Methiti í september jafnaður Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2019 10:22 Mengunarmistur yfir borginni Davao á Filippseyjum frá skógareldum á Indónesíu af völdum þurrka í september. Vísir/EPA Meðalhiti jarðar í september jafnaði hlýjasta septembermánuð frá því að beinar mælingar hófust. Samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) stefnir í að árið í ár verði það annað hlýjasta í mælingasögunni. Hitinn var 0,95°C yfir meðaltali 20. aldar í september, sá sami og methitinn sem mældist í september árið 2015. September var jafnframt 43. septembermánuðurinn í röð og 417. mánuðurinn í röð með hita yfir meðaltalinu. NOAA telur nú nær öruggt að 2019 verði á meðal fimm hlýjustu ára frá upphafi mælinga fyrir um 140 árum. Líklegast verði það á bilinu annað til fjórða hlýjasta árið. Mánaðarmet var slegið á 7,93% land- og hafsvæða jarðar í september. Hvergi var kuldamet slegið. Sérstaklega hlýtt var í Norður-Ameríku og á norðurhveli almennt í september. Hitamet var slegið yfir Norður-Ameríku og í Suður-Ameríku, Afríku, Asíu, Mexíkóflóa og í kringum Havaí var mánuðurinn sá þriðji hlýjasti frá því að mælingar hófust. Samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands var meðalhiti í Reykjavík 2,3 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 og einni gráðu yfir meðallagi síðustu tíu ára. Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu í september var sú þriðja minnsta frá því að gervihnattamælingar hófust undir lok 8. áratugarins. Hún var rétt tæpum þriðjungi undir meðaltali áranna 1981 til 2010. Þegar útbreiðsla hafíssins var minnst í lok sumars nam hún um 4,1 milljón ferkílómetra. Það var önnur minnsta lágmarksútbreiðsla hafíssins, jöfn í öðru sæti með árunum 2007 og 2016. Við Suðurskautslandið var hafísþekjan 1,3% minni en að meðaltali á milli 1981 og 2010. Útbreiðslan var sú þrettánda minnsta þar í mælingasögunni. Tölur NOAA lýsa þeirri hnattrænu hlýnun sem menn hafa valdið á jörðinni frá iðnbyltingu með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Eins og veðurfræðingar Washington Post benda þó á er hlýnun jarðar ekki línuleg þar sem hvert ár er því fyrra hlýrra. Hnattræn hlýnun er mæld yfir lengri tímabil, að minnsta kosti áratugi og þaðan af lengur. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Tæpur helmingur evrópskra trjátegunda í útrýmingarhættu Trén eru meðal annars í hættu vegna ýmissa athafna manna. Af þeim trjám sem eru hvergi til nema í Evrópu eru 58% í einhverri útrýmingarhættu. 27. september 2019 12:21 Vegum lokað og fjallakofar rýmdir í hlíðum Mont Blanc Um 250 þúsund rúmmetrar af ís eru í hættu á að brotna frá Planpincieux-jöklinum. 25. september 2019 07:08 Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira
Meðalhiti jarðar í september jafnaði hlýjasta septembermánuð frá því að beinar mælingar hófust. Samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) stefnir í að árið í ár verði það annað hlýjasta í mælingasögunni. Hitinn var 0,95°C yfir meðaltali 20. aldar í september, sá sami og methitinn sem mældist í september árið 2015. September var jafnframt 43. septembermánuðurinn í röð og 417. mánuðurinn í röð með hita yfir meðaltalinu. NOAA telur nú nær öruggt að 2019 verði á meðal fimm hlýjustu ára frá upphafi mælinga fyrir um 140 árum. Líklegast verði það á bilinu annað til fjórða hlýjasta árið. Mánaðarmet var slegið á 7,93% land- og hafsvæða jarðar í september. Hvergi var kuldamet slegið. Sérstaklega hlýtt var í Norður-Ameríku og á norðurhveli almennt í september. Hitamet var slegið yfir Norður-Ameríku og í Suður-Ameríku, Afríku, Asíu, Mexíkóflóa og í kringum Havaí var mánuðurinn sá þriðji hlýjasti frá því að mælingar hófust. Samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands var meðalhiti í Reykjavík 2,3 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 og einni gráðu yfir meðallagi síðustu tíu ára. Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu í september var sú þriðja minnsta frá því að gervihnattamælingar hófust undir lok 8. áratugarins. Hún var rétt tæpum þriðjungi undir meðaltali áranna 1981 til 2010. Þegar útbreiðsla hafíssins var minnst í lok sumars nam hún um 4,1 milljón ferkílómetra. Það var önnur minnsta lágmarksútbreiðsla hafíssins, jöfn í öðru sæti með árunum 2007 og 2016. Við Suðurskautslandið var hafísþekjan 1,3% minni en að meðaltali á milli 1981 og 2010. Útbreiðslan var sú þrettánda minnsta þar í mælingasögunni. Tölur NOAA lýsa þeirri hnattrænu hlýnun sem menn hafa valdið á jörðinni frá iðnbyltingu með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Eins og veðurfræðingar Washington Post benda þó á er hlýnun jarðar ekki línuleg þar sem hvert ár er því fyrra hlýrra. Hnattræn hlýnun er mæld yfir lengri tímabil, að minnsta kosti áratugi og þaðan af lengur.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Tæpur helmingur evrópskra trjátegunda í útrýmingarhættu Trén eru meðal annars í hættu vegna ýmissa athafna manna. Af þeim trjám sem eru hvergi til nema í Evrópu eru 58% í einhverri útrýmingarhættu. 27. september 2019 12:21 Vegum lokað og fjallakofar rýmdir í hlíðum Mont Blanc Um 250 þúsund rúmmetrar af ís eru í hættu á að brotna frá Planpincieux-jöklinum. 25. september 2019 07:08 Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira
Tæpur helmingur evrópskra trjátegunda í útrýmingarhættu Trén eru meðal annars í hættu vegna ýmissa athafna manna. Af þeim trjám sem eru hvergi til nema í Evrópu eru 58% í einhverri útrýmingarhættu. 27. september 2019 12:21
Vegum lokað og fjallakofar rýmdir í hlíðum Mont Blanc Um 250 þúsund rúmmetrar af ís eru í hættu á að brotna frá Planpincieux-jöklinum. 25. september 2019 07:08
Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00