Enskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun en félagaskiptaspekingurinn, Ian McGarry, segir að Liverpool gæti keypt framherjann og lánað hann til baka út leiktíðina.
Werner var víst ekki sáttur að möguleg félagaskipti hans til Bayern Munchen í sumar hafi ekki gengið upp en auk Liverpool eru Manchester United taldir áhugasamir.
„Það hefur verið rætt að Liverpool kaupi hann í janúarglugganum og svo verði hann lánaður til Leipzig út leiktíðina,“ sagði McGarry í hlaðvarpi á dögunum.
Werner hefur verið heitur á leiktíðinni og skorað sex mörk í níu leikjum í deildinni, tvö mörk í þremur leikjum í Meistaradeildinni og tvö mörk í tveimur leikjum í þýska bikarnum.
Liverpool plan to buy Timo Werner in January before loaning him back to RB Leipzig #LFChttps://t.co/5niacOkmQEpic.twitter.com/9foBiBQqmj
— Daily Star Sport (@DailyStar_Sport) October 30, 2019
„Þá fær Leipzig fimm góða mánuði hjá leikmanninum og setur vonbrigðin hvað varðar Bayern Munchen á bakvið hann,“ en McGarry er ekki í vafa um hversu vel hann passar í lið Liverpool.
„Hann myndi passa fullkomnlega inn hjá Liverpool. Hann væri frábær viðbót við þessa fremstu þrjá,“ sagði McGarry og átti þar við Mo Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino.
Liverpool komst í gær áfram í enska deildarbikarnum eftir sigur gegn Arsenal í ótrúlegum leik sem endaði í vítaspyrnukeppni.