„Þegar maður er unglingur þá fattar maður ekki að þrátt fyrir að fá gríðarlega mikla ást frá öllum í kringum þig þá tekur maður svona inn á sig. Ég upplifði rosalega mikið sjálfshatur og eins og ég væri ein í heiminum. Með hjálp frá fjölskyldu og vinum og bara sjálfri mér lærði ég að það mikilvægasta sem þú getur haft er kærleikur.“
Birta lenti til að mynda í því að vera ítrekað kölluð Birta Api í grunnskóla.
„Þegar ég var lítil var kannski ekki mikið af dökku fólki á Íslandi og ég man oft að fólk starði og jafnvel benti á mig. Þetta var ekki tæklað nægilega vel hjá kennurum og nemendum og ég man að við fengum aldrei fræðslu um svona hluti. Mér leið voðalega mikið eins og ég væri ein á móti öllum. Þetta var bara ég og einn annar brúnn strákur í skólanum mínum. Það er alltaf miklu auðveldara að segja bara ekki neitt og hlæja með.“
„Svo passaði ég mig að vera ekki í sólinni og ég vildi aldrei að neinn myndi kalla mig Birta Abiba, bara Birta Þórhallsdóttir því það er svo íslenskt. Ég vildi aldrei að báðir foreldrar væru með mér í einu því þau eru bæði hvít og þá vissi ég að spurningar myndu koma eins og hvaða ég væri. Því ákvað ég bara að taka mig algjörlega í gegn og vera bara eins og ég héldi að myndi passa inn í hópinn. Á endanum leið mér kannski eins og ég passaði inn í hópinn en samt var ég alveg jafn einmanna.“
Í þættinum ræðir Birta einnig um reynsluna að hafa tekið þátt í Miss Universe, barnæskuna og þá fordóma sem hún varð fyrir, það að hún ætli sér að verða rithöfundur og komandi stórkeppni í Miss Universe. Hér að ofan má sjá þáttinn í heild sinni.