Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugs Birgir Olgeirsson skrifar 21. október 2019 18:30 Svona mun flugstöðin líta út gangi áætlanir Air Iceland Connect eftir. Air Iceland Connect Air Iceland Connect áætlar að fara í miklar endurbætur á flugstöð Reykjavíkurflugvallar sem á að færa hana í nútímalegra horf. Flugstefna Íslands gerir ráð fyrir miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri og sér framkvæmdastjóri Air Iceland Connect framtíð Reykjavíkurflugvallar ekki annars staðar en þar. Núverandi hönnun flugstöðvarinnar er mörkuð af þeim miklu deilum sem hafa staðið um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri. Miðja hússins er gamall braggi frá stríðsárunum sem búið er að byggja við í áföngum. Reykjavíkurflugvöllur stendur á landi í eigu ríkisins en borgin fer með skipulagsvaldið. Air Iceland Connect er eigandi flugstöðvarinnar og hefur unnið að áætlun um endurbætur í nokkurn tíma.Á að færa flugstöðina í nútímalegra horf þar sem flæðið verður bætt.Air Iceland Connect„Hugmyndirnar sem við erum með hér eru í rauninni að endurbæta flugstöðina á þessum stað sem hún er. Þær hugmyndir hafa staðið yfir í nokkurn tíma. Þetta er ennþá á vinnslustigi, við erum ekki komin að því að framkvæma en áformin eru þó fyrir hendi og hafa verið samþykkt af hálfu Reykjavíkurborgar,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Flugstöðin mun ekki stækka mikið í fermetrum en farþegar munu finna fyrir nýjungum þar sem flæðið verður bætt til muna. Ekki liggur fyrir hvenær endurbæturnar verða að veruleika og er ekki búið að gera kostnaðaráætlun. Hafði Air Iceland Connect unnið út frá gömlu samkomulagi um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri frá árinu 2011. Seinna kom tillaga um að flugfarþegar færu í gegnum samgöngumiðstöð við BSÍ.Er ekki búið að ákveða hvenær endurbætt flugstöð mun líta dagsins ljós og þá liggur kostnaðaráætlun ekki fyrir.Air Iceland Connect„Við höfum hins vegar farið í gegnum þær hugmyndir og það er töluvert mikið rask í tengslum við það. Bæði að gera göng undir Hringbrautina, búa til nýtt flughlað þeim megin við flugbrautina og svo framvegis sem við teljum að yrði bæði dýrt í rekstri og framkvæmd,“ segir Árni. Hluti af þessum endurbótum felst í því að malbika bílastæðin við Reykjavíkurflugvöll. Eru hugmyndir um að setja þar gjaldskyldu til að standa undir kostnaði við framkvæmdir. Í drögum að flugstefnu Íslands er gert ráð fyrir miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri þar til annar jafn góður kostur eða betri er tilbúinn til notkunar. „Við höfum allavega tekið á undanförnum árum ítrekað þátt í vinnu varðandi það að finna aðrar staðsetningar sem myndu henta. Það hefur ekki fundið enn sem komið er. Við erum auðvitað opin fyrir þeim möguleika ef að það yrði. Miðað við það sem við sjáum á borðinu í dag þá sé ég ekki framtíð innanlandsflugsins annars staðar en hér í Vatnsmýrinni,“ segir Árni. Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Air Iceland Connect áætlar að fara í miklar endurbætur á flugstöð Reykjavíkurflugvallar sem á að færa hana í nútímalegra horf. Flugstefna Íslands gerir ráð fyrir miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri og sér framkvæmdastjóri Air Iceland Connect framtíð Reykjavíkurflugvallar ekki annars staðar en þar. Núverandi hönnun flugstöðvarinnar er mörkuð af þeim miklu deilum sem hafa staðið um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri. Miðja hússins er gamall braggi frá stríðsárunum sem búið er að byggja við í áföngum. Reykjavíkurflugvöllur stendur á landi í eigu ríkisins en borgin fer með skipulagsvaldið. Air Iceland Connect er eigandi flugstöðvarinnar og hefur unnið að áætlun um endurbætur í nokkurn tíma.Á að færa flugstöðina í nútímalegra horf þar sem flæðið verður bætt.Air Iceland Connect„Hugmyndirnar sem við erum með hér eru í rauninni að endurbæta flugstöðina á þessum stað sem hún er. Þær hugmyndir hafa staðið yfir í nokkurn tíma. Þetta er ennþá á vinnslustigi, við erum ekki komin að því að framkvæma en áformin eru þó fyrir hendi og hafa verið samþykkt af hálfu Reykjavíkurborgar,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Flugstöðin mun ekki stækka mikið í fermetrum en farþegar munu finna fyrir nýjungum þar sem flæðið verður bætt til muna. Ekki liggur fyrir hvenær endurbæturnar verða að veruleika og er ekki búið að gera kostnaðaráætlun. Hafði Air Iceland Connect unnið út frá gömlu samkomulagi um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri frá árinu 2011. Seinna kom tillaga um að flugfarþegar færu í gegnum samgöngumiðstöð við BSÍ.Er ekki búið að ákveða hvenær endurbætt flugstöð mun líta dagsins ljós og þá liggur kostnaðaráætlun ekki fyrir.Air Iceland Connect„Við höfum hins vegar farið í gegnum þær hugmyndir og það er töluvert mikið rask í tengslum við það. Bæði að gera göng undir Hringbrautina, búa til nýtt flughlað þeim megin við flugbrautina og svo framvegis sem við teljum að yrði bæði dýrt í rekstri og framkvæmd,“ segir Árni. Hluti af þessum endurbótum felst í því að malbika bílastæðin við Reykjavíkurflugvöll. Eru hugmyndir um að setja þar gjaldskyldu til að standa undir kostnaði við framkvæmdir. Í drögum að flugstefnu Íslands er gert ráð fyrir miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri þar til annar jafn góður kostur eða betri er tilbúinn til notkunar. „Við höfum allavega tekið á undanförnum árum ítrekað þátt í vinnu varðandi það að finna aðrar staðsetningar sem myndu henta. Það hefur ekki fundið enn sem komið er. Við erum auðvitað opin fyrir þeim möguleika ef að það yrði. Miðað við það sem við sjáum á borðinu í dag þá sé ég ekki framtíð innanlandsflugsins annars staðar en hér í Vatnsmýrinni,“ segir Árni.
Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?