ástæða þessa aukna áhuga íslenskra námsmanna á að stunda frekara nám í Svíþjóð sé átak sem ráðist var í fyrir um ári þegar menntastofnunum í Svíþjóð var boðið að kynna námsúrval sitt á viðburði í Háskóla Íslands síðasta haust – Study in Sweden. Alls hafi sex skólar svarað kallinu og kynnt starfsemi og námsframboð sitt.Ellefu skólar með kynningu Sendiherrann segir að á síðasta ári hafi nokkuð treglega gengið að fá fulltrúa háskólanna til að mæta til Íslands. Það eigi þó ekki við núna. Aukinn áhugi Íslendinga á námi í sænskum háskólum hafi leitt til þess að ellefu skólar muni nú senda fulltrúa á sambærilegan viðburð sem haldinn verður á mánudaginn eftir viku. „Við höfum tekið eftir mjög skýrum, auknum áhuga frá íslenskum ungmennum að stunda nám í sænskum háskólum. Það er mjög gleðilegt og styrkir böndin milli Íslands og Svíþjóðar á mjög jákvæðan máta,“ segir Juholt.Håkan Juholt sendiherra þykir öflugur Stiga-fótboltaspilari eins og sjá má.AðsendVill fá fleiri sænska námsmenn til Svíþjóðar Hann segir gæði sænskra háskóla vera mikil og þá vera mjög samkeppnishæfa. „Um leið og ég fagna þessari þróun vonast ég líka til að sænsk ungmenni leiti í auknum mæli til Íslands til að stunda nám. Nú hlakka ég samt til 4. nóvember þegar fulltrúar frá svo mörgum sænskum háskólum koma á viðburðinn í Háskóla Íslands til að sýna hvað þeir geta boðið íslenskum námsmönnum upp á,“ segir sendiherrann. Þeir skólar sem verða með kynningu eru Chalmers í Gautaborg, Háskólinn í Umeå, Háskólinn í Stokkhólmi, KTH, Karolinska, Tækniháskólinn í Blekinge, Háskólinn í Uppsölum, Stockholm School of Economics, Swedish School of Sport and Health Sciences, Kvikmyndaskólinn í Stokkhólmi og Norræni lýðháskólinn. Íslendingar erlendis Skóla - og menntamál Svíþjóð Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Íslendingum sem leitað hafa til Svíþjóðar til að stunda nám hefur aukist umtalsvert að undanförnu. Þetta segir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Hann nefnir sem dæmi að árið 2018 hafi þrír Íslendingar hafið nám við hinn virta Chalmers-háskóla í Gautaborg, en 33 nú í haust. Hafi því verið um algera sprengingu milli ára að ræða, bæði hvað varðar umsóknir og inntökur. Juholt segist telja að helsta ástæða þessa aukna áhuga íslenskra námsmanna á að stunda frekara nám í Svíþjóð sé átak sem ráðist var í fyrir um ári þegar menntastofnunum í Svíþjóð var boðið að kynna námsúrval sitt á viðburði í Háskóla Íslands síðasta haust – Study in Sweden. Alls hafi sex skólar svarað kallinu og kynnt starfsemi og námsframboð sitt.Ellefu skólar með kynningu Sendiherrann segir að á síðasta ári hafi nokkuð treglega gengið að fá fulltrúa háskólanna til að mæta til Íslands. Það eigi þó ekki við núna. Aukinn áhugi Íslendinga á námi í sænskum háskólum hafi leitt til þess að ellefu skólar muni nú senda fulltrúa á sambærilegan viðburð sem haldinn verður á mánudaginn eftir viku. „Við höfum tekið eftir mjög skýrum, auknum áhuga frá íslenskum ungmennum að stunda nám í sænskum háskólum. Það er mjög gleðilegt og styrkir böndin milli Íslands og Svíþjóðar á mjög jákvæðan máta,“ segir Juholt.Håkan Juholt sendiherra þykir öflugur Stiga-fótboltaspilari eins og sjá má.AðsendVill fá fleiri sænska námsmenn til Svíþjóðar Hann segir gæði sænskra háskóla vera mikil og þá vera mjög samkeppnishæfa. „Um leið og ég fagna þessari þróun vonast ég líka til að sænsk ungmenni leiti í auknum mæli til Íslands til að stunda nám. Nú hlakka ég samt til 4. nóvember þegar fulltrúar frá svo mörgum sænskum háskólum koma á viðburðinn í Háskóla Íslands til að sýna hvað þeir geta boðið íslenskum námsmönnum upp á,“ segir sendiherrann. Þeir skólar sem verða með kynningu eru Chalmers í Gautaborg, Háskólinn í Umeå, Háskólinn í Stokkhólmi, KTH, Karolinska, Tækniháskólinn í Blekinge, Háskólinn í Uppsölum, Stockholm School of Economics, Swedish School of Sport and Health Sciences, Kvikmyndaskólinn í Stokkhólmi og Norræni lýðháskólinn.
Íslendingar erlendis Skóla - og menntamál Svíþjóð Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira