Fundu fyrir afar fjandsamlegu viðmóti Hjörvar Ólafsson skrifar 31. október 2019 13:00 Gylfi Þór Sigurðsson fór snemma út og tókst að vinna sig upp í ensku úrvalsdeildina. Getty/TF-Images Töluverður fjöldi íslenskra stráka freistar gæfunnar í hinum harða heimi atvinnumennskunnar í knattspyrnu. Sumir komast í gegnum nálaraugað og fá atvinnumannssamning á meðan aðrir koma aftur heim. Knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þór Ólafsson er að vinna að rannsókn um upplifun íslenskra leikmanna, sem skrifað hafa undir atvinnumannssamning á aldrinum 15 til 18 ára, af veru sinni hjá erlendum liðum. „Það sem kom mér kannski einna helst á óvart var þegar leikmennirnir lýstu því fjandsamlega viðmóti sem þeir urðu fyrir af hendi liðsfélaga sinna. Bæði á æfingum og í klefanum eftir æfingar. Þarna er engin miskunn og leikmenn teknir föstum tökum. Þetta var ákveðið sjokk fyrir þá, þeir vissu vel að heimurinn þarna úti væri harður en sú mikla harka sem þeir upplifðu í sinn garð kom þeim í opna skjöldu,“ segir Guðjón Þór í samtali við Fréttablaðið. „Þá lýstu þeir því að þeir hefðu á einhverjum tímapunkti fundið fyrir einmanaleika og depurð. Til að mynda þegar þeir fá send myndskeið þar sem félagarnir eru að skemmta sér fjarri þeim. Sumir fóru með fjölskyldu sína með sér og það hafði bæði kosti og galla. Þeir lýstu annars vegar þægindum við að hafa félagslegt net í kringum sig og öryggið við að hafa einhvern til staðar þegar eitthvað bjátar á. Aðrir fundu hins vegar fyrir því að það hefði hamlað þeim að komast betur inn í málin félagslega á nýjum stað. Þeir sem áttu fjölskyldumeðlim sem hafði sjálfur verið í atvinnumennsku voru þó líklegri til þess að pluma sig sjálfir,“ segir hann. „Þeir einstaklingar sem komust alla leið inn í aðallið félaganna voru heilt yfir heilsteyptir karakterar. Aftur á móti var ekki klippt og skorið að ein leið hentaði betur en önnur til þess að tækla atvinnumennskuna. Af þeim sem komu heim fannst sumum þeim hafa mistekist og voru niðurbrotnir í einhvern tíma. Verið væri að hrifsa af þeim draum með höfnuninni. Aðrir litu þannig á hlutina að þeir væru þakklátir fyrir tækifærið og það að fá tækifærið væri lærdómur sem þeir gætu nýtt sér,“ segir Guðjón sem kynnir niðurstöður sínar á málstofu í Háskóla Íslands klukkan 13.15 í dag. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Töluverður fjöldi íslenskra stráka freistar gæfunnar í hinum harða heimi atvinnumennskunnar í knattspyrnu. Sumir komast í gegnum nálaraugað og fá atvinnumannssamning á meðan aðrir koma aftur heim. Knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þór Ólafsson er að vinna að rannsókn um upplifun íslenskra leikmanna, sem skrifað hafa undir atvinnumannssamning á aldrinum 15 til 18 ára, af veru sinni hjá erlendum liðum. „Það sem kom mér kannski einna helst á óvart var þegar leikmennirnir lýstu því fjandsamlega viðmóti sem þeir urðu fyrir af hendi liðsfélaga sinna. Bæði á æfingum og í klefanum eftir æfingar. Þarna er engin miskunn og leikmenn teknir föstum tökum. Þetta var ákveðið sjokk fyrir þá, þeir vissu vel að heimurinn þarna úti væri harður en sú mikla harka sem þeir upplifðu í sinn garð kom þeim í opna skjöldu,“ segir Guðjón Þór í samtali við Fréttablaðið. „Þá lýstu þeir því að þeir hefðu á einhverjum tímapunkti fundið fyrir einmanaleika og depurð. Til að mynda þegar þeir fá send myndskeið þar sem félagarnir eru að skemmta sér fjarri þeim. Sumir fóru með fjölskyldu sína með sér og það hafði bæði kosti og galla. Þeir lýstu annars vegar þægindum við að hafa félagslegt net í kringum sig og öryggið við að hafa einhvern til staðar þegar eitthvað bjátar á. Aðrir fundu hins vegar fyrir því að það hefði hamlað þeim að komast betur inn í málin félagslega á nýjum stað. Þeir sem áttu fjölskyldumeðlim sem hafði sjálfur verið í atvinnumennsku voru þó líklegri til þess að pluma sig sjálfir,“ segir hann. „Þeir einstaklingar sem komust alla leið inn í aðallið félaganna voru heilt yfir heilsteyptir karakterar. Aftur á móti var ekki klippt og skorið að ein leið hentaði betur en önnur til þess að tækla atvinnumennskuna. Af þeim sem komu heim fannst sumum þeim hafa mistekist og voru niðurbrotnir í einhvern tíma. Verið væri að hrifsa af þeim draum með höfnuninni. Aðrir litu þannig á hlutina að þeir væru þakklátir fyrir tækifærið og það að fá tækifærið væri lærdómur sem þeir gætu nýtt sér,“ segir Guðjón sem kynnir niðurstöður sínar á málstofu í Háskóla Íslands klukkan 13.15 í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira