Þingið greiðir ekki atkvæði aftur um Brexit-samning Johnson Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2019 15:40 Bercow hefur verið umdeildur sem þingforseti. Hann var áður íhaldsmaður en hefur reynst sínum fyrri flokki erfiður ljár í þúfu. Vísir/EPA Forseti breska þingsins ætlar ekki að halda aðra atkvæðagreiðslu um útgöngusamning Boris Johnson, forsætisráðherra, við Evrópusambandið. Breskir þingmenn samþykktu að greiða ekki atkvæði um samninginn fyrr en búið væri að leiða efni hans í lög á laugardag. Tillagan sem Johnson vildi leggja fyrir þingið í dag er efnislega sú sama og þingmenn greiddu atkvæði um fyrir tveimur dögum. Að mati Johns Bercow, forseta þingsins, væri það því endurtekning og ruglingslegt að greiða atkvæði aftur um sama þingmálið. Vísaði Bercow til aldagamalla þingskapa sem banna að sama þingmálið sé borið upp oftar en einu sinni á einu og sama þinginu. Þess í stað lagði Bercow til að ríkisstjórn Johnson reyndi að fá samþykkt lög um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu áður en hún reyndi að knýja fram atkvæðagreiðslu um samninginn. Eftir að þingið hafnaði að greiða atkvæði um samning Johnson á laugardag sendi forsætisráðherrann bréf til Evrópusambandsins þar sem hann fór fram á frestun á útgöngunni sem er fyrirhuguð 31. október. Bretland Brexit Tengdar fréttir Atkvæði greidd um nýja samninginn Boris Johnson vill láta reyna á aðra atkvæðagreiðslu í þinginu. 21. október 2019 07:06 Johnson sendi bréf með beiðni um frestun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sendi í kvöld bréf til Donald Tusk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þar sem hann óskaði eftir frestun á útgöngu Breta. 19. október 2019 21:51 Segir Boris hafa verið niðurlægðan í dag Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á. 19. október 2019 18:40 Breska þingið greiðir ekki atkvæði um Brexit-samninginn í dag Ekki verða greidd atkvæði um Brexit-samning Boris Johnson forsætisráðherra í dag líkt og til stóð. 19. október 2019 15:23 Hafa enn trú á Brexit í lok mánaðar Breska ríkisstjórnin hefur enn ekki útilokað að hægt verði að standa við útgöngu landsins úr ESB 31. október næstkomandi eins og stefnt hefur verið að. 21. október 2019 06:00 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Forseti breska þingsins ætlar ekki að halda aðra atkvæðagreiðslu um útgöngusamning Boris Johnson, forsætisráðherra, við Evrópusambandið. Breskir þingmenn samþykktu að greiða ekki atkvæði um samninginn fyrr en búið væri að leiða efni hans í lög á laugardag. Tillagan sem Johnson vildi leggja fyrir þingið í dag er efnislega sú sama og þingmenn greiddu atkvæði um fyrir tveimur dögum. Að mati Johns Bercow, forseta þingsins, væri það því endurtekning og ruglingslegt að greiða atkvæði aftur um sama þingmálið. Vísaði Bercow til aldagamalla þingskapa sem banna að sama þingmálið sé borið upp oftar en einu sinni á einu og sama þinginu. Þess í stað lagði Bercow til að ríkisstjórn Johnson reyndi að fá samþykkt lög um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu áður en hún reyndi að knýja fram atkvæðagreiðslu um samninginn. Eftir að þingið hafnaði að greiða atkvæði um samning Johnson á laugardag sendi forsætisráðherrann bréf til Evrópusambandsins þar sem hann fór fram á frestun á útgöngunni sem er fyrirhuguð 31. október.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Atkvæði greidd um nýja samninginn Boris Johnson vill láta reyna á aðra atkvæðagreiðslu í þinginu. 21. október 2019 07:06 Johnson sendi bréf með beiðni um frestun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sendi í kvöld bréf til Donald Tusk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þar sem hann óskaði eftir frestun á útgöngu Breta. 19. október 2019 21:51 Segir Boris hafa verið niðurlægðan í dag Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á. 19. október 2019 18:40 Breska þingið greiðir ekki atkvæði um Brexit-samninginn í dag Ekki verða greidd atkvæði um Brexit-samning Boris Johnson forsætisráðherra í dag líkt og til stóð. 19. október 2019 15:23 Hafa enn trú á Brexit í lok mánaðar Breska ríkisstjórnin hefur enn ekki útilokað að hægt verði að standa við útgöngu landsins úr ESB 31. október næstkomandi eins og stefnt hefur verið að. 21. október 2019 06:00 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Atkvæði greidd um nýja samninginn Boris Johnson vill láta reyna á aðra atkvæðagreiðslu í þinginu. 21. október 2019 07:06
Johnson sendi bréf með beiðni um frestun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sendi í kvöld bréf til Donald Tusk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þar sem hann óskaði eftir frestun á útgöngu Breta. 19. október 2019 21:51
Segir Boris hafa verið niðurlægðan í dag Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á. 19. október 2019 18:40
Breska þingið greiðir ekki atkvæði um Brexit-samninginn í dag Ekki verða greidd atkvæði um Brexit-samning Boris Johnson forsætisráðherra í dag líkt og til stóð. 19. október 2019 15:23
Hafa enn trú á Brexit í lok mánaðar Breska ríkisstjórnin hefur enn ekki útilokað að hægt verði að standa við útgöngu landsins úr ESB 31. október næstkomandi eins og stefnt hefur verið að. 21. október 2019 06:00