Tillagan sem Johnson vildi leggja fyrir þingið í dag er efnislega sú sama og þingmenn greiddu atkvæði um fyrir tveimur dögum. Að mati Johns Bercow, forseta þingsins, væri það því endurtekning og ruglingslegt að greiða atkvæði aftur um sama þingmálið.
Vísaði Bercow til aldagamalla þingskapa sem banna að sama þingmálið sé borið upp oftar en einu sinni á einu og sama þinginu.
Þess í stað lagði Bercow til að ríkisstjórn Johnson reyndi að fá samþykkt lög um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu áður en hún reyndi að knýja fram atkvæðagreiðslu um samninginn.
Eftir að þingið hafnaði að greiða atkvæði um samning Johnson á laugardag sendi forsætisráðherrann bréf til Evrópusambandsins þar sem hann fór fram á frestun á útgöngunni sem er fyrirhuguð 31. október.