Varnarmaðurinn Gerard Pique greinir frá því í viðtali á dögunum að leikmenn liðsins voru tilbúnir að seinka launagreiðslum svo Brasilíumaðurinn gæti komið aftur á Camp Nou.
Barcelona keypti bæði Antoine Griezmann og Frenkie de Jong en leikmennirnir vissu vel að eftirlitsnefnd á vegum FIFA, Financial Fair Play, væri að fylgjast vel með.
„Við sögðum við forsetann að ef það væri nauðsynlegt að við myndum seinka greiðslunum okkar hvað varðar FFP til þess að fá Neymar þá myndum við gera það,“ sagði Pique í samtali við spænsku útvarpsstöðina Cadena Ser.
Gerard Pique reveals lengths players went to so Barcelona could sign Neymar https://t.co/l1djEoJTLy
— Indy Football (@IndyFootball) October 31, 2019
„Við vorum tilbúnir að aðlaga samninga okkar. Við vorum ekki að fara taka þátt í kostnaðinum en við vorum tilbúnir að gera þetta auðveldara og okkar greiðslur kæmu því á öðru eða þriðja ári í stað þess fyrsta.“
Ekkert varð þó úr félagaskiptunum og leikur því Neymar enn með PSG en Börsungar eru nú á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.