Norðurlöndin vinna að aukinni og víðtækari samvinnu í öryggismálum Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2019 20:30 Norðurlöndin telja nauðsynlegt að víkka út öryggishugtakið og auka samstarf þjóðanna á sviði öryggis og varnarmála. Utanríkisráðherra segir að meðal annars þurfi að horfa til netöryggismála og tilrauna ríkja til að hafa áhrif á innanríkismál annarra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom heim af þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi nú síðdegis. Þar var tillaga hans var samþykkt um að Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra gerði skýrslu sem byggir á hugmyndum Torvald Stoltenberg fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs um aukið samstarf Norðurlandanna öryggis og varnarmálum sem kom út fyrir tíu árum. „Við erum að skoða öryggishugtakið í stærra samhengi. Það er verið að skoða hvaða áhrif loftlagsmálin hafa á öryggismál og þær breytingar sem þar eru. Við erum auðvitað að sjá meiri ógn þegar kemur að tölvuárásum,“ segir Guðlaugur Þór. Þá þurfi að verjast tilraunum afla sem vilji grafa undan alþjóðakerfinu. En við höfum byggt okkar samskipti áþví og notið ríkulega góðs af því. Allar Norðurlandaþjóðirnar og ekki hvað síst við íslendingar. Ertu þá jafnvel að tala um falsfréttir og baráttuna gegn þeim? „Já, meðal annars. Áhrif á kosningar og annað slíkt. Við auðvitað verðum að líta á öryggis- og varnarmál í víðu samhengi,“ segir utanríkisráðherra. Í vikunni var greint frá mestu umferð rússneskra kafbáta á Atlantshafi frá því kalda stríðinu sem ráðherra segir ekki vera góðar fréttir. „Frá því innlimun Krímskaga átti sér stað árið 2014 hafa hernaðarleg umsvif Rússa því miður aukist hér á þessu svæði. Því hefur verið mætt, ekki bara að hálfu Bandaríkjanna hér, heldur sömuleiðis frá öðrum þjóðum Atlantshafsbandalagsins. Það er auðvitað grunnur sem við byggjum okkar traustu varnir á,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Aukin kafbátaumferð Rússa „ekki góðar fréttir” Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að aukin áhersla verði á nýstárlegar ógnir í skýrslu um aukið norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála sem væntanleg er á næsta ári. Hann segir aukna kafbátaumferð Rússa á norðurslóðum vera slæmar fréttir. 31. október 2019 12:30 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Norðurlöndin telja nauðsynlegt að víkka út öryggishugtakið og auka samstarf þjóðanna á sviði öryggis og varnarmála. Utanríkisráðherra segir að meðal annars þurfi að horfa til netöryggismála og tilrauna ríkja til að hafa áhrif á innanríkismál annarra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom heim af þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi nú síðdegis. Þar var tillaga hans var samþykkt um að Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra gerði skýrslu sem byggir á hugmyndum Torvald Stoltenberg fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs um aukið samstarf Norðurlandanna öryggis og varnarmálum sem kom út fyrir tíu árum. „Við erum að skoða öryggishugtakið í stærra samhengi. Það er verið að skoða hvaða áhrif loftlagsmálin hafa á öryggismál og þær breytingar sem þar eru. Við erum auðvitað að sjá meiri ógn þegar kemur að tölvuárásum,“ segir Guðlaugur Þór. Þá þurfi að verjast tilraunum afla sem vilji grafa undan alþjóðakerfinu. En við höfum byggt okkar samskipti áþví og notið ríkulega góðs af því. Allar Norðurlandaþjóðirnar og ekki hvað síst við íslendingar. Ertu þá jafnvel að tala um falsfréttir og baráttuna gegn þeim? „Já, meðal annars. Áhrif á kosningar og annað slíkt. Við auðvitað verðum að líta á öryggis- og varnarmál í víðu samhengi,“ segir utanríkisráðherra. Í vikunni var greint frá mestu umferð rússneskra kafbáta á Atlantshafi frá því kalda stríðinu sem ráðherra segir ekki vera góðar fréttir. „Frá því innlimun Krímskaga átti sér stað árið 2014 hafa hernaðarleg umsvif Rússa því miður aukist hér á þessu svæði. Því hefur verið mætt, ekki bara að hálfu Bandaríkjanna hér, heldur sömuleiðis frá öðrum þjóðum Atlantshafsbandalagsins. Það er auðvitað grunnur sem við byggjum okkar traustu varnir á,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Aukin kafbátaumferð Rússa „ekki góðar fréttir” Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að aukin áhersla verði á nýstárlegar ógnir í skýrslu um aukið norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála sem væntanleg er á næsta ári. Hann segir aukna kafbátaumferð Rússa á norðurslóðum vera slæmar fréttir. 31. október 2019 12:30 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Aukin kafbátaumferð Rússa „ekki góðar fréttir” Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að aukin áhersla verði á nýstárlegar ógnir í skýrslu um aukið norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála sem væntanleg er á næsta ári. Hann segir aukna kafbátaumferð Rússa á norðurslóðum vera slæmar fréttir. 31. október 2019 12:30