ÍR-ingar fengu góðan liðsstyrk í dag er Sigurður Gunnar Þorsteinsson samdi við liðið á nýjan leik. Hann skrifaði undir tveggja ára samning.
Sigurður ákvað að reyna fyrir sér erlendis í vetur og samdi við franska liðið BC Orchies. Fjárhagsvandræði félagsins urðu til þess að Sigurður var laus allra mála hjá félaginu í upphafi tímabils.
Sigurður var í algjöru lykilhlutverki í liði ÍR á síðustu leiktíð og þarf ekkert að fjölyrða um hverslags hvalreki þetta er fyrir ÍR-inga.
