Forkaupsréttinum á Geirsgötu 11 ekki aflétt Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 24. október 2019 06:00 Heildarkaupverðið nemur 1.750 milljónum króna. Fréttablaðið/Ernir Faxaflóahöfnum hefur ekki borist beiðni um að forkaupsrétti stofnunarinnar á Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík verði aflétt. Þetta segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við Fréttablaðið. Eins og greint var frá í Markaðinum í gær hefur malasíska samsteypan Berjaya Corporation gengið frá kaupum á fasteigninni af félögum sem eru að stærstum hluta í eigu Guðmundar Kristjánssonar, útgerðarmanns og forstjóra Brims. Samkvæmt heimildum Markaðarins áformar Berjaya Corporation að reisa fimm stjörnu Four Seasons lúxushótel á reitnum. Faxaflóahafnir hafa forkaupsrétt á öllum eignum innan hafnarsvæðisins sem seldar eru í beinni sölu. Ef um er að ræða viðskipti með hlutafé, þ.e.a.s. kaup á félagi sem á fasteignina, hefur höfnin ekki forkaupsrétt. „Við fáum reglulega beiðnir þar sem óskað er eftir að við föllum frá forkaupsrétti á eign svo að hægt sé að þinglýsa sölunni. Það hefur engin slík beiðni borist um þessa eign,“ segir Gísli. Spurður hvort það komi til greina að nýta forkaupsréttinn, ef hann á við í þessu tilfelli, segir Gísli það frekar ólíklegt. Faxaflóahafnir hafi aðeins einu sinni nýtt forkaupsrétt á eign á hafnarsvæðinu og það hafi verið í skipulagsskyni. Þá segir hann að engar breytingar sem heimila uppbyggingu á hóteli á reitnum hafi orðið á skipulagi svæðisins. „Það hafa engar hugmyndir komið inn á okkar borð með formlegum hætti þannig að slík áform eru ekki inni í myndinni eins og er.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. 23. október 2019 06:00 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Faxaflóahöfnum hefur ekki borist beiðni um að forkaupsrétti stofnunarinnar á Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík verði aflétt. Þetta segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við Fréttablaðið. Eins og greint var frá í Markaðinum í gær hefur malasíska samsteypan Berjaya Corporation gengið frá kaupum á fasteigninni af félögum sem eru að stærstum hluta í eigu Guðmundar Kristjánssonar, útgerðarmanns og forstjóra Brims. Samkvæmt heimildum Markaðarins áformar Berjaya Corporation að reisa fimm stjörnu Four Seasons lúxushótel á reitnum. Faxaflóahafnir hafa forkaupsrétt á öllum eignum innan hafnarsvæðisins sem seldar eru í beinni sölu. Ef um er að ræða viðskipti með hlutafé, þ.e.a.s. kaup á félagi sem á fasteignina, hefur höfnin ekki forkaupsrétt. „Við fáum reglulega beiðnir þar sem óskað er eftir að við föllum frá forkaupsrétti á eign svo að hægt sé að þinglýsa sölunni. Það hefur engin slík beiðni borist um þessa eign,“ segir Gísli. Spurður hvort það komi til greina að nýta forkaupsréttinn, ef hann á við í þessu tilfelli, segir Gísli það frekar ólíklegt. Faxaflóahafnir hafi aðeins einu sinni nýtt forkaupsrétt á eign á hafnarsvæðinu og það hafi verið í skipulagsskyni. Þá segir hann að engar breytingar sem heimila uppbyggingu á hóteli á reitnum hafi orðið á skipulagi svæðisins. „Það hafa engar hugmyndir komið inn á okkar borð með formlegum hætti þannig að slík áform eru ekki inni í myndinni eins og er.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. 23. október 2019 06:00 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. 23. október 2019 06:00