Forstjóri Barnaverndarstofu segir að skerpa þurfi á reglugerð um fóstur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. október 2019 21:27 Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu. Fréttablaðið/Anton Brink Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu er ósátt við lítið vægi réttinda barns þegar kemur að ákvörðun um hæfni fósturforeldra og telur að skerpa þurfi á ákvæðum í reglugerð. Hæstiréttur ógilti í dag ákvörðun Barnaverndarstofu í máli Freyju Haraldsdóttur. Heiða Björg ræddi niðurstöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Barnaverndarstofa taldi nauðsynlegt að biðja um áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar, vegna þess að stofan var svo ósátt við að það kæmi fram í þeirri niðurstöðu að það varðaði ekki hagsmuni barns þegar metið væri hvort einstaklingar væru hæfir fósturforeldrar,“ segir Heiða Björg.Sjá einnig: Freyja „í skýjunum“ yfir dómi Hæstaréttar „Vegna þess að þetta varðar grundvallarréttindi barna, að fá hæfa fósturforeldra þó að það liggi ekki fyrir tiltekið barn í málinu.“Margra ára baráttu Freyju fyrir því að koma til greina sem fósturforeldri lauk fyrir dómstólum í dag með sigri. Freyja fagnar sjálf niðurstöðunni og segir hana sýna að ekki sé í boði að dæma fatlað fólk úr leik eingöngu vegna líkamlegs atgervis. „Niðurstaðan laut að því hvort að lægi fyrir því nægilega góðar upplýsingar að heimilt væri að synja umsókninni áður en að umsækjandi færi á námskeið. Þetta er framkvæmd sem viðhöfð hefur verið á Barnaverndarstofu frá upphafi ef ég man rétt en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að það væri ekki nægileg heimild í reglugerð til þess að gera þetta með þessum hætti.“Freyja Haraldsdóttir.Vísir/VilhelmEðlilegt að þetta verði skoðað Heiða Björg segir að Barnaverndarstofa sé ánægð með þá afstöðu sem Hæstiréttur hafi tekið til þess að málið varði grundvallarréttindi barna og hagsmuni fósturbarna, að það megi líta til þannig sjónarmiða þegar við metum einstaklinga. „Málið er bara komið á borð Barnaverndarstofu aftur og fer þá bara í hefðbundin farveg þar.“ Hún segir að þeim þyki eðlilegt að það verði skoðað hvort skerpa þurfi á ákveðnu ákvæði í reglugerð um fóstur. „Til dæmis ef einstaklingar með langan sakarferil sækja um, eða mikil félagsleg afskipti, mikla sögu um neyslu. Er nauðsynlegt að einstaklingar með þannig fortíð sitji löng og ströng námskeið hjá Barnaverndarstofu ef að það liggja fyrir nægjanlegar upplýsingar í gögnum málsins þannig að það sé hægt að taka ákvörðun án þess?“ Félagslegar aðstæður og heilbrigði fólks þurfa að hennar mati að vera þannig að fósturbarn geti dafnað þar. „Þetta er mikill gleðidagur og rosalegur léttir,“ sagði Freyja í samtali við fréttastofu í dag.Viðtal við Freyju um niðurstöðu Hæstaréttar úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má finna í spilaranum hér að neðan. Barnavernd Dómsmál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Freyja hafði betur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti Dómurinn staðfesti dóm Landsréttar, sem dæmdi Freyju í vil. 30. október 2019 09:20 Foreldrum Freyju Haralds sárnar umræðan: „Fólk veit ekki hvað það er að tala um“ Freyju Haraldsdóttir þekkja flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni enda hefur fólk verið duglegt að lýsa skoðun sinni á henni, skoðunum hennar og hvað því finnst hún geta eða ekki geta. 4. apríl 2019 10:30 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu er ósátt við lítið vægi réttinda barns þegar kemur að ákvörðun um hæfni fósturforeldra og