Fótbolti

Vand­ræði AC Milan halda á­fram | Gerðu jafn­tefli gegn Lecce á heima­velli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Krzysztof Piątek hélt hann hefði tryggt Milan þrjú stig en svo reyndist ekki.
Krzysztof Piątek hélt hann hefði tryggt Milan þrjú stig en svo reyndist ekki. Vísir/Getty
Hakan Çalhanoğlu kom heimamönnum yfir eftir 20. mínútna leik með glæsilegu marki úr nær ómögulegri stöðu eftir góðan undirbúning Lucas Biglia. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og staðan því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. 

Þegar rúm klukkustund var liðin af leiknum fengu gestirnir vítaspyrnu. Khoumas Babacar fór á punktinn en Gianlugi Donnarumma sá við honum og varði vítaspyrnuna. Því miður fyrir Donnarumma og Milan hrökk knötturinn fyrir fætur Babacar sem gat ekki annað en skorað og staðan orðin jöfn, 1-1.

Þegar níu mínútur voru til leiksloka skoraði Piątek svo það sem virtist ætla að vera sigurmark Milan í kvöld með ekta framherja marki. Hann renndi knettinum þá í fjærhornið eftir sendingu Çalhanoğlu. Það var svo í uppbótartíma sem Marco Calderoni jafnaði með óverjandi skoti fyrir utan teig. 

Lokatölur 2-2 og vandræði AC Milan halda áfram. Milan er áfram í 12. sæti deildarinnar með 10 stig eftir átta leiki. Lecce er í 15. sætinu með sjö stig.

Fyrr í dag skoraði Radja Nainggolan eitt flottasta mark tímabilsins er Cagliari vann SPAL 2-0. Roma mistókst að skora gegn botnliði Sampdoria og Parma slátraði Genoa.

Önnur úrslit

Cagliari 2 - 0 SPAL

Sampdoria 0 - 0 Roma

Udinese 1 - 0 Torino

Parma 5 - 1 Genoa




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×