Í beinni í kvöld: Evrópumeistarar Liverpool og ósigraðir Íslandsmeistarar Vals í körfu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2019 06:00 Klopp og Evrópumeistarar Liverpool verða í eldlínunni í kvöld. Vísir/Getty Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld er Meistaradeildin er á dagskrá en hægt verður að sitja í sófanum frá rétt fyrir fimm í dag til tíu í kvöld. Við byrjum daginn í Hollandi klukkan 16:45 en þá mæta Frank Lampard og lærisveinar hans heimamönnum í Ajax í H-riðli í Meistaradeild Evrópu. Ajax hafa unnið báða sína leiki til þessa í riðlinum og því ljóst að Chelsea á hörku leik fyrir höndum. Meistaradeildarmessan hefst svo klukkan 18:15 en þar munum við fara yfir alla leiki dagsins í deild þeirra bestu. Klukkan 18:50 hefjast svo beinar útsendingar á fjórum leikjum í Meistaradeildinni. Við sýnum báða leiki E-riðils í beinni en í Belgíu mætast Genk og Liverpool. Evrópumeistararnir þurfa sárlega á sigri að halda eftir að hafa tapað fyrir Napoli í fyrstu umferð. Ítalska liðið heimsækir svo Austurríki þar sem það mætir Salzburg. Erling Braut Haaland, norska ungstirnið sem Manchester United er á höttunum eftir, stefnir eflaust á að skora í sínum þriðja Meistaradeildarleik í röð. Við sýnum einnig báða leiki F-riðils beint. Í Mílanó á Ítalíu eru Borussia Dortmund í heimsókn og þurfa heimamenn í Inter Milan á öllum stigunum að halda svo að Dortmund stingi þá ekki af. Reikna má með öruggum Barcelona sigri í Prag þar sem þeir heimsækja Slavia Prag, sem er líkt og Inter með eitt stig. Öll mörk kvöldsins verða svo í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Ef fótbolti er ekki fyrir ykkur þá sýnum við leik Vals og Keflavíkur í Dominos deild kvenna klukkan 19:05. Íslandsmeistarar Vals hafa unnið alla sína þrjá leiki til þessa á meðan Keflavík hefur unnið tvo og tapað einum. Um nóttina er svo nóg um að vera í golfinu en við sýnum frá Zozo Meistaramótinu, sem er hluti af PGA mótaröðinni, og BMW meistaramótinu, sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Að venju má finna allar upplýsingar um beinar útsendingar Stöð 2 Sport hér.Beinar útsendingar í dag16:45 Ajax-Chelsea (Sport 2) 18:15 Meistaradeildarmessan (Sport) 18:50 Genk-Liverpool (Sport 2) 18:50 Salzburg-Napoli (Sport 3) 18:50 Inter-Dortmund (Sport 4) 18:50 Slavia Prag-Barcelona (Sport 5) 19:05 Valur-Keflavík (Sport 6) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Sport) 02:00 The Zozo Championship (Golf) 03:00 LPGA Tour 2019 (Sport 4) Dominos-deild kvenna Golf Meistaradeild Evrópu Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Við eigum okkur allir drauma“ KA fær lykilmann úr Eyjum „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Sjá meira
Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld er Meistaradeildin er á dagskrá en hægt verður að sitja í sófanum frá rétt fyrir fimm í dag til tíu í kvöld. Við byrjum daginn í Hollandi klukkan 16:45 en þá mæta Frank Lampard og lærisveinar hans heimamönnum í Ajax í H-riðli í Meistaradeild Evrópu. Ajax hafa unnið báða sína leiki til þessa í riðlinum og því ljóst að Chelsea á hörku leik fyrir höndum. Meistaradeildarmessan hefst svo klukkan 18:15 en þar munum við fara yfir alla leiki dagsins í deild þeirra bestu. Klukkan 18:50 hefjast svo beinar útsendingar á fjórum leikjum í Meistaradeildinni. Við sýnum báða leiki E-riðils í beinni en í Belgíu mætast Genk og Liverpool. Evrópumeistararnir þurfa sárlega á sigri að halda eftir að hafa tapað fyrir Napoli í fyrstu umferð. Ítalska liðið heimsækir svo Austurríki þar sem það mætir Salzburg. Erling Braut Haaland, norska ungstirnið sem Manchester United er á höttunum eftir, stefnir eflaust á að skora í sínum þriðja Meistaradeildarleik í röð. Við sýnum einnig báða leiki F-riðils beint. Í Mílanó á Ítalíu eru Borussia Dortmund í heimsókn og þurfa heimamenn í Inter Milan á öllum stigunum að halda svo að Dortmund stingi þá ekki af. Reikna má með öruggum Barcelona sigri í Prag þar sem þeir heimsækja Slavia Prag, sem er líkt og Inter með eitt stig. Öll mörk kvöldsins verða svo í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Ef fótbolti er ekki fyrir ykkur þá sýnum við leik Vals og Keflavíkur í Dominos deild kvenna klukkan 19:05. Íslandsmeistarar Vals hafa unnið alla sína þrjá leiki til þessa á meðan Keflavík hefur unnið tvo og tapað einum. Um nóttina er svo nóg um að vera í golfinu en við sýnum frá Zozo Meistaramótinu, sem er hluti af PGA mótaröðinni, og BMW meistaramótinu, sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Að venju má finna allar upplýsingar um beinar útsendingar Stöð 2 Sport hér.Beinar útsendingar í dag16:45 Ajax-Chelsea (Sport 2) 18:15 Meistaradeildarmessan (Sport) 18:50 Genk-Liverpool (Sport 2) 18:50 Salzburg-Napoli (Sport 3) 18:50 Inter-Dortmund (Sport 4) 18:50 Slavia Prag-Barcelona (Sport 5) 19:05 Valur-Keflavík (Sport 6) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Sport) 02:00 The Zozo Championship (Golf) 03:00 LPGA Tour 2019 (Sport 4)
Dominos-deild kvenna Golf Meistaradeild Evrópu Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Við eigum okkur allir drauma“ KA fær lykilmann úr Eyjum „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Sjá meira