Mikil fjölgun dauðsfalla heimilislausra Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. október 2019 07:30 Heimilislaus maður á götum Parísarborgar. Nordicphotos/Getty 612 heimilislausir Frakkar létust árið 2018 samkvæmt góðgerðarsamtökunum Morts de la Ruse, sem skrásett hafa dauðsföllin á undanförnum árum. Árið 2017 létust 511 og er þetta mesta fjölgun sem mælst hefur á milli ára. Hér er einungis um staðfest tilvik að ræða en heilbrigðisyfirvöld í Frakklandi telja að tölurnar séu mun hærri. „Að eiga heimili er lífsnauðsynlegt,“ segir í tilkynningu samtakanna. „Við sjáum glögglega hvaða áhrif það hefur á fólk að búa á götunni, bæði andlega og líkamlega. Þegar fólk hefur búið lengi á götunni verður erfitt eða jafnvel ómögulegt að aðlagast venjulegu heimilishaldi að nýju.“ Samtökin hafa greint þessar tölur enn frekar. Um 30 prósent heimilislausra Frakka þjást af alkóhólisma eða fíkn og stór hluti þeirra af öðrum veikindum eða fötlunum. Sjálfsvígstíðni er einnig mun hærri en hjá öðrum. Lífslíkur heimilislausra karla eru aðeins tæp 49 ár, á meðan heildarmeðaltalið í Frakklandi eru 82 ár. Karlar eru mikill meirihluti heimilislausra, 90 prósent. Á síðasta ári létust 13 heimilislaus börn. 50 prósent heimilislausra eru innflytjendur og 50 prósent deyja þegar annað fólk er nálægt en skiptir sér ekki af. Eitt af kosningaloforðum Emmanuel Macron fyrir forsetakosningarnar árið 2017 var að allir Frakkar fengju þak yfir höfuðið. Það hefur ekki enn gengið eftir en Morts de la Ruse beita sér fyrir að öll úrræði verði nýtt, bæði neyðarskýli, skammtímahúsnæði og úrræði til lengri tíma. Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
612 heimilislausir Frakkar létust árið 2018 samkvæmt góðgerðarsamtökunum Morts de la Ruse, sem skrásett hafa dauðsföllin á undanförnum árum. Árið 2017 létust 511 og er þetta mesta fjölgun sem mælst hefur á milli ára. Hér er einungis um staðfest tilvik að ræða en heilbrigðisyfirvöld í Frakklandi telja að tölurnar séu mun hærri. „Að eiga heimili er lífsnauðsynlegt,“ segir í tilkynningu samtakanna. „Við sjáum glögglega hvaða áhrif það hefur á fólk að búa á götunni, bæði andlega og líkamlega. Þegar fólk hefur búið lengi á götunni verður erfitt eða jafnvel ómögulegt að aðlagast venjulegu heimilishaldi að nýju.“ Samtökin hafa greint þessar tölur enn frekar. Um 30 prósent heimilislausra Frakka þjást af alkóhólisma eða fíkn og stór hluti þeirra af öðrum veikindum eða fötlunum. Sjálfsvígstíðni er einnig mun hærri en hjá öðrum. Lífslíkur heimilislausra karla eru aðeins tæp 49 ár, á meðan heildarmeðaltalið í Frakklandi eru 82 ár. Karlar eru mikill meirihluti heimilislausra, 90 prósent. Á síðasta ári létust 13 heimilislaus börn. 50 prósent heimilislausra eru innflytjendur og 50 prósent deyja þegar annað fólk er nálægt en skiptir sér ekki af. Eitt af kosningaloforðum Emmanuel Macron fyrir forsetakosningarnar árið 2017 var að allir Frakkar fengju þak yfir höfuðið. Það hefur ekki enn gengið eftir en Morts de la Ruse beita sér fyrir að öll úrræði verði nýtt, bæði neyðarskýli, skammtímahúsnæði og úrræði til lengri tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira