Sigurður Sindri Magnússon stendur á bak við hlaðvarpið ásamt Eyþóri Jónssyni en í þáttunum tekur Sigurður viðtöl við íslenska frumkvöðla og viðskiptamenn og fer yfir þeirra feril.
„Mér fannst vanta nánari innsýn inn í hugarheim þessara aðila sem eru þekktir í íslensku viðskiptalífi, hvað þeir eru að hugsa og hvaða ráð þeir eiga handa þeim sem hafa áhuga á að hefja rekstur,“ segir Sigurður.
„Við erum með skýran fókus í Íslenska Draumnum. Ég hef sjálfur verið í fyrirtækjarekstri síðan árið 2013 og rek ferðaþjónustufyrirtækið, Deluxe Iceland sem sérhæfir sig í prívat lúxusferðum fyrir kröfuharða viðskiptavini. Ég vel viðmælendur sem vekja áhuga minn og hafa náð góðum árangri á sínum viðskiptaferli í þættina ,“ útskýrir Sigurður.

Lætur allt flakka
Fyrsti gestur Íslenska Draumsins, Sigmar Vilhjálmsson hefur komið víða við á sínum viðskiptaferli. Margir þekkja hann eflaust frá 70 mínútum, Idol Stjörnuleit eða sem einn af fyrri eigendum Hamborgarafabrikkunnar, Keiluhallarinnar, Shake & Pizza og stofnanda sjónvarpsstöðvanna Miklagarðs og Bravó TV.Á síðasta ári seldi Sigmar allan sinn hlut í þessum fyrirtækjum en nýlega keypti hann 50% hlut í Hlöllabátum ásamt því að vera að opna nýjan bar í Mosfellsbæ í Nóvember undir nafninu Barion.
Næstu þættir af Íslenska Draumnum
28. október verður rætt við Steinþór Jónsson, eiganda Hótels Keflavíkur og Diamond Suites, fyrsta fimm stjörnu hótel landsins.4. nóvember verður Einar Kristjánsson gestur Íslenska Draumsins, stofnandi og eigandi Alpha Gym og Sport4You í Keflavík.
11. nóvember verður rætt við Magnús Sverrir Þorsteinsson, stofnanda og eiganda Blue Car Rental, einnar stærstu bílaleigu landsins.

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Íslenska Drauminn.