Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugs Birgir Olgeirsson skrifar 21. október 2019 18:30 Svona mun flugstöðin líta út gangi áætlanir Air Iceland Connect eftir. Air Iceland Connect Air Iceland Connect áætlar að fara í miklar endurbætur á flugstöð Reykjavíkurflugvallar sem á að færa hana í nútímalegra horf. Flugstefna Íslands gerir ráð fyrir miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri og sér framkvæmdastjóri Air Iceland Connect framtíð Reykjavíkurflugvallar ekki annars staðar en þar. Núverandi hönnun flugstöðvarinnar er mörkuð af þeim miklu deilum sem hafa staðið um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri. Miðja hússins er gamall braggi frá stríðsárunum sem búið er að byggja við í áföngum. Reykjavíkurflugvöllur stendur á landi í eigu ríkisins en borgin fer með skipulagsvaldið. Air Iceland Connect er eigandi flugstöðvarinnar og hefur unnið að áætlun um endurbætur í nokkurn tíma.Á að færa flugstöðina í nútímalegra horf þar sem flæðið verður bætt.Air Iceland Connect„Hugmyndirnar sem við erum með hér eru í rauninni að endurbæta flugstöðina á þessum stað sem hún er. Þær hugmyndir hafa staðið yfir í nokkurn tíma. Þetta er ennþá á vinnslustigi, við erum ekki komin að því að framkvæma en áformin eru þó fyrir hendi og hafa verið samþykkt af hálfu Reykjavíkurborgar,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Flugstöðin mun ekki stækka mikið í fermetrum en farþegar munu finna fyrir nýjungum þar sem flæðið verður bætt til muna. Ekki liggur fyrir hvenær endurbæturnar verða að veruleika og er ekki búið að gera kostnaðaráætlun. Hafði Air Iceland Connect unnið út frá gömlu samkomulagi um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri frá árinu 2011. Seinna kom tillaga um að flugfarþegar færu í gegnum samgöngumiðstöð við BSÍ.Er ekki búið að ákveða hvenær endurbætt flugstöð mun líta dagsins ljós og þá liggur kostnaðaráætlun ekki fyrir.Air Iceland Connect„Við höfum hins vegar farið í gegnum þær hugmyndir og það er töluvert mikið rask í tengslum við það. Bæði að gera göng undir Hringbrautina, búa til nýtt flughlað þeim megin við flugbrautina og svo framvegis sem við teljum að yrði bæði dýrt í rekstri og framkvæmd,“ segir Árni. Hluti af þessum endurbótum felst í því að malbika bílastæðin við Reykjavíkurflugvöll. Eru hugmyndir um að setja þar gjaldskyldu til að standa undir kostnaði við framkvæmdir. Í drögum að flugstefnu Íslands er gert ráð fyrir miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri þar til annar jafn góður kostur eða betri er tilbúinn til notkunar. „Við höfum allavega tekið á undanförnum árum ítrekað þátt í vinnu varðandi það að finna aðrar staðsetningar sem myndu henta. Það hefur ekki fundið enn sem komið er. Við erum auðvitað opin fyrir þeim möguleika ef að það yrði. Miðað við það sem við sjáum á borðinu í dag þá sé ég ekki framtíð innanlandsflugsins annars staðar en hér í Vatnsmýrinni,“ segir Árni. Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Air Iceland Connect áætlar að fara í miklar endurbætur á flugstöð Reykjavíkurflugvallar sem á að færa hana í nútímalegra horf. Flugstefna Íslands gerir ráð fyrir miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri og sér framkvæmdastjóri Air Iceland Connect framtíð Reykjavíkurflugvallar ekki annars staðar en þar. Núverandi hönnun flugstöðvarinnar er mörkuð af þeim miklu deilum sem hafa staðið um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri. Miðja hússins er gamall braggi frá stríðsárunum sem búið er að byggja við í áföngum. Reykjavíkurflugvöllur stendur á landi í eigu ríkisins en borgin fer með skipulagsvaldið. Air Iceland Connect er eigandi flugstöðvarinnar og hefur unnið að áætlun um endurbætur í nokkurn tíma.Á að færa flugstöðina í nútímalegra horf þar sem flæðið verður bætt.Air Iceland Connect„Hugmyndirnar sem við erum með hér eru í rauninni að endurbæta flugstöðina á þessum stað sem hún er. Þær hugmyndir hafa staðið yfir í nokkurn tíma. Þetta er ennþá á vinnslustigi, við erum ekki komin að því að framkvæma en áformin eru þó fyrir hendi og hafa verið samþykkt af hálfu Reykjavíkurborgar,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Flugstöðin mun ekki stækka mikið í fermetrum en farþegar munu finna fyrir nýjungum þar sem flæðið verður bætt til muna. Ekki liggur fyrir hvenær endurbæturnar verða að veruleika og er ekki búið að gera kostnaðaráætlun. Hafði Air Iceland Connect unnið út frá gömlu samkomulagi um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri frá árinu 2011. Seinna kom tillaga um að flugfarþegar færu í gegnum samgöngumiðstöð við BSÍ.Er ekki búið að ákveða hvenær endurbætt flugstöð mun líta dagsins ljós og þá liggur kostnaðaráætlun ekki fyrir.Air Iceland Connect„Við höfum hins vegar farið í gegnum þær hugmyndir og það er töluvert mikið rask í tengslum við það. Bæði að gera göng undir Hringbrautina, búa til nýtt flughlað þeim megin við flugbrautina og svo framvegis sem við teljum að yrði bæði dýrt í rekstri og framkvæmd,“ segir Árni. Hluti af þessum endurbótum felst í því að malbika bílastæðin við Reykjavíkurflugvöll. Eru hugmyndir um að setja þar gjaldskyldu til að standa undir kostnaði við framkvæmdir. Í drögum að flugstefnu Íslands er gert ráð fyrir miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri þar til annar jafn góður kostur eða betri er tilbúinn til notkunar. „Við höfum allavega tekið á undanförnum árum ítrekað þátt í vinnu varðandi það að finna aðrar staðsetningar sem myndu henta. Það hefur ekki fundið enn sem komið er. Við erum auðvitað opin fyrir þeim möguleika ef að það yrði. Miðað við það sem við sjáum á borðinu í dag þá sé ég ekki framtíð innanlandsflugsins annars staðar en hér í Vatnsmýrinni,“ segir Árni.
Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira