Matthías Orri: Gaman að fá smá fútt í þetta Árni Jóhannsson skrifar 31. október 2019 21:27 Matthías í KR-búningnum. vísir/bára Það voru endurfundir í kvöld þegar ÍR tók á móti KR í fimmtu umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik en Matthías Orri Sigurðsson var að snúa aftur á gamlar slóðir en hann lék með ÍR mjög lengi. Endurfundirnir voru ekki gleðilegri frá hans bæjardyrum séð en ÍR hafði sigur 78-77 í háspennuleik. Hvað var það sem klikkað að hans mati hjá KR í kvöld? „Sóknarleikurinn okkar var bara hræðilegur. Við vorum mjög ragir við að reyna að fara á körfuna og vorum að reyna að troða honum inn í teiginn. Þeir voru duglegir að tvöfalda á Mike og við vorum lélegir að koma honum aftur út og heilt yfir var flæðið í sókninni hræðilegt. Við spiluðum góðan varnarleik en þeir líka og við bara tjókuðum á þessu í fjórða leikhluta,“ sagði Matthías í leikslok. KR tapaði ansi mörgum boltum í kvöld og margir þessara töpuðu bolta komu án þess að þeir voru þvingaðir í það. Matti var spurður út í töpuðu boltana en reynslumikið lið eins og KR á ekki að láta svona sjást. „Við vorum eitthvað illa stemmdir í dag. Þetta var bara ljótur leikur og auðvitað eru tapaðir boltar hér og þar en við eigum samt að klára svona leiki, þetta var jafn leikur og við erum með mikla reynslu í liðinu og við eigum að klára þetta en það er bara gríðarlega erfitt að koma í Hellinn og ég veit það manna best.“ „Við gáfum þeim of mikla trú of snemma þegar við vorum komnir yfir í þriðja leikhluta og gáfum þeim allt of opin skot. Þeir eru bara erfiðir en þeir eru vel þjálfaðir og eru með flotta stuðningsmenn. Ég er svekktur en fínt að við lentum á smá vegg. Við þurfum að laga mikið, við erum komnir hrikalega stutt í okkar undirbúning og við þurfum að tala betur saman í hverju við erum góðir og hvað ekki. Við munum laga þetta og koma sterkir til leiks föstudaginn næsta.“ Það læddist bros á varir Matthíasar þegar hann var spurður út í stuðningsmenn ÍR en þeir voru duglegir að láta hann heyra það af pöllunum í dag. „Mér leið bara vel, þetta var skemmtilegt. Það er ekkert alltaf skemmtilegt að koma hérna í október þannig að það er gaman að fá smá fútt í þetta. Ef ég get verið hinum megin við línuna og látið þá drulla yfir alla á móti mér þá hlýt ég að geta tekið því sjálfur. Þetta er allt gert í kærleik og það er geggjað andrúmsloft hérna og það er alltaf gaman að koma í ÍR-hellinn hvort sem þú ert að spila á móti þeim eða með þeim.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - KR 78-77 | ÍR stöðvaði KR ÍR vann glæsilegan eins stiga sigur á Íslandsmeisturum KR og stöðvaði sigurgöngu þeirra. 31. október 2019 22:00 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira
Það voru endurfundir í kvöld þegar ÍR tók á móti KR í fimmtu umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik en Matthías Orri Sigurðsson var að snúa aftur á gamlar slóðir en hann lék með ÍR mjög lengi. Endurfundirnir voru ekki gleðilegri frá hans bæjardyrum séð en ÍR hafði sigur 78-77 í háspennuleik. Hvað var það sem klikkað að hans mati hjá KR í kvöld? „Sóknarleikurinn okkar var bara hræðilegur. Við vorum mjög ragir við að reyna að fara á körfuna og vorum að reyna að troða honum inn í teiginn. Þeir voru duglegir að tvöfalda á Mike og við vorum lélegir að koma honum aftur út og heilt yfir var flæðið í sókninni hræðilegt. Við spiluðum góðan varnarleik en þeir líka og við bara tjókuðum á þessu í fjórða leikhluta,“ sagði Matthías í leikslok. KR tapaði ansi mörgum boltum í kvöld og margir þessara töpuðu bolta komu án þess að þeir voru þvingaðir í það. Matti var spurður út í töpuðu boltana en reynslumikið lið eins og KR á ekki að láta svona sjást. „Við vorum eitthvað illa stemmdir í dag. Þetta var bara ljótur leikur og auðvitað eru tapaðir boltar hér og þar en við eigum samt að klára svona leiki, þetta var jafn leikur og við erum með mikla reynslu í liðinu og við eigum að klára þetta en það er bara gríðarlega erfitt að koma í Hellinn og ég veit það manna best.“ „Við gáfum þeim of mikla trú of snemma þegar við vorum komnir yfir í þriðja leikhluta og gáfum þeim allt of opin skot. Þeir eru bara erfiðir en þeir eru vel þjálfaðir og eru með flotta stuðningsmenn. Ég er svekktur en fínt að við lentum á smá vegg. Við þurfum að laga mikið, við erum komnir hrikalega stutt í okkar undirbúning og við þurfum að tala betur saman í hverju við erum góðir og hvað ekki. Við munum laga þetta og koma sterkir til leiks föstudaginn næsta.“ Það læddist bros á varir Matthíasar þegar hann var spurður út í stuðningsmenn ÍR en þeir voru duglegir að láta hann heyra það af pöllunum í dag. „Mér leið bara vel, þetta var skemmtilegt. Það er ekkert alltaf skemmtilegt að koma hérna í október þannig að það er gaman að fá smá fútt í þetta. Ef ég get verið hinum megin við línuna og látið þá drulla yfir alla á móti mér þá hlýt ég að geta tekið því sjálfur. Þetta er allt gert í kærleik og það er geggjað andrúmsloft hérna og það er alltaf gaman að koma í ÍR-hellinn hvort sem þú ert að spila á móti þeim eða með þeim.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - KR 78-77 | ÍR stöðvaði KR ÍR vann glæsilegan eins stiga sigur á Íslandsmeisturum KR og stöðvaði sigurgöngu þeirra. 31. október 2019 22:00 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira
Leik lokið: ÍR - KR 78-77 | ÍR stöðvaði KR ÍR vann glæsilegan eins stiga sigur á Íslandsmeisturum KR og stöðvaði sigurgöngu þeirra. 31. október 2019 22:00