telur að skerpa þurfi á ákvæðum í reglugerð. Hæstiréttur ógilti í dag ákvörðun Barnaverndarstofu í máli Freyju Haraldsdóttur. Heiða Björg ræddi niðurstöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Barnaverndarstofa taldi nauðsynlegt að biðja um áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar, vegna þess að stofan var svo ósátt við að það kæmi fram í þeirri niðurstöðu að það varðaði ekki hagsmuni barns þegar metið væri hvort einstaklingar væru hæfir fósturforeldrar,“ segir Heiða Björg.Sjá einnig: Freyja „í skýjunum“ yfir dómi Hæstaréttar „Vegna þess að þetta varðar grundvallarréttindi barna, að fá hæfa fósturforeldra þó að það liggi ekki fyrir tiltekið barn í málinu.“Margra ára baráttu Freyju fyrir því að koma til greina sem fósturforeldri lauk fyrir dómstólum í dag með sigri. Freyja fagnar sjálf niðurstöðunni og segir hana sýna að ekki sé í boði að dæma fatlað fólk úr leik eingöngu vegna líkamlegs atgervis. „Niðurstaðan laut að því hvort að lægi fyrir því nægilega góðar upplýsingar að heimilt væri að synja umsókninni áður en að umsækjandi færi á námskeið. Þetta er framkvæmd sem viðhöfð hefur verið á Barnaverndarstofu frá upphafi ef ég man rétt en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að það væri ekki nægileg heimild í reglugerð til þess að gera þetta með þessum hætti.“Freyja Haraldsdóttir.Vísir/VilhelmEðlilegt að þetta verði skoðað Heiða Björg segir að Barnaverndarstofa sé ánægð með þá afstöðu sem Hæstiréttur hafi tekið til þess að málið varði grundvallarréttindi barna og hagsmuni fósturbarna, að það megi líta til þannig sjónarmiða þegar við metum einstaklinga. „Málið er bara komið á borð Barnaverndarstofu aftur og fer þá bara í hefðbundin farveg þar.“ Hún segir að þeim þyki eðlilegt að það verði skoðað hvort skerpa þurfi á ákveðnu ákvæði í reglugerð um fóstur. „Til dæmis ef einstaklingar með langan sakarferil sækja um, eða mikil félagsleg afskipti, mikla sögu um neyslu. Er nauðsynlegt að einstaklingar með þannig fortíð sitji löng og ströng námskeið hjá Barnaverndarstofu ef að það liggja fyrir nægjanlegar upplýsingar í gögnum málsins þannig að það sé hægt að taka ákvörðun án þess?“ Félagslegar aðstæður og heilbrigði fólks þurfa að hennar mati að vera þannig að fósturbarn geti dafnað þar. „Þetta er mikill gleðidagur og rosalegur léttir,“ sagði Freyja í samtali við fréttastofu í dag.Viðtal við Freyju um niðurstöðu Hæstaréttar úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má finna í spilaranum hér að neðan.
Barnavernd Dómsmál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Freyja hafði betur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti Dómurinn staðfesti dóm Landsréttar, sem dæmdi Freyju í vil. 30. október 2019 09:20 Foreldrum Freyju Haralds sárnar umræðan: „Fólk veit ekki hvað það er að tala um“ Freyju Haraldsdóttir þekkja flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni enda hefur fólk verið duglegt að lýsa skoðun sinni á henni, skoðunum hennar og hvað því finnst hún geta eða ekki geta. 4. apríl 2019 10:30 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Freyja hafði betur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti Dómurinn staðfesti dóm Landsréttar, sem dæmdi Freyju í vil. 30. október 2019 09:20
Foreldrum Freyju Haralds sárnar umræðan: „Fólk veit ekki hvað það er að tala um“ Freyju Haraldsdóttir þekkja flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni enda hefur fólk verið duglegt að lýsa skoðun sinni á henni, skoðunum hennar og hvað því finnst hún geta eða ekki geta. 4. apríl 2019 10:30