Kínversk yfirvöld sögð ætla að skipta umdeildum leiðtoga Hong Kong út Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2019 23:30 Carrie Lam er ekki sú vinsælasta í Hong Kong. AP/Kin Cheung Kínversk yfirvöld eru sögð undirbúa það að skipta Carrie Lam, umdeildum leiðtoga sjálfstjórnarhéraðsins Hong Kong, út fyrir nýjan. Lam hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði vegna róstursamra mótmæla íbúa Hong Kong.Financial Times greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum sem hafa fengið upplýsingar um umræðu innan kínverska stjórnkerfisins um það að rétt sé að skipta Lam út fyrir annan leiðtoga sem myndi gegna starfinu tímabundið Hundruð þúsunda mótmælenda hafa mótmælt því sem þeir telja vera tilraunir kínverskra stjórnvalda til að herða tak sitt á Hong Kong með því að skerða réttindi íbúa sjálfstjórnarhéraðsins, sem njóta meira frelsis en aðrir íbúar Kína. Upphafið að mótmælunum var umdeilt lagafrumvarp sem heimila átti kínverskum yfirvöldum að rétta yfir íbúum Hong Kong í dómstólum staðsettum á meginlandi Kína, sem eru kirfilega undir stjórn kínverska Kommúnistaflokksins. Frumvarpið hefur verið dregið til baka, en mótmælin hafa haldið áframReiði íbúa hefur oftar en ekki beinst gegn Lam en í september vísaði hún fregnum þess efnis að hún hafi óskað eftir því að stíga til hliðar til þess að lægja mótmælaöldurnar á bug.Í frétt Financial Times kemur fram að kínversk yfirvöld vilji þó að ástandið róist í héraðinu áður en að skipt verður um leiðtoga, svo ekki líti út fyrir að Kínastjórn sé að láta undan kröfum mótmælenda. Lam hefur setið í embætti frá árinu 2017 og á kjörtímabili hennar að ljúka árið 2022. Í frétt Financial Times kemur fram að horft sé til þess að eftirmaður hennar sitji út kjörtímabilið, láti Kínastjórn af því verða að skipta henni út. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Öngþveiti á þinginu í Hong Kong Hróp og köll frá stjórnarandstæðingum komu í veg fyrir að Carrie Lam gæti flutt stefnuræðu sína. 16. október 2019 07:39 Sakaðir um að fórna frelsi og réttindum á altari Mammon Alþjóðleg fyrirtæki hafa um árabil forðast það að reita yfirvöld Kína til reiði og gefið eftir kröfum þeirra til að komast inn á þann risastóra markað sem Kína er. 15. október 2019 14:00 Ráðist á mótmælanda við heimilið Fjöldamótmælin sem standa yfir í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong hafa áhrif á alla anga þjóðfélagsins, þar á meðal íþróttalífið. 18. október 2019 14:30 Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51 Útilokar ekki afskipti kínverskra stjórnvalda í Hong Kong Æðsti embættismaður Hong Kong útilokar ekki að biðja kínversku ríkisstjórnina um aðstoð við að kveða niður mótmælahreyfinguna sem hefur haft sig mjög í frammi á sjálfstjórnarsvæðinu undanfarna mánuði. 8. október 2019 19:15 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Kínversk yfirvöld eru sögð undirbúa það að skipta Carrie Lam, umdeildum leiðtoga sjálfstjórnarhéraðsins Hong Kong, út fyrir nýjan. Lam hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði vegna róstursamra mótmæla íbúa Hong Kong.Financial Times greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum sem hafa fengið upplýsingar um umræðu innan kínverska stjórnkerfisins um það að rétt sé að skipta Lam út fyrir annan leiðtoga sem myndi gegna starfinu tímabundið Hundruð þúsunda mótmælenda hafa mótmælt því sem þeir telja vera tilraunir kínverskra stjórnvalda til að herða tak sitt á Hong Kong með því að skerða réttindi íbúa sjálfstjórnarhéraðsins, sem njóta meira frelsis en aðrir íbúar Kína. Upphafið að mótmælunum var umdeilt lagafrumvarp sem heimila átti kínverskum yfirvöldum að rétta yfir íbúum Hong Kong í dómstólum staðsettum á meginlandi Kína, sem eru kirfilega undir stjórn kínverska Kommúnistaflokksins. Frumvarpið hefur verið dregið til baka, en mótmælin hafa haldið áframReiði íbúa hefur oftar en ekki beinst gegn Lam en í september vísaði hún fregnum þess efnis að hún hafi óskað eftir því að stíga til hliðar til þess að lægja mótmælaöldurnar á bug.Í frétt Financial Times kemur fram að kínversk yfirvöld vilji þó að ástandið róist í héraðinu áður en að skipt verður um leiðtoga, svo ekki líti út fyrir að Kínastjórn sé að láta undan kröfum mótmælenda. Lam hefur setið í embætti frá árinu 2017 og á kjörtímabili hennar að ljúka árið 2022. Í frétt Financial Times kemur fram að horft sé til þess að eftirmaður hennar sitji út kjörtímabilið, láti Kínastjórn af því verða að skipta henni út.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Öngþveiti á þinginu í Hong Kong Hróp og köll frá stjórnarandstæðingum komu í veg fyrir að Carrie Lam gæti flutt stefnuræðu sína. 16. október 2019 07:39 Sakaðir um að fórna frelsi og réttindum á altari Mammon Alþjóðleg fyrirtæki hafa um árabil forðast það að reita yfirvöld Kína til reiði og gefið eftir kröfum þeirra til að komast inn á þann risastóra markað sem Kína er. 15. október 2019 14:00 Ráðist á mótmælanda við heimilið Fjöldamótmælin sem standa yfir í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong hafa áhrif á alla anga þjóðfélagsins, þar á meðal íþróttalífið. 18. október 2019 14:30 Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51 Útilokar ekki afskipti kínverskra stjórnvalda í Hong Kong Æðsti embættismaður Hong Kong útilokar ekki að biðja kínversku ríkisstjórnina um aðstoð við að kveða niður mótmælahreyfinguna sem hefur haft sig mjög í frammi á sjálfstjórnarsvæðinu undanfarna mánuði. 8. október 2019 19:15 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Öngþveiti á þinginu í Hong Kong Hróp og köll frá stjórnarandstæðingum komu í veg fyrir að Carrie Lam gæti flutt stefnuræðu sína. 16. október 2019 07:39
Sakaðir um að fórna frelsi og réttindum á altari Mammon Alþjóðleg fyrirtæki hafa um árabil forðast það að reita yfirvöld Kína til reiði og gefið eftir kröfum þeirra til að komast inn á þann risastóra markað sem Kína er. 15. október 2019 14:00
Ráðist á mótmælanda við heimilið Fjöldamótmælin sem standa yfir í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong hafa áhrif á alla anga þjóðfélagsins, þar á meðal íþróttalífið. 18. október 2019 14:30
Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51
Útilokar ekki afskipti kínverskra stjórnvalda í Hong Kong Æðsti embættismaður Hong Kong útilokar ekki að biðja kínversku ríkisstjórnina um aðstoð við að kveða niður mótmælahreyfinguna sem hefur haft sig mjög í frammi á sjálfstjórnarsvæðinu undanfarna mánuði. 8. október 2019 19:15