Norður-Írar búa sig undir miklar frjálsræðisbreytingar Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2019 14:28 Stuðningsfólk réttsins til þungunarrofs stafar orðið afglæpavætt fyrir framan Stormont-þinghúsið við Belfast. AP/Niall Carson Allt útlit er fyrir að banni við hjónaböndum samkynhneigðra og þungunarrofi verði aflétt á Norður-Írlandi á miðnætti. Þá rennur út frestur sem breska þingið gaf Norður-Írum til að mynda heimastjórn sem þeir hafa verið án í að verða þrjú ár. Norður-Írland er eini hluti Bretlands þar sem hjónabönd samkynhneigðra eru ekki leyfð. Lög þar banna einnig þungunarrof nema þegar líf konu er í hættu. Íhaldsmenn í röðum bæði mótmælenda og kaþólikka hafa verið andvígir þungunarrofi og jafnrétti til hjónabands. Breska þingið samþykkti í júlí að breyta lögunum á Norður-Írlandi í frjálsræðisátt nema ný heimastjórn yrði mynduð fyrir 21. júlí. Heimastjórnin sprakk árið 2016 og hvorki hefur gengið né rekið að mynda nýja síðan vegna ágreinings flokka sambandssinna annars vegar og þjóðernissinna hins vegar. Lögum samkvæmt verða flokkar andstæðra fylkinga að mynda saman heimastjórn. Nær útilokað er talið að ný heimastjórn verði mynduð fyrir miðnætti. Baráttuhópar fyrir réttindum kvenna og samkynhneigðra hafa því nú þegar boðað til viðburða í dag til að fagna lagabreytingunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við ætlum ekki að halda okkur við sakbitni og skömm lengur. Á morgun breyttast lögin á þsesum stað og í fyrsta skipti á Norður-Írlandi verða konur frjálsar,“ sagði Dawn Puris, baráttukona fyrir rétti kvenna til þungunarrofs á viðburði í Belfast í dag. Þrátt fyrir að banninu við hjónaböndum samkynhneigðra verði aflétt á miðnætti er búist við að það taki breska þingið fram í miðjan janúar að samþykkja ný lög fyrir Norður-Írland. Þannig er gætu samkynhneigð pör gift sig í fyrsta skipti á valentínusardag, 14. febrúar. Hvað þungunarrof varðar verðu það ekki lengur saknæmt að gera eða gangast undir slíka meðferð eftir miðnætti. Þá tekur við umsagnarferli um hvernig lögum um það verður háttað í framtíðinni. Undirréttur á Norður-Írlandi komst að þeirri niðurstöðu að bannið stríddi gegn mannréttindaskuldbindingum Bretlands fyrr í þessum mánuði. Réttaráhrifum þess úrskurðar var frestað á meðan beðið var hvort bannið yrði fellt úr gildi eftir daginn í dag. Hinsegin Norður-Írland Þungunarrof Tengdar fréttir Þungunarrofsbann á Norður-Írlandi talið brjóta gegn mannréttindum Lögin verða þó ekki felld úr gildi þar sem skammt gæti verið þar til þungunarrof og samkynjahjónabönd verða lögleidd náist ekki að mynda heimastjórn á Norður-Írlandi. 3. október 2019 18:44 Samþykktu lögleiðingu samkynja hjónabanda á Norður-Írlandi Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017. 9. júlí 2019 19:17 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Allt útlit er fyrir að banni við hjónaböndum samkynhneigðra og þungunarrofi verði aflétt á Norður-Írlandi á miðnætti. Þá rennur út frestur sem breska þingið gaf Norður-Írum til að mynda heimastjórn sem þeir hafa verið án í að verða þrjú ár. Norður-Írland er eini hluti Bretlands þar sem hjónabönd samkynhneigðra eru ekki leyfð. Lög þar banna einnig þungunarrof nema þegar líf konu er í hættu. Íhaldsmenn í röðum bæði mótmælenda og kaþólikka hafa verið andvígir þungunarrofi og jafnrétti til hjónabands. Breska þingið samþykkti í júlí að breyta lögunum á Norður-Írlandi í frjálsræðisátt nema ný heimastjórn yrði mynduð fyrir 21. júlí. Heimastjórnin sprakk árið 2016 og hvorki hefur gengið né rekið að mynda nýja síðan vegna ágreinings flokka sambandssinna annars vegar og þjóðernissinna hins vegar. Lögum samkvæmt verða flokkar andstæðra fylkinga að mynda saman heimastjórn. Nær útilokað er talið að ný heimastjórn verði mynduð fyrir miðnætti. Baráttuhópar fyrir réttindum kvenna og samkynhneigðra hafa því nú þegar boðað til viðburða í dag til að fagna lagabreytingunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við ætlum ekki að halda okkur við sakbitni og skömm lengur. Á morgun breyttast lögin á þsesum stað og í fyrsta skipti á Norður-Írlandi verða konur frjálsar,“ sagði Dawn Puris, baráttukona fyrir rétti kvenna til þungunarrofs á viðburði í Belfast í dag. Þrátt fyrir að banninu við hjónaböndum samkynhneigðra verði aflétt á miðnætti er búist við að það taki breska þingið fram í miðjan janúar að samþykkja ný lög fyrir Norður-Írland. Þannig er gætu samkynhneigð pör gift sig í fyrsta skipti á valentínusardag, 14. febrúar. Hvað þungunarrof varðar verðu það ekki lengur saknæmt að gera eða gangast undir slíka meðferð eftir miðnætti. Þá tekur við umsagnarferli um hvernig lögum um það verður háttað í framtíðinni. Undirréttur á Norður-Írlandi komst að þeirri niðurstöðu að bannið stríddi gegn mannréttindaskuldbindingum Bretlands fyrr í þessum mánuði. Réttaráhrifum þess úrskurðar var frestað á meðan beðið var hvort bannið yrði fellt úr gildi eftir daginn í dag.
Hinsegin Norður-Írland Þungunarrof Tengdar fréttir Þungunarrofsbann á Norður-Írlandi talið brjóta gegn mannréttindum Lögin verða þó ekki felld úr gildi þar sem skammt gæti verið þar til þungunarrof og samkynjahjónabönd verða lögleidd náist ekki að mynda heimastjórn á Norður-Írlandi. 3. október 2019 18:44 Samþykktu lögleiðingu samkynja hjónabanda á Norður-Írlandi Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017. 9. júlí 2019 19:17 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Þungunarrofsbann á Norður-Írlandi talið brjóta gegn mannréttindum Lögin verða þó ekki felld úr gildi þar sem skammt gæti verið þar til þungunarrof og samkynjahjónabönd verða lögleidd náist ekki að mynda heimastjórn á Norður-Írlandi. 3. október 2019 18:44
Samþykktu lögleiðingu samkynja hjónabanda á Norður-Írlandi Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017. 9. júlí 2019 19:17